Lífið

Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hatari fer til Ísraels.
Hatari fer til Ísraels. Mynd/RÚV

Ísland mun enda í fjórða sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman.

Vefsíðan tekur saman stuðlana hjá þrettán af helstu vefbönkum heimsins og þar má sjá að fimm prósent líkur eru á því að Hatrið mun sigra, sem valið far framlag Íslands í keppnina í kvöld, muni standa uppi sem sigurvegari í Ísrael í maí. Strax eftir sigur Hatara í kvöld voru líkurnar metnar fjögur prósent og Íslandi spáð 5. til 7. sæti.

Líkurnar á að Ísland endi ofarlega hafa farið batnandi eftir því sem liðið hefur á daginn í dag en í gær var Íslandi spáð 10. sæti í samantekt Eurovision World. Fyrir um viku síðan var Íslandi hins vegar spáð 15. sæti og því allt á uppleið. Ísland hefur því farið upp um sex sæti á aðeins sólahring.

Athygli vekur að sex af veðbönkunum þrettán spá Íslandi fjórða sæti og einn þriðja sæti.

Svona hafa líkur Íslands þróast að undanförnu. Mynd/Eurovision World.

Sigurlíkur Íslands eru jafn miklar og sigurlíkur Noregs og Hollands sem bæði hafa valið þátttakendur þetta árið en Noregur valdi sinn þátttakanda í kvöld. Það er hljómsveitin KEiiNO með lagið Spirit in the Sky.

Rússum, með Sergey Lazarev, í fararbroddi er spáð sigri en sautján prósent líkur eru taldar á rússneskum sigri. Því næst koma Svíar, Ítalir og Kýpverjar en af þeim hafa aðeins Ítalir valið þátttakanda.

Ef marka má spár veðbankanna er góðar líkur á að Hatari muni verða fyrsta íslenska framlagið til þess að komast upp úr undanriðlunum frá því að Pollapönk gerði það árið 2014.

Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt.


Tengdar fréttir

Hatari vann Söngvakeppnina

Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Hafði hún betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.