Börn vilja vera með í ráðum þegar foreldrar birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 19:13 Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hvetur foreldra til að staldra við og hugleiða hvernig verði farið með það efni sem þau kunna að birta af börnunum sínum. Umboðsmaður barna hefur fengið fyrirspurnir og kvartanir frá börnum útaf myndbirtingum og birtingu á efni sem varðar þau á samfélagsmiðlum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir börn vilja vera með í ráðum og hafa skoðanir á því hvaða efni er birt af þeim eða um þau. „Myndir sem okkur kann að finnast voða krúttlegar finnst börnunum kannski ekkert krúttlegar af sér. Þau vilja vera með í ráðum og að foreldrarnir spyrji,“ sagði Salvör en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Salvör heldur þó að foreldrar séu farnir að átta sig betur á þessu. „Ég held að fólk sé að átta sig á því að netið gleymir engum,“ segir Salvör. Hún bendir á að myndir sem birtar eru á samfélagsmiðlum verða í eign miðilsins við birtinguna. „Við eigum ekki einu sinni þessar myndir sem við birtum á Facebook og börnin eiga eftir að lifa með þetta það sem eftir er,“ sagði Salvör. Hún benti á að nýverið féll dómur í Noregi þar sem móður var stefnt fyrir að birta viðkvæmar upplýsingar um barnið sitt þegar hún var í deilu við barnaverndaryfirvöld. „Hún birti myndir af barninu, jafnvel grátandi eða í miklu uppnámi og um leið viðkvæmar upplýsingar um stöðu barnsins og fékk dóm fyrir,“ sagði Salvör. Salvör heldur að fólk sé að átta sig á því að upplýsingar sem foreldrar birta um börnin sín geta verið sársaukafullar fyrir börnin. Þá gagnrýnir hún fyrirtæki sem hafa verið að hvetja foreldra til að birta myndir af ungabörnum jafnvel fáklæddum, „það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá,“ sagði Salvör. Þá benti hún áheyrendum á viðmið sem hægt er að lesa um á vef umboðsmanns barna. „Þar er lögð áhersla á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífsins og að foreldrar leiti eftir samþykki barnsins . Að fólk staldri við og hugleiði hvernig verður mögulega farið með þetta efni og hvort barninu líki við það,“ sagði Salvör. „Það er staðreynd að börn hafa skoðun á þessu og líka litlir krakkar. Það á að ræða þetta við börnin,“ sagði Salvör.Viðmið umboðsmanns barna fyrir foreldra er hægt að lesa hér. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Umboðsmaður barna hefur fengið fyrirspurnir og kvartanir frá börnum útaf myndbirtingum og birtingu á efni sem varðar þau á samfélagsmiðlum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir börn vilja vera með í ráðum og hafa skoðanir á því hvaða efni er birt af þeim eða um þau. „Myndir sem okkur kann að finnast voða krúttlegar finnst börnunum kannski ekkert krúttlegar af sér. Þau vilja vera með í ráðum og að foreldrarnir spyrji,“ sagði Salvör en hún var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Salvör heldur þó að foreldrar séu farnir að átta sig betur á þessu. „Ég held að fólk sé að átta sig á því að netið gleymir engum,“ segir Salvör. Hún bendir á að myndir sem birtar eru á samfélagsmiðlum verða í eign miðilsins við birtinguna. „Við eigum ekki einu sinni þessar myndir sem við birtum á Facebook og börnin eiga eftir að lifa með þetta það sem eftir er,“ sagði Salvör. Hún benti á að nýverið féll dómur í Noregi þar sem móður var stefnt fyrir að birta viðkvæmar upplýsingar um barnið sitt þegar hún var í deilu við barnaverndaryfirvöld. „Hún birti myndir af barninu, jafnvel grátandi eða í miklu uppnámi og um leið viðkvæmar upplýsingar um stöðu barnsins og fékk dóm fyrir,“ sagði Salvör. Salvör heldur að fólk sé að átta sig á því að upplýsingar sem foreldrar birta um börnin sín geta verið sársaukafullar fyrir börnin. Þá gagnrýnir hún fyrirtæki sem hafa verið að hvetja foreldra til að birta myndir af ungabörnum jafnvel fáklæddum, „það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá,“ sagði Salvör. Þá benti hún áheyrendum á viðmið sem hægt er að lesa um á vef umboðsmanns barna. „Þar er lögð áhersla á að börn eigi rétt á friðhelgi einkalífsins og að foreldrar leiti eftir samþykki barnsins . Að fólk staldri við og hugleiði hvernig verður mögulega farið með þetta efni og hvort barninu líki við það,“ sagði Salvör. „Það er staðreynd að börn hafa skoðun á þessu og líka litlir krakkar. Það á að ræða þetta við börnin,“ sagði Salvör.Viðmið umboðsmanns barna fyrir foreldra er hægt að lesa hér.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira