Sárnaði þegar hún sá starfsauglýsingar Landspítalans: "Mér bara hreinlega blöskraði“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2019 21:00 Kona, sem Landspítalinn notaði í starfsauglýsingu fyrir starf í eldhúsi, segist sár yfir því hvernig spítalinn dragi upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund, í starfsauglýsingum sem birtust í dag. Þá hafi hún ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. Verkefnastjóri félags kvenna af erlendum uppruna blöskrar auglýsingarnar. Í morgun birti Landspítalinn tvær starfsauglýsingar á Facebook. Annars vegar var leitað eftir einstaklingi til að starfa í eldhúsi og hins vegar eftir hjúkrunarfræðingum. Myndirnar sem fylgdu auglýsingunum hafa verið gagnrýndar af samtökum kvenna af erlendum uppruna og eru sagðar draga upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund. „Mér bara hreinlega blöskraði. Eldhús er bara fyrir konur með dökka hörund með hárnet og svo næsta mynd sem blasir við er falleg hvít íslensk kona að njóta sín,“ segir Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður og verkefnastjóri Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Innocentia F. Friðgeirsdóttir, er á myndinni í auglýsingunni fyrir eldhús starfsmanna. Hún hefur starfað á spítalanum í 14 ár og segist hafa sárnað þegar hún sá auglýsingarnar. Auglýsingarnar sendi röng skilaboð út í samfélagið. „Ef fólk sér þessa mynd gæti það hugsað kannski, þetta starf er ekki fyrir mig,“ segir Innocentia og bætir við að hún hafi ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. „Það hefði verið gott ef það hefði verið haft samband við mig. Ég er manneskja alveg eins og hinir bara,“ segir Innocentia. Nicole og Innocentia óskuðu eftir því að myndin yrði tekin niður og var það var gert síðar í dag. „Ég ætla að trúa að þetta hafi ekki verið viljandi gert. En stofnun eins og Landspítalinn á að vera í fararbroddi alltaf og huga vel að því hvaða staðalímyndir þau eru að ýta undir því staðalímyndir eru fyrstu skrefið í átt að fordómum,“ segir Nichole. Innflytjendamál Jafnréttismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. 8. júlí 2019 14:48 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Kona, sem Landspítalinn notaði í starfsauglýsingu fyrir starf í eldhúsi, segist sár yfir því hvernig spítalinn dragi upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund, í starfsauglýsingum sem birtust í dag. Þá hafi hún ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. Verkefnastjóri félags kvenna af erlendum uppruna blöskrar auglýsingarnar. Í morgun birti Landspítalinn tvær starfsauglýsingar á Facebook. Annars vegar var leitað eftir einstaklingi til að starfa í eldhúsi og hins vegar eftir hjúkrunarfræðingum. Myndirnar sem fylgdu auglýsingunum hafa verið gagnrýndar af samtökum kvenna af erlendum uppruna og eru sagðar draga upp neikvæða staðalímynd af konum, dökkum á hörund. „Mér bara hreinlega blöskraði. Eldhús er bara fyrir konur með dökka hörund með hárnet og svo næsta mynd sem blasir við er falleg hvít íslensk kona að njóta sín,“ segir Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður og verkefnastjóri Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Innocentia F. Friðgeirsdóttir, er á myndinni í auglýsingunni fyrir eldhús starfsmanna. Hún hefur starfað á spítalanum í 14 ár og segist hafa sárnað þegar hún sá auglýsingarnar. Auglýsingarnar sendi röng skilaboð út í samfélagið. „Ef fólk sér þessa mynd gæti það hugsað kannski, þetta starf er ekki fyrir mig,“ segir Innocentia og bætir við að hún hafi ekki verið beðin um leyfi fyrir myndbirtingunni. „Það hefði verið gott ef það hefði verið haft samband við mig. Ég er manneskja alveg eins og hinir bara,“ segir Innocentia. Nicole og Innocentia óskuðu eftir því að myndin yrði tekin niður og var það var gert síðar í dag. „Ég ætla að trúa að þetta hafi ekki verið viljandi gert. En stofnun eins og Landspítalinn á að vera í fararbroddi alltaf og huga vel að því hvaða staðalímyndir þau eru að ýta undir því staðalímyndir eru fyrstu skrefið í átt að fordómum,“ segir Nichole.
Innflytjendamál Jafnréttismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. 8. júlí 2019 14:48 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Segir Landspítalann ýta undir neikvæða staðalímynd af konum af erlendum uppruna Með auglýsingu fyrir starf hjúkunarfræðings er birt mynd af íslenskum konum en fyrir starf í mötuneyti mynd af konu dökkri á hörund. 8. júlí 2019 14:48