Segir tryggingafélög áhugasöm um upplýsingar úr heilsuúrum viðskiptavina Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 24. janúar 2019 14:24 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar VÍSIR/VILHELM Forstjóri persónuverndar segir að víða í Evrópu sé tryggingafélög farin að skoða þann möguleika fá viðskiptavini sína til að ganga með snjallúr sem mæli heilsufarsupplýsingar þeirra. Þá hafi persónuvernd borist ábendingar um að íslensk tryggingafyrirtæki hafi gefið starfsmönnum sínum heilsuúr. Hún hefur áhyggjur af þróuninni og segir að varast beri að nota slík úr. Í byrjun mánaðar setti Neytendastofa sölubann á tvær tegundir snjallúra fyrir börn þar sem í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant en auðvelt ver fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í úrin. Síðustu misseri hefur norska neytendastofnunin gert úttektir á snjallaúrum og segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að þar hafi komið í ljós að slík tæki séu varasöm fyrir fullorðna einnig. „Að það sé hægt að brjótast inn í þau og hlera og svo er það líka það að mikið af þessum snjallúrum eru ekki bara að nema skrefin en líka heilsutengd atriði eins og hjartslátt og annað.“ Hún segir að vissulega sé ekki hægt að setja alla framleiðendur undir sama hatt. „Maður gengur út frá því að viðurkenndair framleiðendur séu með hlutina sína í lagi það er hins vegar ekkert öruggt þegar kemur að nettengdum tækjum punktur.“Þá segir Helga að víða í Evrópu séu tryggingafélög farin að skoða þann möguleika að láta viðskiptavini eða starfsmenn ganga með snjallúr. „Og ætla sér svo að lesa úr þeim upplýsingum og mögulega verðmeta fólk og láta það í greiðsluflokka út frá þeim upplýsingum sem berast frá úrunum. Það er hægt að nema mjög mikið og fá miklar upplýsingar og þá er spurningin, er þetta mögulega tæki sem verður notað til að greina fólk enn betur þannig að þeir sem hreyfa sig eiga þeir þá að fá að nota lægri iðgjaldi því svo kemur úrið með aðrar upplýsingar á móti sem gerir það að verkum að viðskiptavinurinn fari í áhættuhóp fái hærri iðgjöld.“ Þessi þróun sé einnig farin að sjást hér á landi. Það hafa borist ábendingar um það að íslensk tryggingafélög hafi afhent starfsmönnum heilsuúr og maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu er starfsmaður á viðkomandi vinnustað settur ef hann neitar að setja á sig úrið. Það sé afar viðkvæmt þegar svona er kynnt í vinnuréttarsambandi. „Þetta er eitt af því sem persónuvernd þarf að skoða hvernig fer fram.“ Persónuvernd Tryggingar Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 „Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Forstjóri persónuverndar segir að víða í Evrópu sé tryggingafélög farin að skoða þann möguleika fá viðskiptavini sína til að ganga með snjallúr sem mæli heilsufarsupplýsingar þeirra. Þá hafi persónuvernd borist ábendingar um að íslensk tryggingafyrirtæki hafi gefið starfsmönnum sínum heilsuúr. Hún hefur áhyggjur af þróuninni og segir að varast beri að nota slík úr. Í byrjun mánaðar setti Neytendastofa sölubann á tvær tegundir snjallúra fyrir börn þar sem í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant en auðvelt ver fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í úrin. Síðustu misseri hefur norska neytendastofnunin gert úttektir á snjallaúrum og segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, að þar hafi komið í ljós að slík tæki séu varasöm fyrir fullorðna einnig. „Að það sé hægt að brjótast inn í þau og hlera og svo er það líka það að mikið af þessum snjallúrum eru ekki bara að nema skrefin en líka heilsutengd atriði eins og hjartslátt og annað.“ Hún segir að vissulega sé ekki hægt að setja alla framleiðendur undir sama hatt. „Maður gengur út frá því að viðurkenndair framleiðendur séu með hlutina sína í lagi það er hins vegar ekkert öruggt þegar kemur að nettengdum tækjum punktur.“Þá segir Helga að víða í Evrópu séu tryggingafélög farin að skoða þann möguleika að láta viðskiptavini eða starfsmenn ganga með snjallúr. „Og ætla sér svo að lesa úr þeim upplýsingum og mögulega verðmeta fólk og láta það í greiðsluflokka út frá þeim upplýsingum sem berast frá úrunum. Það er hægt að nema mjög mikið og fá miklar upplýsingar og þá er spurningin, er þetta mögulega tæki sem verður notað til að greina fólk enn betur þannig að þeir sem hreyfa sig eiga þeir þá að fá að nota lægri iðgjaldi því svo kemur úrið með aðrar upplýsingar á móti sem gerir það að verkum að viðskiptavinurinn fari í áhættuhóp fái hærri iðgjöld.“ Þessi þróun sé einnig farin að sjást hér á landi. Það hafa borist ábendingar um það að íslensk tryggingafélög hafi afhent starfsmönnum heilsuúr og maður veltir fyrir sér í hvaða stöðu er starfsmaður á viðkomandi vinnustað settur ef hann neitar að setja á sig úrið. Það sé afar viðkvæmt þegar svona er kynnt í vinnuréttarsambandi. „Þetta er eitt af því sem persónuvernd þarf að skoða hvernig fer fram.“
Persónuvernd Tryggingar Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00 „Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir mögulegt að símarnir hlusti til að sníða auglýsingar að þér Segir þurfa mikla vitundarvakningu í þessum efnum. 12. september 2018 11:00
„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg. 9. janúar 2019 11:00