Frábært tækifæri Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 09:51 Söngkonan Dísella Lárusdóttir kemur fram í Salnum í viðtalstónleikaröðinni Da Capo, laugardaginn 2. mars klukkan 14. Fréttablaðið/Stefán Í haust syngur Dísella Lárusdóttir stærsta hlutverk sitt í Metropolitanóperunni til þessa. Syngur í óperu eftir Philip Glass. Er á faraldsfæti þetta árið. Söngkonan Dísella Lárusdóttir kemur fram í Salnum í viðtalstónleikaröðinni Da Capo, laugardaginn 2. mars klukkan 14. Þar mun Gunnar Guðbjörnsson ræða við hana um feril hennar og hún syngur við píanóundirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. „Ég mun syngja þrjár aríur og svo syngur maðurinn minn jafnvel með mér dúett í lokin. Það er gaman að fá að vera í hópi þeirra listamanna sem taka þátt í þessari tónleikaröð,“ segir Dísella.Stórt hlutverk á Ítalíu Dísella verður á faraldsfæti þetta árið. Í mars liggur leiðin til New York þar sem hún æfir óperu Mozarts La Clemenza di Tito í Metropolitan-óperunni. Dísella þreytti frumraun sína hjá Metropolitanóperunni árið 2013 og síðan þá hefur hún sungið þar í tíu öðrum óperuuppfærslum, auk þess sem hún hefur verið staðgengill í fjölmörgum öðrum uppfærslum. „Ég mun svo syngja Perse phone, sem er ný ópera eftir Silviu Colasanti sem flutt verður á Spoleto Festival dei due Mondi tónlistarhátíðinni á Ítalíu í sumar. Ég veit lítið um þessa óperu þar sem hún er enn í smíðum. Ég er þarna í stóru hlutverki en vil sem minnst um það tala á þessu stigi þar sem ég hef ekki enn fengið nóturnar,“ segir Dísella. Í september tekur hún þátt í stórtónleikum hér á landi sem Svala Björgvins og Jóhanna Guðrún eru að undirbúa í Hörpu. „Það er eiginlega ekki tímabært að segja meira í bili en þetta verður tilkynnt nánar síðar. Það má samt segja að þetta verður skemmtilegt og spennandi verkefni sem mun fara fram í Eldborg.“Stolt af því að vinna þarna Í haust liggur svo leiðin aftur til Metropolitan-óperunnar en þá mun Dísella syngja stærsta hlutverk sitt í óperunni þar til þessa. Óperan heitir Akhnaten og er eftir Philip Glass en Dísella mun fara með hlutverk móður Akhatens, Queen Tye. „Þetta er frábært tækifæri, ég er óskaplega þakklát og hlakka afskaplega mikið til,“ segir Dísella. Frumsýning er 8. nóvember og sýningar verða átta talsins. Spurð hvernig sé að vinna í Metropolitan-óperunni segir hún: „Þetta er besti vinnustaður sem hægt er að hugsa sér. Ég er stolt af því að vinna þarna. Fólkið er dásamlegt, það tekur vel á móti mér og alltaf kynnist ég nýjum listamönnum. Mér líður mjög vel í þessu húsi og það er gaman hversu mörg verkefni ég fæ þarna. Ég finn að ég er vel metin.“ Dísella býr með eiginmanni og tveimur sonum í Grafarvogi. „Ræturnar eru hér á landi, hér vil ég búa, og svo þarf ég stundum að skreppa í mánuð eða kannski tvo. Ég er eins og sjóari,“ segir hún. „Auðvitað er það erfitt en ég held að það taki meira á mig en strákana mína. Maðurinn minn, Bragi Jónsson, er alveg frábær og þetta hefur gengið upp. Við tökum eitt ár í einu. Það er gríðarlega mikið að gera á þessu ári en ég veit ekki hvað gerist eftir það.“ Menning Tónlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira
Í haust syngur Dísella Lárusdóttir stærsta hlutverk sitt í Metropolitanóperunni til þessa. Syngur í óperu eftir Philip Glass. Er á faraldsfæti þetta árið. Söngkonan Dísella Lárusdóttir kemur fram í Salnum í viðtalstónleikaröðinni Da Capo, laugardaginn 2. mars klukkan 14. Þar mun Gunnar Guðbjörnsson ræða við hana um feril hennar og hún syngur við píanóundirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. „Ég mun syngja þrjár aríur og svo syngur maðurinn minn jafnvel með mér dúett í lokin. Það er gaman að fá að vera í hópi þeirra listamanna sem taka þátt í þessari tónleikaröð,“ segir Dísella.Stórt hlutverk á Ítalíu Dísella verður á faraldsfæti þetta árið. Í mars liggur leiðin til New York þar sem hún æfir óperu Mozarts La Clemenza di Tito í Metropolitan-óperunni. Dísella þreytti frumraun sína hjá Metropolitanóperunni árið 2013 og síðan þá hefur hún sungið þar í tíu öðrum óperuuppfærslum, auk þess sem hún hefur verið staðgengill í fjölmörgum öðrum uppfærslum. „Ég mun svo syngja Perse phone, sem er ný ópera eftir Silviu Colasanti sem flutt verður á Spoleto Festival dei due Mondi tónlistarhátíðinni á Ítalíu í sumar. Ég veit lítið um þessa óperu þar sem hún er enn í smíðum. Ég er þarna í stóru hlutverki en vil sem minnst um það tala á þessu stigi þar sem ég hef ekki enn fengið nóturnar,“ segir Dísella. Í september tekur hún þátt í stórtónleikum hér á landi sem Svala Björgvins og Jóhanna Guðrún eru að undirbúa í Hörpu. „Það er eiginlega ekki tímabært að segja meira í bili en þetta verður tilkynnt nánar síðar. Það má samt segja að þetta verður skemmtilegt og spennandi verkefni sem mun fara fram í Eldborg.“Stolt af því að vinna þarna Í haust liggur svo leiðin aftur til Metropolitan-óperunnar en þá mun Dísella syngja stærsta hlutverk sitt í óperunni þar til þessa. Óperan heitir Akhnaten og er eftir Philip Glass en Dísella mun fara með hlutverk móður Akhatens, Queen Tye. „Þetta er frábært tækifæri, ég er óskaplega þakklát og hlakka afskaplega mikið til,“ segir Dísella. Frumsýning er 8. nóvember og sýningar verða átta talsins. Spurð hvernig sé að vinna í Metropolitan-óperunni segir hún: „Þetta er besti vinnustaður sem hægt er að hugsa sér. Ég er stolt af því að vinna þarna. Fólkið er dásamlegt, það tekur vel á móti mér og alltaf kynnist ég nýjum listamönnum. Mér líður mjög vel í þessu húsi og það er gaman hversu mörg verkefni ég fæ þarna. Ég finn að ég er vel metin.“ Dísella býr með eiginmanni og tveimur sonum í Grafarvogi. „Ræturnar eru hér á landi, hér vil ég búa, og svo þarf ég stundum að skreppa í mánuð eða kannski tvo. Ég er eins og sjóari,“ segir hún. „Auðvitað er það erfitt en ég held að það taki meira á mig en strákana mína. Maðurinn minn, Bragi Jónsson, er alveg frábær og þetta hefur gengið upp. Við tökum eitt ár í einu. Það er gríðarlega mikið að gera á þessu ári en ég veit ekki hvað gerist eftir það.“
Menning Tónlist Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira