Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Formaður félags eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu segir ríki og borg standa í vegi fyrir því að uppgangur verði í byggingu húsnæðis hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Félagið fékk úthlutað lóð fyrir tæpu ári síðan en hefur enn ekki getað hafist handa við að byggja húsnæði á lóðinni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir. Í fréttatímanum segjum við einnig frá því að Íbúar á Selfossi þurfa ekki að hafa áhyggjur af skorti á heitu vatni á næstu árum því mikið af heitu vatni hefur fundist í nýrri vinnsluholu í landi Ósabotna skammt frá Laugardælum í Flóahreppi.

Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að snjóflóð hefði fallið í Tindfjöllum. (LUM) Nýliðahópur hjá björgunarsveitinni Ársæli var á námskeiði í vetrarmennsku í fjallinu væru heilir á húfi. Tveir þeirra lentu í flóðinu en betur fór en á horfðist.

Þá verður fjallað um nýjustu vendingar á Bretlandseyjum vegna Brexit og við hittum bandarískan aðdáanda íslensks tölvuleiks, sem ferðaðist hingað til lands til að taka þátt í aðdáendaráðstefnu leikjarins, þrátt fyrir alvarleg veikindi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×