Mismunandi sýn á framtíð Laugavegar Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Samráð stendur nú yfir um útfærslu Laugavegar sem varanlegrar göngugötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það hefur sýnt sig alls staðar í borgum þar sem er sambærilegt eða verra veðurfar að veðrið hefur ekki áhrif á göngugötur og hversu vinsælar þær eru,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs. „Við erum ekkert öðruvísi en annað mannfólk. Það má heldur ekki ofmeta bílinn og það að geta keyrt upp að búðinni sé forsenda fyrir verslunarrekstri. Ég held að það sé svolítið úrelt módel,“ segir Sigurborg. Nú stendur yfir viðamikið samráð um hvernig útfæra megi tillögu um að gera Laugaveg, Bankastræti og götur í Kvosinni að varanlegum göngugötum. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í byrjun september í fyrra. Samkvæmt henni var umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna að slíkri tillögu. Á fundi með verslunareigendum, veitingafólki, ferðaþjónustu og flutningaaðilum sem fram fór á mánudagskvöld komu fram ólík sjónarmið til þess að gera Laugaveg að göngugötu allt árið.Sigurborg segir samráðsferlið nú snúast um hvernig göngugöturnar verði útfærðar en ekki hvort þetta verði að veruleika. „Það er gott að benda á að þeir flokkar sem samþykktu tillöguna í borgarstjórn höfðu það allir á sinni stefnuskrá fyrir kosningarnar að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu. Við vorum kosin til þessara verka og það væri skrýtið ef við myndum ekki gera þetta.“ Allir flokkar í borgarstjórn nema Miðflokkurinn og Flokkur fólksins greiddu atkvæði með tillögunni en flokkarnir tveir sátu hjá. Að sögn Sigurborgar hefur ekki áður verið ráðist í samráðsferli eins og nú. Allt sem komi fram í samráðinu verði tekið saman og tillaga unnin út frá því sem síðan verði borin undir íbúa, verslunareigendur og aðra hagsmunaaðila. Hægt er að koma í Ráðhúsið og skilja eftir athugasemdir og gera tillögur um göngugöturnar. „Við höldum utan um hverja einustu athugasemd og geymum þær fyrir verkefnið. Þær geta þá nýst beint í útfærslu og hönnun.“ Einhverjar tillögur eiga að liggja fyrir á næstu vikum. „Það er líka gott að halda til haga að við erum að skoða alla Kvosina. Hvaða götur þar komi til greina sem göngugötur eða vistgötur.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16 Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
„Það hefur sýnt sig alls staðar í borgum þar sem er sambærilegt eða verra veðurfar að veðrið hefur ekki áhrif á göngugötur og hversu vinsælar þær eru,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs. „Við erum ekkert öðruvísi en annað mannfólk. Það má heldur ekki ofmeta bílinn og það að geta keyrt upp að búðinni sé forsenda fyrir verslunarrekstri. Ég held að það sé svolítið úrelt módel,“ segir Sigurborg. Nú stendur yfir viðamikið samráð um hvernig útfæra megi tillögu um að gera Laugaveg, Bankastræti og götur í Kvosinni að varanlegum göngugötum. Tillaga þess efnis var samþykkt í borgarstjórn í byrjun september í fyrra. Samkvæmt henni var umhverfis- og skipulagssviði falið að vinna að slíkri tillögu. Á fundi með verslunareigendum, veitingafólki, ferðaþjónustu og flutningaaðilum sem fram fór á mánudagskvöld komu fram ólík sjónarmið til þess að gera Laugaveg að göngugötu allt árið.Sigurborg segir samráðsferlið nú snúast um hvernig göngugöturnar verði útfærðar en ekki hvort þetta verði að veruleika. „Það er gott að benda á að þeir flokkar sem samþykktu tillöguna í borgarstjórn höfðu það allir á sinni stefnuskrá fyrir kosningarnar að gera Laugaveg að varanlegri göngugötu. Við vorum kosin til þessara verka og það væri skrýtið ef við myndum ekki gera þetta.“ Allir flokkar í borgarstjórn nema Miðflokkurinn og Flokkur fólksins greiddu atkvæði með tillögunni en flokkarnir tveir sátu hjá. Að sögn Sigurborgar hefur ekki áður verið ráðist í samráðsferli eins og nú. Allt sem komi fram í samráðinu verði tekið saman og tillaga unnin út frá því sem síðan verði borin undir íbúa, verslunareigendur og aðra hagsmunaaðila. Hægt er að koma í Ráðhúsið og skilja eftir athugasemdir og gera tillögur um göngugöturnar. „Við höldum utan um hverja einustu athugasemd og geymum þær fyrir verkefnið. Þær geta þá nýst beint í útfærslu og hönnun.“ Einhverjar tillögur eiga að liggja fyrir á næstu vikum. „Það er líka gott að halda til haga að við erum að skoða alla Kvosina. Hvaða götur þar komi til greina sem göngugötur eða vistgötur.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Göngugötur Reykjavík Tengdar fréttir Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16 Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00 Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Fyrirkomulag varðandi göngugötur í miðborginni mótað í vetur Tímabili göngugatna í miðborg Reykjavíkur lýkur um næstu mánaðarmót og verður um leið opnað aftur fyrir umferð bifreiða. 21. september 2018 17:16
Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. 19. september 2018 07:00
Laugavegur og Bankastræti göngugötur allt árið um kring Borgarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Hildur Björnsdóttir eru sammála um að breytingin sé til góðs. 4. september 2018 17:33
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent