Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2019 13:30 Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu. Borgarfulltrúar í minnihlutanum í borginni hafa gagnrýnt þann kostnað sem er áætlaður í að fari í verkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk Vogabyggð. Í dómnefnd um verkið voru skipuð þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, formaður dómnefndar, Signý Pálsdóttir, fv. skrifstofustjóri menningarmála, og Ólöf Nordal, Baldur Geir Bragason og Ragnhildur Stefánsdóttir, myndlistarmenn.Kostnaðurinn við verkið Áætlaður kostnaður við uppsetningu og höfundarlaun verksins eru 140 milljónir króna sem er sú upphæð sem ákveðið var árið 2015 að færi í útilistaverk á svæðinu. Þar af fær listamaðurinn tæpar fimmtán milljónir af heildarupphæðinni í sinn hlut í höfundarlaun, uppsetningu og eftirfylgni með verkinu að sögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur en safnið hefur umsjón með listaverkum í Reykjavík og stóð fyrir samkeppninni um listaverkið. Sundurliðaður kostnaður við PálmatréSamkvæmt kostnaðaáætlun sem fréttastofa hefur er gert ráð fyrir að pálmatrén í verkinu kosti um eina komma fimm milljónir króna. Gróðurhúsin utan um þau kosti ríflega áttatíu og fimm milljónir króna og undirlag um eina komma tvær milljónir. Tæknibúnaður kosti rúmlega níu milljónir og skipulagskostnaður þ.á.m. þóknun arkitekta kosti um tuttugu og eina komma fimm milljónir króna. Áætlunin var gerð á þeim tíma sem samkeppnin var auglýst og er miðuð við gengi krónunnar þann 25. maí 2018 þegar ein evra jafngilti 123,85 krónum. Gengið hefur hins vegar lækkað og í dag kostar ein evra 137 krónur. Ekki dýrt útilistaverk Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri segir verkið ekki of dýrt. „Nei ég held að þetta sé ekki dýrt verk. Hins vegar held ég að við séum að fá mikið fyrir þessa fjárfestingu. Þetta er bara raunhæft verð og raunhæfur útreikningur á því hvað listaverk í almenningsrými kostar. Ég held að gildi útilistaverka sé ótvírætt,“ segir Ólöf. Hún segir gagnrýni á að verkið heilbrigða en bendir á að greitt sé fyrir verkið með innviðagjöldum frá lóðahöfum. „Það er heilbrigt að tala um hlutina en sú gagnrýni að verið sé að borga 140 milljónir fyrir tvö pálmatré er fullmikil einföldun. Það má líkja því við að kaupa sér bíl uppá milljón og einungis sé verið að greiða fyrir fjögur dekk. Þetta er miklu flóknara fyrirbæri en tvö pálmatré. Þessum verkum er ætlað að virkja svæðið og vera jákvætt innlegg í umhverfið,“ segir Ólöf. Hún bætir við að lýsingin í verkinu sé svipuð og svokölluð skammdegisljós og eigi því hafa heilandi áhrif á umhverfið.Lóðahafar greiða fyrir listaverk Í upplýsingum frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgin fái um fimm milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar í Vogabyggð. Þau verði notuð til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk. Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Borgarfulltrúar í minnihlutanum í borginni hafa gagnrýnt þann kostnað sem er áætlaður í að fari í verkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk Vogabyggð. Í dómnefnd um verkið voru skipuð þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, formaður dómnefndar, Signý Pálsdóttir, fv. skrifstofustjóri menningarmála, og Ólöf Nordal, Baldur Geir Bragason og Ragnhildur Stefánsdóttir, myndlistarmenn.Kostnaðurinn við verkið Áætlaður kostnaður við uppsetningu og höfundarlaun verksins eru 140 milljónir króna sem er sú upphæð sem ákveðið var árið 2015 að færi í útilistaverk á svæðinu. Þar af fær listamaðurinn tæpar fimmtán milljónir af heildarupphæðinni í sinn hlut í höfundarlaun, uppsetningu og eftirfylgni með verkinu að sögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur en safnið hefur umsjón með listaverkum í Reykjavík og stóð fyrir samkeppninni um listaverkið. Sundurliðaður kostnaður við PálmatréSamkvæmt kostnaðaáætlun sem fréttastofa hefur er gert ráð fyrir að pálmatrén í verkinu kosti um eina komma fimm milljónir króna. Gróðurhúsin utan um þau kosti ríflega áttatíu og fimm milljónir króna og undirlag um eina komma tvær milljónir. Tæknibúnaður kosti rúmlega níu milljónir og skipulagskostnaður þ.á.m. þóknun arkitekta kosti um tuttugu og eina komma fimm milljónir króna. Áætlunin var gerð á þeim tíma sem samkeppnin var auglýst og er miðuð við gengi krónunnar þann 25. maí 2018 þegar ein evra jafngilti 123,85 krónum. Gengið hefur hins vegar lækkað og í dag kostar ein evra 137 krónur. Ekki dýrt útilistaverk Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri segir verkið ekki of dýrt. „Nei ég held að þetta sé ekki dýrt verk. Hins vegar held ég að við séum að fá mikið fyrir þessa fjárfestingu. Þetta er bara raunhæft verð og raunhæfur útreikningur á því hvað listaverk í almenningsrými kostar. Ég held að gildi útilistaverka sé ótvírætt,“ segir Ólöf. Hún segir gagnrýni á að verkið heilbrigða en bendir á að greitt sé fyrir verkið með innviðagjöldum frá lóðahöfum. „Það er heilbrigt að tala um hlutina en sú gagnrýni að verið sé að borga 140 milljónir fyrir tvö pálmatré er fullmikil einföldun. Það má líkja því við að kaupa sér bíl uppá milljón og einungis sé verið að greiða fyrir fjögur dekk. Þetta er miklu flóknara fyrirbæri en tvö pálmatré. Þessum verkum er ætlað að virkja svæðið og vera jákvætt innlegg í umhverfið,“ segir Ólöf. Hún bætir við að lýsingin í verkinu sé svipuð og svokölluð skammdegisljós og eigi því hafa heilandi áhrif á umhverfið.Lóðahafar greiða fyrir listaverk Í upplýsingum frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgin fái um fimm milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar í Vogabyggð. Þau verði notuð til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk.
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira