Búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 12:29 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Andri Marinó Það væri einfaldara fyrir Ísland ef Bretar verða búnir að ná samningi við Evróðusambandið áður en þeir ganga úr sambandinu að sögn utanríkisráðherra. Hann segir íslensk stjórnvöld hafa reynt að búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi en enn ríkir mikil óvissa um það hvernig útgöngunni verður háttað og hvort samningar náist fyrir þann tíma. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem er uppi enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst binda vonir við að samningar náist áður en að útgöngunni kemur. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi, en ef þeir fara án samnings þá reynum við að búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf,“ segir Guðlaugur Þór. „En sumt er auðvitað í þessu sem að við ráðum auðvitað ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands. Við höfum hins vegar frá fyrsta degi lagt á það áherslu í viðræðum við báða aðila að það muni enginn hagnast á viðskiptahindrunum í álfunni og hvetjum menn til þess að það verði alls ekki.“ Hann segir stjórnvöld hafa hafið undirbúning strax og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna lágu fyrir sumarið 2016. Fyrir liggur meðal annars skýrsla utanríkisráðuneytisins síðan í nóvember 2017 um hagsmuni Íslands vegna Brexit. „Við höfum gengið frá því sem snýr að loftferðamálunum, við höfum gengið frá því sem snýr að réttindum borgaranna og nú erum við að vinna að því með Bretum að ganga frá því sem snýr að vöruviðskiptunum. Þannig að við erum að reyna að ganga þannig fram að þetta hafi sem allra minnst áhrif, því þetta eru tvenns konar áhrif, annars vegar skammtíma og hins vegar langtíma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Það væri einfaldara fyrir Ísland ef Bretar verða búnir að ná samningi við Evróðusambandið áður en þeir ganga úr sambandinu að sögn utanríkisráðherra. Hann segir íslensk stjórnvöld hafa reynt að búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi en enn ríkir mikil óvissa um það hvernig útgöngunni verður háttað og hvort samningar náist fyrir þann tíma. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem er uppi enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst binda vonir við að samningar náist áður en að útgöngunni kemur. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi, en ef þeir fara án samnings þá reynum við að búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf,“ segir Guðlaugur Þór. „En sumt er auðvitað í þessu sem að við ráðum auðvitað ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands. Við höfum hins vegar frá fyrsta degi lagt á það áherslu í viðræðum við báða aðila að það muni enginn hagnast á viðskiptahindrunum í álfunni og hvetjum menn til þess að það verði alls ekki.“ Hann segir stjórnvöld hafa hafið undirbúning strax og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna lágu fyrir sumarið 2016. Fyrir liggur meðal annars skýrsla utanríkisráðuneytisins síðan í nóvember 2017 um hagsmuni Íslands vegna Brexit. „Við höfum gengið frá því sem snýr að loftferðamálunum, við höfum gengið frá því sem snýr að réttindum borgaranna og nú erum við að vinna að því með Bretum að ganga frá því sem snýr að vöruviðskiptunum. Þannig að við erum að reyna að ganga þannig fram að þetta hafi sem allra minnst áhrif, því þetta eru tvenns konar áhrif, annars vegar skammtíma og hins vegar langtíma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira