Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 07:30 Vindaspáin í fyrramálið er ekki beint góð. veðurstofa íslands Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. Þannig mun gul viðvörun taka gildi á Suðurlandi klukkan átta í kvöld og er hún í gildi til miðnættis að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Spáð er austan stormi, 18 til 23 metrum á sekúndu, en hviður gæti náð 35 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum. Það gæti því verið varasamt að vera á ferð á þessum slóðum, ekki síst á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Á morgun er síðan gul viðvörun í gildi á Austurlandi að Glettingi, á Austfjörðum og á Suðausturlandi þar sem varað er við suðvestan roki með líkum á foktjóni og hættulegum akstursskilyrðum. Mismunandi er hvenær viðvörunin tekur gildi og hversu lengi hún varir en í öllum þessum landshlutum er spáð suðvestan stormi eða roki, 18 til 25 metrum á sekúndu. Líklega mun hann slá í ofsaveður með 25 til 30 metrum á sekúndu auk þess sem því er spáð að hviður nái yfir 50 metrum á sekúndu á stöku stað. Rétt er að geta þess að ennþá er smá óvissa varðand það hve kröpp lægðin verður og hvernig braut hennar mun liggja. Viðvaranir á vef Veðurstofunnar verða því uppfærðar eftir því sem nýjar upplýsingar berast og ætti fólk að fylgjast vel með.Veðurhorfur á landinu:Suðaustan 10-18 í dag, en hægari um landið A-vert. Rigning um tíma V-lands, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 10 stig. Gengur í austan og suðaustan hvassviðri eða storm með rigningu í kvöld. Snýst í suðvestan 23-30 seint í nótt og fyrramálið, en mun hægari á Vestfjörðum. Fer að lægja síðdegis V-til og um kvöldið A-lands. Skúrir eða él og kólnandi veður.Á þriðjudag:Suðvestan 20-28 og rigning eða slydda, en talsvert hægari NV-til á landinu. Hiti 1 til 8 stig. Minnkandi vestanátt um kvöldið.Á miðvikudag:Hæg sunnanátt, skýjað og dálítil væta SV- og V-lands, annars þurrt og bjart veður. Hiti 1 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum á N- og A-landi.Á fimmtudag:Suðaustan 5-10, en austan 10-15 við S-ströndina. Dálítil rigning, en þurrt norðan heiða. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Allhvöss suðaustanátt og rigning, einkum S-lands og á Austfjörðum. Hiti 3 til 8 stig. Veður Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. Þannig mun gul viðvörun taka gildi á Suðurlandi klukkan átta í kvöld og er hún í gildi til miðnættis að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Spáð er austan stormi, 18 til 23 metrum á sekúndu, en hviður gæti náð 35 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum. Það gæti því verið varasamt að vera á ferð á þessum slóðum, ekki síst á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Á morgun er síðan gul viðvörun í gildi á Austurlandi að Glettingi, á Austfjörðum og á Suðausturlandi þar sem varað er við suðvestan roki með líkum á foktjóni og hættulegum akstursskilyrðum. Mismunandi er hvenær viðvörunin tekur gildi og hversu lengi hún varir en í öllum þessum landshlutum er spáð suðvestan stormi eða roki, 18 til 25 metrum á sekúndu. Líklega mun hann slá í ofsaveður með 25 til 30 metrum á sekúndu auk þess sem því er spáð að hviður nái yfir 50 metrum á sekúndu á stöku stað. Rétt er að geta þess að ennþá er smá óvissa varðand það hve kröpp lægðin verður og hvernig braut hennar mun liggja. Viðvaranir á vef Veðurstofunnar verða því uppfærðar eftir því sem nýjar upplýsingar berast og ætti fólk að fylgjast vel með.Veðurhorfur á landinu:Suðaustan 10-18 í dag, en hægari um landið A-vert. Rigning um tíma V-lands, annars úrkomulítið. Hiti 2 til 10 stig. Gengur í austan og suðaustan hvassviðri eða storm með rigningu í kvöld. Snýst í suðvestan 23-30 seint í nótt og fyrramálið, en mun hægari á Vestfjörðum. Fer að lægja síðdegis V-til og um kvöldið A-lands. Skúrir eða él og kólnandi veður.Á þriðjudag:Suðvestan 20-28 og rigning eða slydda, en talsvert hægari NV-til á landinu. Hiti 1 til 8 stig. Minnkandi vestanátt um kvöldið.Á miðvikudag:Hæg sunnanátt, skýjað og dálítil væta SV- og V-lands, annars þurrt og bjart veður. Hiti 1 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum á N- og A-landi.Á fimmtudag:Suðaustan 5-10, en austan 10-15 við S-ströndina. Dálítil rigning, en þurrt norðan heiða. Hiti breytist lítið.Á föstudag:Allhvöss suðaustanátt og rigning, einkum S-lands og á Austfjörðum. Hiti 3 til 8 stig.
Veður Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira