TikTok slær í gegn en er notað til eineltis Ari Brynjólfsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Smáforritið TikTok hefur slegið í gegn víða um heim. Vísir/Getty Nýtt smáforrit hefur gert vart við sig í grunnskólum landsins og dæmi eru um að það sé notað til að leggja börn í einelti. Forritið er kínverskt og heitir TikTok. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir smáforritið ekki einskorðast við íslenska skóla og rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna. „Ef það er eitthvað misgott í gangi í hópum þá er þetta ein leið til að halda áfram að vera með neikvæð samskipti.“Hér má sjá TikTok í notkun.Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ segir Kári um TikTok. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var. „Það er ekki lengur jafn áþreifanlegt, það fer nú að miklu leyti fram í gegnum samfélagsmiðlana. Oft inni í lokuðum hópum þar sem ýmiss konar viðbjóður grasserar.“ Hrefna segir mikilvægt að kenna börnum gagnrýna hugsun og að setja sig í spor annarra. „Það er mikilvægt fyrir foreldra að vita hvaða öpp eru í gangi og hvað er hægt að gera með þeim. Besta leiðin til þess er að prófa sjálfur. Appið er ekki vandamálið, það er hegðunin. Það kemur alltaf nýtt app og því farsælast að reyna að komast fyrir rót vandans.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Nýtt smáforrit hefur gert vart við sig í grunnskólum landsins og dæmi eru um að það sé notað til að leggja börn í einelti. Forritið er kínverskt og heitir TikTok. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir smáforritið ekki einskorðast við íslenska skóla og rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna. „Ef það er eitthvað misgott í gangi í hópum þá er þetta ein leið til að halda áfram að vera með neikvæð samskipti.“Hér má sjá TikTok í notkun.Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ segir Kári um TikTok. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var. „Það er ekki lengur jafn áþreifanlegt, það fer nú að miklu leyti fram í gegnum samfélagsmiðlana. Oft inni í lokuðum hópum þar sem ýmiss konar viðbjóður grasserar.“ Hrefna segir mikilvægt að kenna börnum gagnrýna hugsun og að setja sig í spor annarra. „Það er mikilvægt fyrir foreldra að vita hvaða öpp eru í gangi og hvað er hægt að gera með þeim. Besta leiðin til þess er að prófa sjálfur. Appið er ekki vandamálið, það er hegðunin. Það kemur alltaf nýtt app og því farsælast að reyna að komast fyrir rót vandans.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira