Áætlað er að framkvæmdir við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli hefjist á næsta ári Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2019 20:00 Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli. Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna segir að afstaða forsætisráðherra til hernaðaruppbyggingar þurfi að birtast í verki en honum þykir óafsakanlegt að Alþingi hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar verði færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna öryggis- og varnarmál frá 2016. Felst það í uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu, en það er uppfærsla ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG, gagnrýnir áformin harðlega í pistli sem hann birti á vef sínum í fyrradag. Þar segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. „Þetta er í beinni andstöðu við allt sem sá flokkur hefur boðað fráþví hann var stofnaður árið 1999 þannig þetta væri algjör U-beygja,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG. Varaformaður Utanríkismálanefndar tók undir meðÖgmundi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði það bagalegt að slíkt færi fram á vakt VG í ríkisstjórn. Þá segir Ögmundur að afstaða forsætisráðherra til Atlantshafsbandalagsins og hernaðaruppbggingar þurfi að sjást í verki. „Afstaðan verður að birtast í verki og verkin hljóta að vera áþann veg að vinda ofan af þeirri þróun sem nú virðist vera boðuð, verður að vinda ofan af þessum ákvörðunum,“ sagði Ögmundur. Þá kveðst Ögmundur óhress með að þingið hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. „Afleitt og óafsakanlegt,“ sagði Ögmundur. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næsta ári við varnartengd mannvirki á Keflavíkurflugvelli. Fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna segir að afstaða forsætisráðherra til hernaðaruppbyggingar þurfi að birtast í verki en honum þykir óafsakanlegt að Alþingi hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar verði færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar er um að ræða verkefni á vegum Bandaríkjahers, en þau eru meðal annars á grundvelli sameiginlegrar yfirlýsingar Íslands og Bandaríkjanna öryggis- og varnarmál frá 2016. Felst það í uppbyggingu á mannvirkjum, akstursbrautum og öðru tilheyrandi. Hins vegar er um að ræða framkvæmdir sem Atlantshafsbandalagið greiðir að hluta til eða fullu, en það er uppfærsla ratsjárkerfa hér á landi, endurnýjun mannvirkja og annað viðhald. Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG, gagnrýnir áformin harðlega í pistli sem hann birti á vef sínum í fyrradag. Þar segir hann það ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst ef Bandaríkjaher snýr aftur til Keflavíkur í boði hans gamla flokks, VG. „Þetta er í beinni andstöðu við allt sem sá flokkur hefur boðað fráþví hann var stofnaður árið 1999 þannig þetta væri algjör U-beygja,“ sagði Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður VG. Varaformaður Utanríkismálanefndar tók undir meðÖgmundi í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sagði það bagalegt að slíkt færi fram á vakt VG í ríkisstjórn. Þá segir Ögmundur að afstaða forsætisráðherra til Atlantshafsbandalagsins og hernaðaruppbggingar þurfi að sjást í verki. „Afstaðan verður að birtast í verki og verkin hljóta að vera áþann veg að vinda ofan af þeirri þróun sem nú virðist vera boðuð, verður að vinda ofan af þessum ákvörðunum,“ sagði Ögmundur. Þá kveðst Ögmundur óhress með að þingið hafi samþykkt að 300 milljónir af fyrirhuguðum framlögum til þróunaraðstoðar yrðu færðar í viðhald mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli. „Afleitt og óafsakanlegt,“ sagði Ögmundur. Samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu stendur til að framkvæmdir hefjist á næsta ári.
Keflavíkurflugvöllur NATO Utanríkismál Varnarmál Vinstri græn Tengdar fréttir Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29 „Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Segir bagalegt að uppbygging varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli fari fram á vakt VG í ríkisstjórn 29. júlí 2019 13:29
„Ömurlegra og alvarlegra en orð fá lýst“ snúi Bandaríkjaher aftur til landsins í boði VG Fyrrverandi ráðherra VG er ekki ánægður með aðgerðarleysi flokksins og vill að þingmenn VG taki afdráttarlausari afstöðu. 28. júlí 2019 14:03