Frumvarp um aukið eftirlit með barnaníðingum lagt fram í þriðja sinn Andri Eysteinsson skrifar 16. september 2019 19:45 Silja Dögg Gunnarsdóttir (B) fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Vísir/Vilhelm Frumvarp til lagabreytinga er varða eftirlit með dæmdum barnaníðingum hefur verið lagt fram í þriðja sinn. Flutningsmaður frumvarpsins er sem fyrr Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Á vef Alþingis segir að frumvarpið hafi áður verið flutt á 149., og 148. þingi. Silja Dögg ræddi frumvarpið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Frumvarpið felur í sér breytingar á Barnaverndarlögum auk breytinga á almennum hegningarlögum en auk Silju Daggar eru þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir flutningsmenn frumvarpsins.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Barnaverndarstofa fái auknar heimildir til eftirlits með þeim aðilum sem eru taldir í mikilli áhættu á að brjóta af sér aftur. Einnig fái Barnaverndarstofa heimildir til þess að miðla upplýsingum ef rík barnaverndarsjónarmið mæla með því,“ segir Silja Dögg sem bætir við að með lögunum ætti Barnaverndarstofa að fá upplýsingar um brotamenn, til dæmis um búsetu þeirra.Dómari ákveður hvernig eftirliti verði háttað Silja segir að hættan á að dæmdir brjóti af sér að nýju sé metin með áhættumati. „Áhættumatið gefur nokkuð góðar vísbendingar um hvort viðkomandi sé í áhættuhópi, minnihluti þeirra sem fá slíka dóma eru líklegir til þess að brjóta af sér aftur,“ sagði Silja Dögg. Aukið eftirlit samkvæmt frumvarpinu yrði fólgið í að fylgst yrði með internet- og samfélagsmiðlanotkun, hvort einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og annarra vímuefna einnig er mögulegt að beitt verði eftirliti við heimili og lagt verði bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega. Silja segir að það verði dómara að ákveða hvernig auknu eftirliti yrði háttað. Eftirlitið myndi fylgja dómnum og hefjist eftir að afplánun líkur. Falli brotamaður inn í áhættuhóp yrði fylgst með honum til lífstíðar. Silja segir frumvarpið ekki fela í sér að hægt verði að fletta upp hvort dæmdur barnaníðingur búi í næsta nágrenni. „Það á ekki að fara að hengja upp plaköt af mönnum til að hægt sé að grýta þá úti á götu, þetta snýst ekki um það,“ segir Silja.Ekki gengið jafnlangt og í Bretlandi Fyrirmynd frumvarpsins kemur frá Bretlandi en Silja segir ekki gengið jafn langt og þar. Tveir dómar hafi fallið um bresku útgáfuna hjá Mannréttindadómstól en í þeim var ekki haldið fram að kerfið bryti gegn Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Silja leggur nú frumvarpið fram í þriðja sinn, áður hefur frumvarpið ekki komist langt áfram í þinginu en Silja segir að í fyrra skiptið hafi frumvarpið verið lagt seint fram en kann ekki skýringar á ástæðum þess að það fékk ekki afgreiðslu í seinna skipið. Silja segist vongóð um að frumvarpið komist í gegn. „Ég vona að það myndist þverpólitískur stuðningur um frumvarpið og það fari í þingsal,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttur, þingkona Framsóknarflokksins í Reykjavík Síðdegis í dag.Heyra má viðtalið við Silju Dögg Gunnarsdóttur í Reykjavík síðdegis í dag í spilaranum hér að neðan. Alþingi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf. 28. mars 2018 21:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Frumvarp til lagabreytinga er varða eftirlit með dæmdum barnaníðingum hefur verið lagt fram í þriðja sinn. Flutningsmaður frumvarpsins er sem fyrr Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.Á vef Alþingis segir að frumvarpið hafi áður verið flutt á 149., og 148. þingi. Silja Dögg ræddi frumvarpið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Frumvarpið felur í sér breytingar á Barnaverndarlögum auk breytinga á almennum hegningarlögum en auk Silju Daggar eru þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Halla Signý Kristjánsdóttir flutningsmenn frumvarpsins.Sjá einnig: Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum „Barnaverndarstofa fái auknar heimildir til eftirlits með þeim aðilum sem eru taldir í mikilli áhættu á að brjóta af sér aftur. Einnig fái Barnaverndarstofa heimildir til þess að miðla upplýsingum ef rík barnaverndarsjónarmið mæla með því,“ segir Silja Dögg sem bætir við að með lögunum ætti Barnaverndarstofa að fá upplýsingar um brotamenn, til dæmis um búsetu þeirra.Dómari ákveður hvernig eftirliti verði háttað Silja segir að hættan á að dæmdir brjóti af sér að nýju sé metin með áhættumati. „Áhættumatið gefur nokkuð góðar vísbendingar um hvort viðkomandi sé í áhættuhópi, minnihluti þeirra sem fá slíka dóma eru líklegir til þess að brjóta af sér aftur,“ sagði Silja Dögg. Aukið eftirlit samkvæmt frumvarpinu yrði fólgið í að fylgst yrði með internet- og samfélagsmiðlanotkun, hvort einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og annarra vímuefna einnig er mögulegt að beitt verði eftirliti við heimili og lagt verði bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega. Silja segir að það verði dómara að ákveða hvernig auknu eftirliti yrði háttað. Eftirlitið myndi fylgja dómnum og hefjist eftir að afplánun líkur. Falli brotamaður inn í áhættuhóp yrði fylgst með honum til lífstíðar. Silja segir frumvarpið ekki fela í sér að hægt verði að fletta upp hvort dæmdur barnaníðingur búi í næsta nágrenni. „Það á ekki að fara að hengja upp plaköt af mönnum til að hægt sé að grýta þá úti á götu, þetta snýst ekki um það,“ segir Silja.Ekki gengið jafnlangt og í Bretlandi Fyrirmynd frumvarpsins kemur frá Bretlandi en Silja segir ekki gengið jafn langt og þar. Tveir dómar hafi fallið um bresku útgáfuna hjá Mannréttindadómstól en í þeim var ekki haldið fram að kerfið bryti gegn Mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Silja leggur nú frumvarpið fram í þriðja sinn, áður hefur frumvarpið ekki komist langt áfram í þinginu en Silja segir að í fyrra skiptið hafi frumvarpið verið lagt seint fram en kann ekki skýringar á ástæðum þess að það fékk ekki afgreiðslu í seinna skipið. Silja segist vongóð um að frumvarpið komist í gegn. „Ég vona að það myndist þverpólitískur stuðningur um frumvarpið og það fari í þingsal,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttur, þingkona Framsóknarflokksins í Reykjavík Síðdegis í dag.Heyra má viðtalið við Silju Dögg Gunnarsdóttur í Reykjavík síðdegis í dag í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00 Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf. 28. mars 2018 21:00 Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Stofnanir geti deilt vitneskju um níðinga Fagfólk kallar eftir því að skýrari rammi sé settur um samráð milli stofnana um einstaklinga sem hætta er talin á að brjóti gegn börnum. Þingmaður Framsóknar leggur fram frumvarp sem tekur á þessu og leggur til lagabreytingar svo barnaníðingar sæti sérstöku mati. 28. mars 2018 07:00
Segir Barnaverndarstofu reiðubúna í eftirlit með barnaníðingum Forstjóri Barnaverndarstofu fagnar frumvarpi um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf. 28. mars 2018 21:00
Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Flutningsmaður frumvarpsins segir mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. 27. mars 2018 18:30