Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2019 13:34 Sýnt var beint frá flugtakinu á Vísi í morgun. Kvikmyndatökumaðurinn Arnar Halldórsson sést hér mynda vélina í flugtaksbruninu en myndskeið hans má sjá hér fyrir neðan. Meira verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/KMU. Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.Sjá einnig frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í mars Tilgangurinn er að forða þeim frá íslenskum vetrarveðrum og ferja þær til geymslu í hentugra loftslagi þar til flugmálayfirvöld aflétta kyrrsetningunni.MAX-þotan Mývatn í flugtaksbruninu í morgun.Vísir/KMU.Fyrri vélin, sem ber heitið Mývatn, hóf sig til flugs skömmu eftir klukkan níu. Til stóð á seinni vélin, Búlandstindur, færi í loftið fimmtán mínútum síðar en brottför hennar tafðist í rúmar tvær stundir, til klukkan hálftólf. Fyrri vélin var á sama tíma komin í aðflug að Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem hún lenti um fimmtán mínútum fyrir tólf. Þar var gert ráð fyrir 45 mínútna eldsneytisstoppi áður en för yrði haldið áfram til Lleida-flugvallar í Katalóníu, um 160 kílómetra norðvestur af Barcelona.MAX-vélarnar tvær við flugskýli Icelandair við sólarupprás í morgun. Mývatn er fjær en Búlandstindur nær.Vísir/KMU.Undir venjulegum kringumstæðum hefði ekki þurft slíka milliendingu. Flug vélanna er hins vegar háð margvíslegum takmörkunum, eins og lægri flughæð og minni flughraða en venjulega, sem eykur verulega eldsneytiseyðslu. Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson fljúga Mývatni en Búlandstindi fljúga þeir Kári Kárason og Franz Ploder. Nánar verður fjallað um flug MAX-vélanna í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Hér má sjá flugtak Mývatns í morgun: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.Sjá einnig frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í mars Tilgangurinn er að forða þeim frá íslenskum vetrarveðrum og ferja þær til geymslu í hentugra loftslagi þar til flugmálayfirvöld aflétta kyrrsetningunni.MAX-þotan Mývatn í flugtaksbruninu í morgun.Vísir/KMU.Fyrri vélin, sem ber heitið Mývatn, hóf sig til flugs skömmu eftir klukkan níu. Til stóð á seinni vélin, Búlandstindur, færi í loftið fimmtán mínútum síðar en brottför hennar tafðist í rúmar tvær stundir, til klukkan hálftólf. Fyrri vélin var á sama tíma komin í aðflug að Shannon-flugvelli á Írlandi þar sem hún lenti um fimmtán mínútum fyrir tólf. Þar var gert ráð fyrir 45 mínútna eldsneytisstoppi áður en för yrði haldið áfram til Lleida-flugvallar í Katalóníu, um 160 kílómetra norðvestur af Barcelona.MAX-vélarnar tvær við flugskýli Icelandair við sólarupprás í morgun. Mývatn er fjær en Búlandstindur nær.Vísir/KMU.Undir venjulegum kringumstæðum hefði ekki þurft slíka milliendingu. Flug vélanna er hins vegar háð margvíslegum takmörkunum, eins og lægri flughæð og minni flughraða en venjulega, sem eykur verulega eldsneytiseyðslu. Flugstjórarnir Þórarinn Hjálmarsson og Guðjón S. Guðmundsson fljúga Mývatni en Búlandstindi fljúga þeir Kári Kárason og Franz Ploder. Nánar verður fjallað um flug MAX-vélanna í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Hér má sjá flugtak Mývatns í morgun:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00 Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft. 11. október 2019 21:00
Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar. 11. október 2019 08:00