Skora á stjórnvöld að hætta að urða sorp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2019 10:05 Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, er talsmaður átaksins. fréttablaðið/eyþór Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. Átakið verður í gangi út septembermánuð og í lok þess verður áskorun og listi með þeim undirskriftum sem safnast hafa afhentur stjórnvöldum. Í tilkynningu segir að búið sé að opna nýjan vef, finnumlausnir.is, þar sem fólk getur kynnt sér málið og skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að banna urðun sorps. „Hér á landi eru á hverju ári urðuð nálægt 220 þúsund tonn af sorpi. Um er að ræða gríðarlegt vandamál sem Íslendingum ber skylda að finna lausn á og stöðva. Urðun í slíku magni hefur slæm áhrif á jarðgæði og loftgæði og er í eðli sínu slæm nýting á takmörkuðum auðlindum jarðarinnar. Sorp getur verið margar aldir að brotna niður. Á vefnum finnumlausnir.is er að finna margvíslegar upplýsingar um neikvæð áhrif urðunar sorps og mögulegar lausnir á vandamálinu,“ segir í tilkynningu. Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, er talsmaður átaksins og Íslenska gámafélagið leiðir átakið. Með því vill fyrirtækið stuðla að skilvirkari og umhverfisvænni leiðum við endurvinnslu og förgun, þar sem verði hætt að líta á rusl sem úrgang heldur fremur hráefni sem má nýta. Rætt var við Halldóru í Bítinu á Bylgjunni í morgun um átakið og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í tilkynningu er svo haft eftir henni að ekki sé hægt að finna lausnir nema byrjað sé að leita að þeim. „Fyrsta skrefið er að ákveða að núverandi ástand geti ekki varað lengur. Staðreyndin er að nú þegar eru þær lausnir til staðar sem duga til að stöðva urðun alfarið á skömmum tíma. Við viljum gefa fólki færi á að senda stjórnvöldum skýr skilaboð um að líta beri á sorp sem auðlind, ekki vandamál. Með réttu hugarfari finnum við lausnir sem henta hverju sinni. Og með samstilltu átaki getum við hvatt stjórnvöld til að stöðva urðun.“ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Hleypt hefur verið af stokkunum átakinu Hættum að urða - finnum lausnir en með átakinu er kastljósinu beint að ókostum urðunar og almenningur hvattur til þess að þrýsta á stjórnvöld um að hætta urðun á sorpi. Átakið verður í gangi út septembermánuð og í lok þess verður áskorun og listi með þeim undirskriftum sem safnast hafa afhentur stjórnvöldum. Í tilkynningu segir að búið sé að opna nýjan vef, finnumlausnir.is, þar sem fólk getur kynnt sér málið og skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að banna urðun sorps. „Hér á landi eru á hverju ári urðuð nálægt 220 þúsund tonn af sorpi. Um er að ræða gríðarlegt vandamál sem Íslendingum ber skylda að finna lausn á og stöðva. Urðun í slíku magni hefur slæm áhrif á jarðgæði og loftgæði og er í eðli sínu slæm nýting á takmörkuðum auðlindum jarðarinnar. Sorp getur verið margar aldir að brotna niður. Á vefnum finnumlausnir.is er að finna margvíslegar upplýsingar um neikvæð áhrif urðunar sorps og mögulegar lausnir á vandamálinu,“ segir í tilkynningu. Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, er talsmaður átaksins og Íslenska gámafélagið leiðir átakið. Með því vill fyrirtækið stuðla að skilvirkari og umhverfisvænni leiðum við endurvinnslu og förgun, þar sem verði hætt að líta á rusl sem úrgang heldur fremur hráefni sem má nýta. Rætt var við Halldóru í Bítinu á Bylgjunni í morgun um átakið og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Í tilkynningu er svo haft eftir henni að ekki sé hægt að finna lausnir nema byrjað sé að leita að þeim. „Fyrsta skrefið er að ákveða að núverandi ástand geti ekki varað lengur. Staðreyndin er að nú þegar eru þær lausnir til staðar sem duga til að stöðva urðun alfarið á skömmum tíma. Við viljum gefa fólki færi á að senda stjórnvöldum skýr skilaboð um að líta beri á sorp sem auðlind, ekki vandamál. Með réttu hugarfari finnum við lausnir sem henta hverju sinni. Og með samstilltu átaki getum við hvatt stjórnvöld til að stöðva urðun.“
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira