Fleiri börn í vanda í ár Ari Brynjólfsson skrifar 9. september 2019 07:15 Í síðustu viku var hleypt af stokkunum þjóðarátakinu Á allra vörum. Að þessu sinni á að styrkja forvarnar- og fræðsluátakið Eitt líf. fréttablaðið/sigtryggur ari „Til þessa hefur símtölum frá foreldrum barna sem eru að byrja í neyslu fækkað á sumrin en ekki núna. Við munum varla eftir öðru eins sumri í þau 33 ár sem við höfum starfað,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss – Vímulausrar æsku. Mynstrið er iðulega þannig að upp kemst um neyslu ungmenna þegar skólarnir hefjast á ný. Merkja þær Berglind og Guðrún B. Ágústsdóttir ráðgjafi aukningu núna í september frá fyrri árum. „Það vantar alltaf fjármagn í þennan málaf lokk, þá má ekki gleyma landsbyggðinni þar sem minni hjálp er að fá,“ segir Berglind. Foreldrahús – Vímulaus æska er sjálft að hleypa af stað fjáröf lun fyrir nýju húsnæði og f leira starfs-fólki. Í síðustu viku var hleypt af stokkunum þjóðarátakinu Á allra vörum. Að þessu sinni á að styrkja forvarnar- og fræðsluátakið Eitt líf. Samhliða því var frumsýnd áhrifamikil auglýsing til að vekja fólk til umhugsunar um lyfjamisnotkun ungmenna. Alls létust 39 manns vegna lyfjamisnotkunar í fyrra.Berglind fagnar öllu sem vekur athygli á þessum vanda. „Við þekkjum þennan vanda vel. Það sem við rekumst oft á er að þau halda að þau viti alveg hvað þau eru að gera,“ segir Berglind. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi varann á þegar kemur að lyfjum. „Læsið þau inni. Ekki hafa þau uppi í hillu þar sem unglingar eða vinir þeirra geta náð í þau,“ segir Guðrún. „Það eru ljót dæmi um að ungmenni hafi jafnvel tekið inn hjartalyf því þau hafa ruglast á þeim og öðrum. Líka dæmi um að þrettán ára hafi prófað fentanýl hjá krabbameinsveikum fjölskyldumeðlim.“ Þær ítreka að börnin sem um sé að ræða séu ekki þau sem kalla má vandræðaunglinga. „Þau koma ekki endilega frá fátækum heimilum eða foreldrum sem sinna þeim ekki. Oft tala foreldrarnir einmitt um að þau séu í íþróttum, eigi marga vini og haf i gengið vel í skólanum,“ segir Guðrún. Berglind segir að það séu nokkur merki sem foreldrar eigi helst að hafa í huga. Börnin mæta verr í skólann, koma síður heim í kvöldmat og geta illa gert grein fyrir fjárútlátum. „Ef unglingurinn er kominn með nýja vini í einhverju allt öðru hverfi og finnst það ekkert tiltökumál að taka strætó í 45 mínútur til að hitta einhverja sem þú hefur ekki hitt, þá er ástæða til að kanna hvort það geti verið eitthvað meira í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Sjá meira
„Til þessa hefur símtölum frá foreldrum barna sem eru að byrja í neyslu fækkað á sumrin en ekki núna. Við munum varla eftir öðru eins sumri í þau 33 ár sem við höfum starfað,“ segir Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss – Vímulausrar æsku. Mynstrið er iðulega þannig að upp kemst um neyslu ungmenna þegar skólarnir hefjast á ný. Merkja þær Berglind og Guðrún B. Ágústsdóttir ráðgjafi aukningu núna í september frá fyrri árum. „Það vantar alltaf fjármagn í þennan málaf lokk, þá má ekki gleyma landsbyggðinni þar sem minni hjálp er að fá,“ segir Berglind. Foreldrahús – Vímulaus æska er sjálft að hleypa af stað fjáröf lun fyrir nýju húsnæði og f leira starfs-fólki. Í síðustu viku var hleypt af stokkunum þjóðarátakinu Á allra vörum. Að þessu sinni á að styrkja forvarnar- og fræðsluátakið Eitt líf. Samhliða því var frumsýnd áhrifamikil auglýsing til að vekja fólk til umhugsunar um lyfjamisnotkun ungmenna. Alls létust 39 manns vegna lyfjamisnotkunar í fyrra.Berglind fagnar öllu sem vekur athygli á þessum vanda. „Við þekkjum þennan vanda vel. Það sem við rekumst oft á er að þau halda að þau viti alveg hvað þau eru að gera,“ segir Berglind. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi varann á þegar kemur að lyfjum. „Læsið þau inni. Ekki hafa þau uppi í hillu þar sem unglingar eða vinir þeirra geta náð í þau,“ segir Guðrún. „Það eru ljót dæmi um að ungmenni hafi jafnvel tekið inn hjartalyf því þau hafa ruglast á þeim og öðrum. Líka dæmi um að þrettán ára hafi prófað fentanýl hjá krabbameinsveikum fjölskyldumeðlim.“ Þær ítreka að börnin sem um sé að ræða séu ekki þau sem kalla má vandræðaunglinga. „Þau koma ekki endilega frá fátækum heimilum eða foreldrum sem sinna þeim ekki. Oft tala foreldrarnir einmitt um að þau séu í íþróttum, eigi marga vini og haf i gengið vel í skólanum,“ segir Guðrún. Berglind segir að það séu nokkur merki sem foreldrar eigi helst að hafa í huga. Börnin mæta verr í skólann, koma síður heim í kvöldmat og geta illa gert grein fyrir fjárútlátum. „Ef unglingurinn er kominn með nýja vini í einhverju allt öðru hverfi og finnst það ekkert tiltökumál að taka strætó í 45 mínútur til að hitta einhverja sem þú hefur ekki hitt, þá er ástæða til að kanna hvort það geti verið eitthvað meira í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Sjá meira