Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. maí 2019 10:24 Hæstiréttur FBL/GVA Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem felldar voru niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. Íslenska ríkið hafði áður verið sýknað af kröfum sveitarfélagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti en Hæstiréttur sneri í dag þeim dómum við.Greiðslur þær sem felldar voru niður voru svonefnd jöfnunarframlög er tengjast annars vegar tekjutapi vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og hins vegar vegna launakostnaðar sveitarfélaga af kennslu í grunnskólanum og annars kostnaðar. Ástæða þess að greiðslurnar voru felldar niður gagnvart Grímsnes- og Grafningshreppi var að heildarskatttekjur sveitarfélagsins af útsvari og fasteignaskatti á hvern íbúa, miðað við fullnýtingu þessara tekjustofna, voru á tilgreindum árum meira en 50 prósent umfram landsmeðaltal. Reglugerð þess efnis tók gildi árið 2012. Hæstiréttur klofnaði Þetta sætti sveitarfélagið sig ekki við og höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist sveitarfélagið að fá 234 milljónir, eða þeir greiðslur sem felldar voru niður á umræddu tímabili. Fjögur önnur sveitarfélög sættu niðurfellingu sömu jöfnunarframlaga af sömu ástæðum og hafa þau öll höfðað sambærilegt mál. Fjórir dómarar í málinum, meirihluti Hæstiréttar, komust að þeirri niðurstöðu í dag að ríkið hafi ekki haft heimild í lögum til þess að að fella niður greiðslurnar og að ekki væri nóg að byggja á reglugerð, eins og ríkið hafði gert. Því þarf ríkissjóður að greiða sveitarfélaginu fjárhæðina sem deilt var um, 234 millljónir. Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason skilaði hins vegar séráliti þar sem hann færði rök fyrir því að ríkið væri í raun ekki að draga úr heildargreiðslum til sveitarfélaga, heldur aðeins að ákvarða skiptingu á milli þeirra. Þannig hefði ríkið heimild til þess að skerða greiðslur úr jöfnunarsjóði ef sveitarfélög væri með tekjur verulega umfram landsmeðaltal. Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem felldar voru niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. Íslenska ríkið hafði áður verið sýknað af kröfum sveitarfélagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti en Hæstiréttur sneri í dag þeim dómum við.Greiðslur þær sem felldar voru niður voru svonefnd jöfnunarframlög er tengjast annars vegar tekjutapi vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og hins vegar vegna launakostnaðar sveitarfélaga af kennslu í grunnskólanum og annars kostnaðar. Ástæða þess að greiðslurnar voru felldar niður gagnvart Grímsnes- og Grafningshreppi var að heildarskatttekjur sveitarfélagsins af útsvari og fasteignaskatti á hvern íbúa, miðað við fullnýtingu þessara tekjustofna, voru á tilgreindum árum meira en 50 prósent umfram landsmeðaltal. Reglugerð þess efnis tók gildi árið 2012. Hæstiréttur klofnaði Þetta sætti sveitarfélagið sig ekki við og höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist sveitarfélagið að fá 234 milljónir, eða þeir greiðslur sem felldar voru niður á umræddu tímabili. Fjögur önnur sveitarfélög sættu niðurfellingu sömu jöfnunarframlaga af sömu ástæðum og hafa þau öll höfðað sambærilegt mál. Fjórir dómarar í málinum, meirihluti Hæstiréttar, komust að þeirri niðurstöðu í dag að ríkið hafi ekki haft heimild í lögum til þess að að fella niður greiðslurnar og að ekki væri nóg að byggja á reglugerð, eins og ríkið hafði gert. Því þarf ríkissjóður að greiða sveitarfélaginu fjárhæðina sem deilt var um, 234 millljónir. Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason skilaði hins vegar séráliti þar sem hann færði rök fyrir því að ríkið væri í raun ekki að draga úr heildargreiðslum til sveitarfélaga, heldur aðeins að ákvarða skiptingu á milli þeirra. Þannig hefði ríkið heimild til þess að skerða greiðslur úr jöfnunarsjóði ef sveitarfélög væri með tekjur verulega umfram landsmeðaltal.
Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira