Ríkið mun þurfa að greiða um 700 milljónir eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. maí 2019 11:30 Hæstiréttur vísir/vilhelm Íslenska ríkið mun þurfa að greiða fimm sveitarfélögum alls rúmlega 680 milljónir eftir dóm Hæstaréttar í máli Grímsness- og Grafningshrepps gegn ríkinu sem féll í dag. Fjögur önnur sveitarfélög höfðuðu sambærilegt mál.Ríkið var í dag dæmt til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir, auk vaxta, vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem felldar voru niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerð veitti ríkinu ekki fullnægjandi heimild til þess að fella niður greiðslurnar, breyta hefði þurft lögum.Sveitarfélögin fjögur sem einnig höfuðu sambærilegt mál eru Ásahreppur, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Fljótsdalshreppur.Í samtali við Vísi segir Óskar Sigurðsson lögmaður, sem fer með mál sveitarfélaganna fimm, að gert hafi verið samkomulag um að eitt mál yrði flutt og að niðurstaða þess myndi ráða hinum málunum fjórum.Höfuðstóllinn er 683 milljónir Reiknar Óskar því með að mál hinna sveitarfélaganna þurfi því ekki að fara fyrir dóm og að ríkið muni gera upp við sveitarfélögin eftir dóm Hæstaréttar. Hvalfjarðarsveit krafðist þess að fá 303,6 milljónir endurgreiddar, Ásahreppur krafðist þess að fá 69,3 milljónir endurgreiddar, Fljótsdalshreppur krafðist 40,4 milljóna og Skorradalshreppur 35,5 milljóna. Alls nema kröfur sveitarfélaganna fimm um 683 milljónum króna sem reikna má með að íslenska ríkið muni greiða eftir dóm Hæstaréttar, auk vaxta. Þá segir Óskar að sveitarfélögin muni einnig ganga eftir því að fá greiðslur vegna sambærilegra skerðinga fyrir tímabilið 2017-2019 og því muni enn bætast við þær fjárhæðir sem íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sveitarfélögunum. Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins.Vísir/Jón SigurðurHæstiréttur klofnaði Greiðslur þær sem felldar voru niður voru svonefnd jöfnunarframlög er tengjast annars vegar tekjutapi vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og hins vegar vegna launakostnaðar sveitarfélaga af kennslu í grunnskólanum og annars kostnaðar.Ástæða þess að greiðslurnar voru felldar niður gagnvart sveitarfélögunum var að heildarskatttekjur þeirra af útsvari og fasteignaskatti á hvern íbúa, miðað við fullnýtingu þessara tekjustofna, voru á tilgreindum árum meira en 50 prósent umfram landsmeðaltal. Reglugerð þess efnis tók gildi árið 2012.Íslenska ríkið hafði áður verið sýknað í máli Grímsnes- og Grafningshrepps í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti en Hæstiréttur sneri þeim dómum við í dag, á þeim grundvelli að breyta hefði þurft lögum til þess að heimila þær skerðingar sem sveitarfélagið varð fyrir, ekki hafi verið nóg að setja reglugerð þess efnis.Hæstiréttur klofnaði í málinu en Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason skilaði séráliti þar sem hann færði rök fyrir því að ríkið væri í raun ekki að draga úr heildargreiðslum til sveitarfélaga, heldur aðeins að ákvarða skiptingu á milli þeirra. Þannig hefði ríkið heimild til þess að skerða greiðslur úr jöfnunarsjóði ef sveitarfélög væri með tekjur verulega umfram landsmeðaltal. Ásahreppur Dómsmál Fljótsdalshreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Tengdar fréttir Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Íslenska ríkið mun þurfa að greiða fimm sveitarfélögum alls rúmlega 680 milljónir eftir dóm Hæstaréttar í máli Grímsness- og Grafningshrepps gegn ríkinu sem féll í dag. Fjögur önnur sveitarfélög höfðuðu sambærilegt mál.Ríkið var í dag dæmt til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir, auk vaxta, vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem felldar voru niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að reglugerð veitti ríkinu ekki fullnægjandi heimild til þess að fella niður greiðslurnar, breyta hefði þurft lögum.Sveitarfélögin fjögur sem einnig höfuðu sambærilegt mál eru Ásahreppur, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur og Fljótsdalshreppur.Í samtali við Vísi segir Óskar Sigurðsson lögmaður, sem fer með mál sveitarfélaganna fimm, að gert hafi verið samkomulag um að eitt mál yrði flutt og að niðurstaða þess myndi ráða hinum málunum fjórum.Höfuðstóllinn er 683 milljónir Reiknar Óskar því með að mál hinna sveitarfélaganna þurfi því ekki að fara fyrir dóm og að ríkið muni gera upp við sveitarfélögin eftir dóm Hæstaréttar. Hvalfjarðarsveit krafðist þess að fá 303,6 milljónir endurgreiddar, Ásahreppur krafðist þess að fá 69,3 milljónir endurgreiddar, Fljótsdalshreppur krafðist 40,4 milljóna og Skorradalshreppur 35,5 milljóna. Alls nema kröfur sveitarfélaganna fimm um 683 milljónum króna sem reikna má með að íslenska ríkið muni greiða eftir dóm Hæstaréttar, auk vaxta. Þá segir Óskar að sveitarfélögin muni einnig ganga eftir því að fá greiðslur vegna sambærilegra skerðinga fyrir tímabilið 2017-2019 og því muni enn bætast við þær fjárhæðir sem íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sveitarfélögunum. Í Skorradal má finna eina stærstu sumarhúsabyggð landsins.Vísir/Jón SigurðurHæstiréttur klofnaði Greiðslur þær sem felldar voru niður voru svonefnd jöfnunarframlög er tengjast annars vegar tekjutapi vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti og hins vegar vegna launakostnaðar sveitarfélaga af kennslu í grunnskólanum og annars kostnaðar.Ástæða þess að greiðslurnar voru felldar niður gagnvart sveitarfélögunum var að heildarskatttekjur þeirra af útsvari og fasteignaskatti á hvern íbúa, miðað við fullnýtingu þessara tekjustofna, voru á tilgreindum árum meira en 50 prósent umfram landsmeðaltal. Reglugerð þess efnis tók gildi árið 2012.Íslenska ríkið hafði áður verið sýknað í máli Grímsnes- og Grafningshrepps í Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti en Hæstiréttur sneri þeim dómum við í dag, á þeim grundvelli að breyta hefði þurft lögum til þess að heimila þær skerðingar sem sveitarfélagið varð fyrir, ekki hafi verið nóg að setja reglugerð þess efnis.Hæstiréttur klofnaði í málinu en Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason skilaði séráliti þar sem hann færði rök fyrir því að ríkið væri í raun ekki að draga úr heildargreiðslum til sveitarfélaga, heldur aðeins að ákvarða skiptingu á milli þeirra. Þannig hefði ríkið heimild til þess að skerða greiðslur úr jöfnunarsjóði ef sveitarfélög væri með tekjur verulega umfram landsmeðaltal.
Ásahreppur Dómsmál Fljótsdalshreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Hvalfjarðarsveit Skorradalshreppur Tengdar fréttir Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins. 14. maí 2019 10:24