Mun alltaf bera ör eftir árásina Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. janúar 2019 07:00 Árásin átti stað við hraðbanka Arionbanka í miðbæ Akureyrar. Héraðssaksóknari hefur ákært Sindra Brjánsson fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. Honum er gefið að sök að hafa ítrekað lagt til Elmars Sveinarssonar með stunguvopni, stungið hann bæði í höfuð og búk, sparkað og slegið í hann, með þeim afleiðingum að Elmar hlaut samtals tíu stungusár í andlit og líkama og tvö aðskilin höfuðkúpubrot. Elmar hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er á hægum batavegi eftir hina hrottalegu árás. „Hann mun náttúrulega alltaf bera ör eftir þetta og það mun taka hann langan tíma að vinna úr því sálræna áfalli sem hann varð fyrir við árásina," segir Guðmundur St. Ragnarsson, réttargæslumaður Elmars, en hann hefur lagt fram kröfu um rúmar 5,2 milljónir í skaðabætur úr hendi hins ákærða. Meðal stungusáranna sem Elmar hlaut er 7 til 8 sentimetra langur djúpur skurður aftan við vinstra kjálkabarð sem skar í sundur munnvatnskirtil, kjálkavöðva að hluta og olli slagæðablæðingu; annar 7 til 8 sentimetra langur, beinn og djúpur skurður um vinstra gagnauga í hársverði sem náði alveg inn að beini; nokkrir skurðir yfir kinnar og kinnbein á bilinu eins til fjögurra sentimetra langir, auk stungusára víðar um líkamann. Þá hlaut hann tvö aðskilin höfuðkúpubrot við árásina, sem fyrr segir. Samkvæmt heimildum blaðsins bar árásina að með þeim hætti að Sindri átti í útistöðum við fyrrverandi kærustu sína við hraðbanka í miðbæ Akureyrar, er Elmar bar þar að og leitaðist við að stilla til friðar eða skakka leikinn. Það hafi Sindra ekki líkað og ráðist á hann með fyrrgreindum afleiðingum. Sindri var horfinn af vettvangi þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði en hann var handtekinn nokkru síðar á heimili sínu og fannst blóðugur hnífur við húsleit hjá honum. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn vegna málsins og situr hann nú í gæsluvarðhaldi með vísan til almannahagsmuna á grundvelli úrskurðar sem rennur út 7. febrúar. Gera má ráð fyrir að konan sem varð vitni að árásinni verði á vitnalista ákæruvaldsins við aðalmeðferð málsins en auk þess hefur lögregla aflað gagna úr öryggismyndavélum sem sögð eru gefa glögga mynd af árásinni. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á fimmtudag og mun ákærði þá taka afstöðu til ákærunnar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Sindra Brjánsson fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. Honum er gefið að sök að hafa ítrekað lagt til Elmars Sveinarssonar með stunguvopni, stungið hann bæði í höfuð og búk, sparkað og slegið í hann, með þeim afleiðingum að Elmar hlaut samtals tíu stungusár í andlit og líkama og tvö aðskilin höfuðkúpubrot. Elmar hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er á hægum batavegi eftir hina hrottalegu árás. „Hann mun náttúrulega alltaf bera ör eftir þetta og það mun taka hann langan tíma að vinna úr því sálræna áfalli sem hann varð fyrir við árásina," segir Guðmundur St. Ragnarsson, réttargæslumaður Elmars, en hann hefur lagt fram kröfu um rúmar 5,2 milljónir í skaðabætur úr hendi hins ákærða. Meðal stungusáranna sem Elmar hlaut er 7 til 8 sentimetra langur djúpur skurður aftan við vinstra kjálkabarð sem skar í sundur munnvatnskirtil, kjálkavöðva að hluta og olli slagæðablæðingu; annar 7 til 8 sentimetra langur, beinn og djúpur skurður um vinstra gagnauga í hársverði sem náði alveg inn að beini; nokkrir skurðir yfir kinnar og kinnbein á bilinu eins til fjögurra sentimetra langir, auk stungusára víðar um líkamann. Þá hlaut hann tvö aðskilin höfuðkúpubrot við árásina, sem fyrr segir. Samkvæmt heimildum blaðsins bar árásina að með þeim hætti að Sindri átti í útistöðum við fyrrverandi kærustu sína við hraðbanka í miðbæ Akureyrar, er Elmar bar þar að og leitaðist við að stilla til friðar eða skakka leikinn. Það hafi Sindra ekki líkað og ráðist á hann með fyrrgreindum afleiðingum. Sindri var horfinn af vettvangi þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði en hann var handtekinn nokkru síðar á heimili sínu og fannst blóðugur hnífur við húsleit hjá honum. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn vegna málsins og situr hann nú í gæsluvarðhaldi með vísan til almannahagsmuna á grundvelli úrskurðar sem rennur út 7. febrúar. Gera má ráð fyrir að konan sem varð vitni að árásinni verði á vitnalista ákæruvaldsins við aðalmeðferð málsins en auk þess hefur lögregla aflað gagna úr öryggismyndavélum sem sögð eru gefa glögga mynd af árásinni. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á fimmtudag og mun ákærði þá taka afstöðu til ákærunnar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Sjá meira