Brunaboð höfðu borist öryggisfyrirtæki skömmu fyrir miðnætti en þegar öryggisverðir komu á vettvang var tilkynnt um að reykur væri í húsnæðinu.
Um svipað leyti fór rafmagn af í Njarðvík en á vef Landsnets kemur fram að útleysing hafi orðið í tveimur rofum á Fitjum út frá gagnaverinu, eða klukkan 23:33. Á sama tíma varð útleysing í tengivirki Landsnets á Ásbrú.
Ástæðan er sögð ókunn og lauk vinnu við að tengja almennt álag og Verne aftur við flutningskerfið skömmu fyrir miðnætti.
Í samtali við varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja, þegar klukkan var gengin hálf eitt, að þá sagði hann að slökkviliðsmenn væri enn á vettvangi. Líklegt væri að spennistöð hafi brunnið yfir og að sérfræðingur frá Landsneti væri á leið á vettvang.
