Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 19:01 Minnismerkið sem verður sett upp við Ok í ágúst. Andri Snær skrifaði textann á plagginu. skjáskot Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Mirage. Vísindamenn frá Rice háskólanum í Houston í Bandaríkjunum munu ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, og Oddi Sigurðssyni, jöklafræðingi, fara ásamt meðlimum svokallaðs „Icelandic Hiking Society“ að rótum Oks og koma þar fyrir minnismerki, til að minnast Okjökuls. Almenningi er velkomið að slást í för með hópnum. Ekki tókst að staðfesta við vinnslu fréttarinnar hvaða íslenska félag hið „Icelandic Hiking Society“ er. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Andri Snær að uppsetning minnismerkisins væri samstarf vísindafólks og listamanna til að vekja athygli á loftslagsmálum. Í desember árið 2014 var fjallað um það að Okjökull teldist ekki lengur jökull að mati Odds Sigurðssonar. Þar með var Okið fyrsti nafnkunni jökullinn hér á landi sem missti þessa nafnbót. Fjallað var um hvarf jökulsins í heimildamyndinni „Not Ok“ sem kom út í fyrra og var hún framleidd af mannfræðingunum Cymene Howe og Dominic Boyer frá Rice háskóla. Sögumaður myndarinnar var Jón Gnarr og var saga Oksins rakin. Boyer og Howe segja vísindamenn hræðast það að allir jöklar Íslands verði horfnir árið 2200 en þeir eru meira en 400 talsins. „Þetta mun vera fyrsta minnismerkið í heiminum sem reist er til minningar um jökul sem hvarf vegna loftslagsbreytinga,“ sagði Howe. „Með því að auðkenna hvarf Oksins vonumst við til að vekja athygli á því hvað við missum með hvarfi jöklanna í heiminum. Þessar stóru ísþekjur eru stærstu ferskvatnslindir á plánetunni og frosin í þeim er saga loftslagsins. Jöklarnir eru líka oft mikilvægir í menningunni á hverjum stað.“ „Í sama anda og kvikmyndin, vildum við búa til minnismerki um Okið sem mun endast, þetta er lítill jökull sem hefur mikla sögu að segja,“ sagði Boyer. „ Ok var fyrsti íslenski jökullinn sem bráðnar vegna þess hvernig mannfólkið hefur umbreytt loftslagi jarðarinnar. Allir íslenskir jöklar munu deila örlögum hans nema við bregðumst núna við á róttækan hátt til að koma í veg fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda.“ Bandaríkin Borgarbyggð Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Minnst verður fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga í næsta mánuði þegar minnismerki verður afhjúpað við jökulinn fyrrverandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Mirage. Vísindamenn frá Rice háskólanum í Houston í Bandaríkjunum munu ásamt Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, og Oddi Sigurðssyni, jöklafræðingi, fara ásamt meðlimum svokallaðs „Icelandic Hiking Society“ að rótum Oks og koma þar fyrir minnismerki, til að minnast Okjökuls. Almenningi er velkomið að slást í för með hópnum. Ekki tókst að staðfesta við vinnslu fréttarinnar hvaða íslenska félag hið „Icelandic Hiking Society“ er. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Andri Snær að uppsetning minnismerkisins væri samstarf vísindafólks og listamanna til að vekja athygli á loftslagsmálum. Í desember árið 2014 var fjallað um það að Okjökull teldist ekki lengur jökull að mati Odds Sigurðssonar. Þar með var Okið fyrsti nafnkunni jökullinn hér á landi sem missti þessa nafnbót. Fjallað var um hvarf jökulsins í heimildamyndinni „Not Ok“ sem kom út í fyrra og var hún framleidd af mannfræðingunum Cymene Howe og Dominic Boyer frá Rice háskóla. Sögumaður myndarinnar var Jón Gnarr og var saga Oksins rakin. Boyer og Howe segja vísindamenn hræðast það að allir jöklar Íslands verði horfnir árið 2200 en þeir eru meira en 400 talsins. „Þetta mun vera fyrsta minnismerkið í heiminum sem reist er til minningar um jökul sem hvarf vegna loftslagsbreytinga,“ sagði Howe. „Með því að auðkenna hvarf Oksins vonumst við til að vekja athygli á því hvað við missum með hvarfi jöklanna í heiminum. Þessar stóru ísþekjur eru stærstu ferskvatnslindir á plánetunni og frosin í þeim er saga loftslagsins. Jöklarnir eru líka oft mikilvægir í menningunni á hverjum stað.“ „Í sama anda og kvikmyndin, vildum við búa til minnismerki um Okið sem mun endast, þetta er lítill jökull sem hefur mikla sögu að segja,“ sagði Boyer. „ Ok var fyrsti íslenski jökullinn sem bráðnar vegna þess hvernig mannfólkið hefur umbreytt loftslagi jarðarinnar. Allir íslenskir jöklar munu deila örlögum hans nema við bregðumst núna við á róttækan hátt til að koma í veg fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda.“
Bandaríkin Borgarbyggð Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira