„Ekki oft sem þú upplifir svona lagað“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2019 19:36 Rúnar Páll og félagar mæta Espanyol í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. vísir/bára „Það er ekki hægt að vera mikið ferskari,“ sagði alsæll Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn ótrúlega gegn Levadia Tallin í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.Stjarnan tapaði, 3-2, en fór áfram í 2. umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði markið dýrmæta í uppbótartíma framlengingarinnar. „Ég er mjög ánægður með þennan tapleik en við unnum einvígið á útivallarmörkum,“ sagði Rúnar Páll hinn kátasti. Levadia komst yfir á 17. mínútu en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði átta mínútum síðar. Staðan var 1-1 fram á 89. mínútu þegar heimamenn skoruðu sitt annað mark og knúðu fram framlengingu. Stjörnumenn áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik hennar og lentu 3-1 undir á 105. mínútu. Garðbæingar gáfust hins vegar ekki upp og uppskáru „sigurmark“ á síðustu stundu. „Við þurftum annað útivallarmark. Við sýndum þolinmæði og höfðum trú á okkur. Við ýttum Brynjari hærra upp og settum þrýsting á þá. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki fjórða markið á okkur en við þurftum að taka áhættu. Það er ekki oft sem þú upplifir svona lagað, að vera á leið áfram, svo úr leik og svo kominn áfram,“ sagði Rúnar Páll. Nákvæmlega sama tilfinningHonum segir að í leikslok hafi sér liðið eins og þegar Stjarnan sló pólska liðið Lech Poznan út 2014. „Þetta er nákvæmlega sama tilfinning. Upplifunin er sú sama. Við sýndum hrikalega mikla vinnusemi, gáfumst ekki upp og leikmenn verðskulduðu þetta. Menn voru á síðustu dropunum,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan var undir mikilli pressu lengi vel en þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik framlengingarinnar. „Við þurftum bara eitt mark í viðbót. Við töluðum um að hafa trú á þessu. Við færðum Brynjar framar og fengum horn og aukaspyrnur,“ sagði Rúnar Páll en mark Brynjars Gauta kom einmitt eftir hornspyrnu. Í næstu umferð mætir Stjarnan spænska liðinu Espanyol. „Það er draumi líkast að fá að taka þátt í þessu og fá svona mótherja eitt af sterkustu liðum,“ sagði Rúnar Páll um næstu mótherja Stjörnunnar. „Við ætlum að njóta leikjanna við Espanyol og þess að spila á stóra sviðinu.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
„Það er ekki hægt að vera mikið ferskari,“ sagði alsæll Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Vísi eftir leikinn ótrúlega gegn Levadia Tallin í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.Stjarnan tapaði, 3-2, en fór áfram í 2. umferð á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði markið dýrmæta í uppbótartíma framlengingarinnar. „Ég er mjög ánægður með þennan tapleik en við unnum einvígið á útivallarmörkum,“ sagði Rúnar Páll hinn kátasti. Levadia komst yfir á 17. mínútu en Þorsteinn Már Ragnarsson jafnaði átta mínútum síðar. Staðan var 1-1 fram á 89. mínútu þegar heimamenn skoruðu sitt annað mark og knúðu fram framlengingu. Stjörnumenn áttu undir högg að sækja í fyrri hálfleik hennar og lentu 3-1 undir á 105. mínútu. Garðbæingar gáfust hins vegar ekki upp og uppskáru „sigurmark“ á síðustu stundu. „Við þurftum annað útivallarmark. Við sýndum þolinmæði og höfðum trú á okkur. Við ýttum Brynjari hærra upp og settum þrýsting á þá. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki fjórða markið á okkur en við þurftum að taka áhættu. Það er ekki oft sem þú upplifir svona lagað, að vera á leið áfram, svo úr leik og svo kominn áfram,“ sagði Rúnar Páll. Nákvæmlega sama tilfinningHonum segir að í leikslok hafi sér liðið eins og þegar Stjarnan sló pólska liðið Lech Poznan út 2014. „Þetta er nákvæmlega sama tilfinning. Upplifunin er sú sama. Við sýndum hrikalega mikla vinnusemi, gáfumst ekki upp og leikmenn verðskulduðu þetta. Menn voru á síðustu dropunum,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan var undir mikilli pressu lengi vel en þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik framlengingarinnar. „Við þurftum bara eitt mark í viðbót. Við töluðum um að hafa trú á þessu. Við færðum Brynjar framar og fengum horn og aukaspyrnur,“ sagði Rúnar Páll en mark Brynjars Gauta kom einmitt eftir hornspyrnu. Í næstu umferð mætir Stjarnan spænska liðinu Espanyol. „Það er draumi líkast að fá að taka þátt í þessu og fá svona mótherja eitt af sterkustu liðum,“ sagði Rúnar Páll um næstu mótherja Stjörnunnar. „Við ætlum að njóta leikjanna við Espanyol og þess að spila á stóra sviðinu.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Stjarnan mætir Espanyol í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 18. júlí 2019 18:38