Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2019 14:30 Ragnheiður Erla Björnsdóttir er huldukonan í bréfi lögmanns þingmanna Miðflokksins. Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur „ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru er að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla.Persónuvernd hafnaði í gær kröfulögmanns þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í máli þeirra vegna Klausturmálsins svokallaða. Í úrskurði Persónuverndar er vísað í bréf lögmanns þingmannanna þar sem meðal annars er vitnað í að óþekkt kona hafi komið inn á Klaustur og „gengið ákveðið að innra rými staðarins og rakleitt, að því er virðist, til Báru Halldórsdóttur“.Hin óþekkta kona er sem fyrr segir Ragnheiður Erla sem í samtali við Vísi segir góða ástæðu hafa verið fyrir því að hún hafi gengið rakleiðis í átt að Báru. Hún hafi verið nýkomin til Íslands eftir ferðalög erlendis og hafi viljað heilsað upp á Báru, enda séu þær gamlar vinkonur.„Við höfum þekkst frá því ég var 14 ára,“ segir Ragnheiður Erla en hún átti leið framhjá Klaustri umrætt kvöld á leið til og frá æfingu hjá Rauða Skáldahúsinu sem haldin var í Iðnó umrætt kvöld.„Súrrealísk blanda“Segist hún hafa tekið eftir þingmönnunum og Báru á leið á æfinguna fyrr um kvöldið og hugsað með sér að þarna væri „súrrealísk blanda“ af fólki samankomin. Á leiðinni af æfingu, um tveimum tímum síðar, tók hún eftir því að enn sátu Bára og þingmennirnir á Klaustri. Því hafi hún ákveðið að heilsa upp á Báru. Skopparakringlan sem Ragnheiður Erla handlék inni á Klaustri.Mynd/Ragnheiður Erla.Í bréfi lögmanns þingmanna Miðflokksins segir um Ragnheiði Erlu að á tilteknum tíma sjáist hún ganga fram hjá Klaustri og hafi í hægri hendi ljósan mun, mögulega möppu, tölvu eða spjaldtölvu. Rétt á eftir sjáist konan, Ragnheiðir Erla, koma inn á staðinn en hafi þá fært muninn úr hægri endi í þá vinstri. Þegar konan gekk út af staðnum, eftir að hafa gefið sig á tal við Báru, hafi hún ekki haft ljósa muninn lengur með sér. Virðist hún því hafa afhent hann Báru, og Bára afhent konunni áðurnefndan smáhlut.„Ég fór inn til að segja hæ við Báru. Hún knúsaði mig og sagði „ég er upptekin“ og ég fór út,“ segir Ragnheiður Erla um samskipti sín við Báru sem hú telur að hafi tekið um 20 sekúndur. Af og frá sé að hún hafi afhent Báru eitthvað eða að Bára hafi afhent henni eitthvað. Smáhluturinn sé lítil skopparakringla sem hún hafi gjarnan í höndunum. Ljósa mappan hafi annað hvort verið fartölva hennar eða ljóðabók.„Það var ekkert leynimakk,“ segir Ragnheiður Erla sem virðist ekki vera sérstaklega hrifinn af því að hafa verið dreginn inn í þetta mál af Miðflokksmönnum.„Mér finnst þetta fyrst og fremst kjánalegt. Þeir eru að eyða miklum tíma í óþarfa tíma sem þeir gætu verið að nýta í að vinna fyrir þegnana í landinu. Þeir eru að nýta tímann í algjöra vitleysu. Þetta er bara til skammar,“ segir Ragnheiður Erla. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. 26. apríl 2019 20:36 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur „ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru er að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla.Persónuvernd hafnaði í gær kröfulögmanns þingmanna Miðflokksins um frekari gagnaöflun í máli þeirra vegna Klausturmálsins svokallaða. Í úrskurði Persónuverndar er vísað í bréf lögmanns þingmannanna þar sem meðal annars er vitnað í að óþekkt kona hafi komið inn á Klaustur og „gengið ákveðið að innra rými staðarins og rakleitt, að því er virðist, til Báru Halldórsdóttur“.Hin óþekkta kona er sem fyrr segir Ragnheiður Erla sem í samtali við Vísi segir góða ástæðu hafa verið fyrir því að hún hafi gengið rakleiðis í átt að Báru. Hún hafi verið nýkomin til Íslands eftir ferðalög erlendis og hafi viljað heilsað upp á Báru, enda séu þær gamlar vinkonur.„Við höfum þekkst frá því ég var 14 ára,“ segir Ragnheiður Erla en hún átti leið framhjá Klaustri umrætt kvöld á leið til og frá æfingu hjá Rauða Skáldahúsinu sem haldin var í Iðnó umrætt kvöld.„Súrrealísk blanda“Segist hún hafa tekið eftir þingmönnunum og Báru á leið á æfinguna fyrr um kvöldið og hugsað með sér að þarna væri „súrrealísk blanda“ af fólki samankomin. Á leiðinni af æfingu, um tveimum tímum síðar, tók hún eftir því að enn sátu Bára og þingmennirnir á Klaustri. Því hafi hún ákveðið að heilsa upp á Báru. Skopparakringlan sem Ragnheiður Erla handlék inni á Klaustri.Mynd/Ragnheiður Erla.Í bréfi lögmanns þingmanna Miðflokksins segir um Ragnheiði Erlu að á tilteknum tíma sjáist hún ganga fram hjá Klaustri og hafi í hægri hendi ljósan mun, mögulega möppu, tölvu eða spjaldtölvu. Rétt á eftir sjáist konan, Ragnheiðir Erla, koma inn á staðinn en hafi þá fært muninn úr hægri endi í þá vinstri. Þegar konan gekk út af staðnum, eftir að hafa gefið sig á tal við Báru, hafi hún ekki haft ljósa muninn lengur með sér. Virðist hún því hafa afhent hann Báru, og Bára afhent konunni áðurnefndan smáhlut.„Ég fór inn til að segja hæ við Báru. Hún knúsaði mig og sagði „ég er upptekin“ og ég fór út,“ segir Ragnheiður Erla um samskipti sín við Báru sem hú telur að hafi tekið um 20 sekúndur. Af og frá sé að hún hafi afhent Báru eitthvað eða að Bára hafi afhent henni eitthvað. Smáhluturinn sé lítil skopparakringla sem hún hafi gjarnan í höndunum. Ljósa mappan hafi annað hvort verið fartölva hennar eða ljóðabók.„Það var ekkert leynimakk,“ segir Ragnheiður Erla sem virðist ekki vera sérstaklega hrifinn af því að hafa verið dreginn inn í þetta mál af Miðflokksmönnum.„Mér finnst þetta fyrst og fremst kjánalegt. Þeir eru að eyða miklum tíma í óþarfa tíma sem þeir gætu verið að nýta í að vinna fyrir þegnana í landinu. Þeir eru að nýta tímann í algjöra vitleysu. Þetta er bara til skammar,“ segir Ragnheiður Erla.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35 Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. 26. apríl 2019 20:36 Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Kynna óþekkta konu til leiks sem rétti Báru „ljósan mun, mögulega möppu“ Þetta kemur fram í bréfum lögmanns þingmannanna til Persónuverndar í apríl. 30. apríl 2019 10:35
Bára birtir greiðslurnar og segist ekki hafa neitt að fela Í yfirlitinu sést að ekki bárust háar óútskýrðar greiðslur frá fyrirtækjum eða einstaklingum inn á reikninginn á tímabilinu. 26. apríl 2019 20:36
Bára býður Klausturskvartettnum að bera saman greiðslurnar Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins hefur farið fram á að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur á mánaðartímabili, frá 15. nóvember til 15. desember 2018. 26. apríl 2019 14:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent