Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hefur sektað knattspyrnusamband Svartfjallalands um 20 þúsund evrur og fyrirskipað að engum áhorfendum verði hleypt inn á næsta heimaleik landsliðsins í undankeppni EM.
Kemur þessi úrskurður í kjölfarið á kynþáttafordómum frá áhorfendum í leik Svartfjallalands og Englands í mars þar sem England vann öruggan 1-5 sigur.
Raheem Sterling, Danny Rose og Callum Hudson-Odoi voru meðal leikmanna sem urðu fyrir barðinu á áhorfendum þar sem reglulega heyrðust apahljóð úr stúkunni.
Það verða því engir áhorfendur á leik Svartfjallalands og Kosóvó þann 7.júní næstkomandi.

