Trúfélag án skráðra meðlima er möguleiki Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2019 07:00 Henry Alexander Henrysson situr í álitsnefnd um skráningu trú- og lífsskoðunarfélaga. Fréttablaðið/Ernir „Við höfum stundum efast um að þeir sem eru á félagatali séu raunverulega í félagi. Það er ekkert mál að safna undirskriftum,“ segir Henry Alexander Henrysson, aðjunkt við Háskóla Íslands, sem situr í álitsnefnd sem metur umsóknir um trú- og lífsskoðunarfélög. „En almennt erum við sem álitsnefnd ekki að leggja stein í götu fólks heldur að gæta anda laganna.“ Henry segir að þegar félag er til skoðunar sé litið til þess hvort til séu fyrirmyndir erlendis, grundvöllur að stofnsáttmála, hver fjöldi félagsmanna sé og dreifing þeirra, hvort félagið sinni merkingarbærum athöfnum og hvort það gangi gegn almennu siðferði og allsherjarreglu. Nefndin gerir ekki vettvangsrannsóknir eða ræðir við þá sem að umsókninni standa. Samkvæmt reglugerð dómsmálaráðherra er lágmarksfjöldi meðlima 25 og ber að skila nákvæmu félagatali við umsókn, þar sem koma fram nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleira. Ekki er þó skilyrt að þessi fjöldi sé skráður í félagið til Þjóðskrár, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar hjá Sýslumannsembættinu á Siglufirði þar sem skráning félaganna er afgreidd.Halldór Þormar Halldórsson.Nýlega fjallaði Fréttablaðið um málefni lífsskoðunarfélagsins Vitundar, sem stofnað var í febrúar síðastliðnum, en í júní voru aðeins þrír skráðir meðlimir. Halldór staðfestir að félagatali með lágmarksfjölda hafi verið skilað í því tilviki. Alls eru níu trú- eða lífsskoðunarfélög sem hafa færri en 25 skráða meðlimi hjá Þjóðskrá. „Samkvæmt lögum höfum við eftirlit með því að félög haldi áfram að uppfylla þau skilyrði sem liggja að baki skráningu, svo sem um fjölda og virkni,“ segir Halldór. Hann segir hins vegar að eftirfylgnin sé ekki mikil þar sem lögin séu barn síns tíma og til standi að efla eftirlitsþáttinn með nýrri lagasetningu. Í vor var fjallað um að veikleikar í lagaumgjörðinni settu Ísland í sérstakan áhættuflokk hjá FATF, stofnun sem berst gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Það er alveg hægt að sjá fyrir sér að félag geti verið með skráningu án þess að það sé nein raunveruleg starfsemi þar að baki,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Trúmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
„Við höfum stundum efast um að þeir sem eru á félagatali séu raunverulega í félagi. Það er ekkert mál að safna undirskriftum,“ segir Henry Alexander Henrysson, aðjunkt við Háskóla Íslands, sem situr í álitsnefnd sem metur umsóknir um trú- og lífsskoðunarfélög. „En almennt erum við sem álitsnefnd ekki að leggja stein í götu fólks heldur að gæta anda laganna.“ Henry segir að þegar félag er til skoðunar sé litið til þess hvort til séu fyrirmyndir erlendis, grundvöllur að stofnsáttmála, hver fjöldi félagsmanna sé og dreifing þeirra, hvort félagið sinni merkingarbærum athöfnum og hvort það gangi gegn almennu siðferði og allsherjarreglu. Nefndin gerir ekki vettvangsrannsóknir eða ræðir við þá sem að umsókninni standa. Samkvæmt reglugerð dómsmálaráðherra er lágmarksfjöldi meðlima 25 og ber að skila nákvæmu félagatali við umsókn, þar sem koma fram nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleira. Ekki er þó skilyrt að þessi fjöldi sé skráður í félagið til Þjóðskrár, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar hjá Sýslumannsembættinu á Siglufirði þar sem skráning félaganna er afgreidd.Halldór Þormar Halldórsson.Nýlega fjallaði Fréttablaðið um málefni lífsskoðunarfélagsins Vitundar, sem stofnað var í febrúar síðastliðnum, en í júní voru aðeins þrír skráðir meðlimir. Halldór staðfestir að félagatali með lágmarksfjölda hafi verið skilað í því tilviki. Alls eru níu trú- eða lífsskoðunarfélög sem hafa færri en 25 skráða meðlimi hjá Þjóðskrá. „Samkvæmt lögum höfum við eftirlit með því að félög haldi áfram að uppfylla þau skilyrði sem liggja að baki skráningu, svo sem um fjölda og virkni,“ segir Halldór. Hann segir hins vegar að eftirfylgnin sé ekki mikil þar sem lögin séu barn síns tíma og til standi að efla eftirlitsþáttinn með nýrri lagasetningu. Í vor var fjallað um að veikleikar í lagaumgjörðinni settu Ísland í sérstakan áhættuflokk hjá FATF, stofnun sem berst gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. „Það er alveg hægt að sjá fyrir sér að félag geti verið með skráningu án þess að það sé nein raunveruleg starfsemi þar að baki,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Trúmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels