Börnin snertu ekki öll kálfana Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. júlí 2019 06:15 Börnin smituðust í Efstadal II. Vísir/Magnús Hlynur Ísframleiðsla hjá ferðaþjónustubændum í Efstadal II hefur verið stöðvuð og er nú seldur aðkeyptur ís á staðnum. Eins og fram kom í yfirlýsingu frá Embætti landlæknis í gær á E. coli-sýkingin sem greinst hefur í tíu börnum uppruna sinn á ferðaþjónustubænum Efstadal II. Staðfest hefur verið að þær bakteríur sem greinst hafa í börnunum hafa fundist í kálfum í bænum sem eru nú í sóttkví. „Þá vaknar spurning um hvernig þetta hefur borist á milli. Það voru ekki öll börnin sem smituðust að kássast í kálfunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og vísar til upplýsinga frá foreldrum hinna smituðu barna. Hann segir sýnatökur og rannsóknir hafa beinst að því hvað börnin borðuðu og öðru sem þau komu nálægt á bænum. Staðarhaldarar í Efstadal hafa gerilsneytt mjólk og framleitt sinn eigin ís sem er til sölu á staðnum. „Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð en við höfum ekki getað staðfest eða fundið þessar bakteríur í ísnum og því ekki hægt að staðfesta að sýkingin hafi komið úr honum,“ segir Þórólfur. Aðspurður segir hann heldur ekki unnt að útiloka að ísinn sé smitleiðin. „Við erum náttúrulega ekki með ísinn sem börnin borðuðu, það er of langt liðið og komin önnur framleiðsla og ekki hægt að taka sýni úr þeim ís,“ segir Þórólfur og bætir við að smitleiðirnar kunni einnig að vera fleiri. Einhverjir hafi smitast eftir viðkomu hjá kálfunum og aðrir annars staðar. Hann segir að sýni hafi einnig verið tekin hjá starfsmönnum í Efstadal til að kanna hvort smitið hafi borist víðar. „Niðurstaða þeirra sýna segir okkur þó ekki endilega hver smitaði hvern og erfitt að túlka niðurstöðurnar öðru vísi en að þetta sé útbreitt á staðnum.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir„Við vinnum bara algjörlega eftir tilmælum frá yfirvöldum um hvernig við eigum að snúa okkur í því og ég bendi vissulega á að spjótin beinast að sýkingum frá kálfum sem er hægt að klappa og sýnin gefa til kynna að það sé engin tenging milli matvæla og þessa smits,“ segir Sölvi Arnarson, einn eigenda og staðarhaldara í Efstadal II aðspurður um hvort ísframleiðsla hafi verið stöðvuð á bænum. Hann játar því þó þegar fyrirspurnin er ítrekuð að heimaframleiddi ísinn sé ekki til sölu á bænum að svo stöddu, heldur selji þau nú aðkeyptan ís. „Það er alveg skýrt hverjir vinna fjósastörf og hverjir vinna við matvælaframleiðslu. Það er bara glæpur að blanda því eitthvað saman og það er ekki verið að stunda glæpi hér í Efstadal,“ segir Sölvi aðspurður um hvort starfsfólk gangi í öll störf á bænum hvort heldur er umhirðu dýra eða þjónustustörf og matvælaframleiðslu. Sölvi segist hins vegar líta svo á að skýringin á smitinu liggi í raun fyrir og yfirlýsing Landlæknisembættisins sýni að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að smitleiðin sé í gegnum kálfaklapp barnanna sem svo fari og borði ís. Um líðan barnanna sem veiktust segir Þórólfur að sýkingin hafi haft nokkuð alvarlegar afleiðingar hjá þremur barnanna og eitt þeirra hafi þurft kviðskimun þar sem nýru þess störfuðu ekki eðlilega. Hann segir að liðið geti tíu dagar frá því niðurgangur hefst þar til alvarleg einkenni fara að koma í ljós. Börnin þurfa því að vera áfram í eftirliti á Barnaspítalanum og koma í prufur svo hægt sé að fylgjast með þróuninni. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum E. coli Alls hafa tíu börn greinst með sýkingu af völdum E.coli baktería 8. júlí 2019 20:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
Ísframleiðsla hjá ferðaþjónustubændum í Efstadal II hefur verið stöðvuð og er nú seldur aðkeyptur ís á staðnum. Eins og fram kom í yfirlýsingu frá Embætti landlæknis í gær á E. coli-sýkingin sem greinst hefur í tíu börnum uppruna sinn á ferðaþjónustubænum Efstadal II. Staðfest hefur verið að þær bakteríur sem greinst hafa í börnunum hafa fundist í kálfum í bænum sem eru nú í sóttkví. „Þá vaknar spurning um hvernig þetta hefur borist á milli. Það voru ekki öll börnin sem smituðust að kássast í kálfunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og vísar til upplýsinga frá foreldrum hinna smituðu barna. Hann segir sýnatökur og rannsóknir hafa beinst að því hvað börnin borðuðu og öðru sem þau komu nálægt á bænum. Staðarhaldarar í Efstadal hafa gerilsneytt mjólk og framleitt sinn eigin ís sem er til sölu á staðnum. „Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð en við höfum ekki getað staðfest eða fundið þessar bakteríur í ísnum og því ekki hægt að staðfesta að sýkingin hafi komið úr honum,“ segir Þórólfur. Aðspurður segir hann heldur ekki unnt að útiloka að ísinn sé smitleiðin. „Við erum náttúrulega ekki með ísinn sem börnin borðuðu, það er of langt liðið og komin önnur framleiðsla og ekki hægt að taka sýni úr þeim ís,“ segir Þórólfur og bætir við að smitleiðirnar kunni einnig að vera fleiri. Einhverjir hafi smitast eftir viðkomu hjá kálfunum og aðrir annars staðar. Hann segir að sýni hafi einnig verið tekin hjá starfsmönnum í Efstadal til að kanna hvort smitið hafi borist víðar. „Niðurstaða þeirra sýna segir okkur þó ekki endilega hver smitaði hvern og erfitt að túlka niðurstöðurnar öðru vísi en að þetta sé útbreitt á staðnum.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir„Við vinnum bara algjörlega eftir tilmælum frá yfirvöldum um hvernig við eigum að snúa okkur í því og ég bendi vissulega á að spjótin beinast að sýkingum frá kálfum sem er hægt að klappa og sýnin gefa til kynna að það sé engin tenging milli matvæla og þessa smits,“ segir Sölvi Arnarson, einn eigenda og staðarhaldara í Efstadal II aðspurður um hvort ísframleiðsla hafi verið stöðvuð á bænum. Hann játar því þó þegar fyrirspurnin er ítrekuð að heimaframleiddi ísinn sé ekki til sölu á bænum að svo stöddu, heldur selji þau nú aðkeyptan ís. „Það er alveg skýrt hverjir vinna fjósastörf og hverjir vinna við matvælaframleiðslu. Það er bara glæpur að blanda því eitthvað saman og það er ekki verið að stunda glæpi hér í Efstadal,“ segir Sölvi aðspurður um hvort starfsfólk gangi í öll störf á bænum hvort heldur er umhirðu dýra eða þjónustustörf og matvælaframleiðslu. Sölvi segist hins vegar líta svo á að skýringin á smitinu liggi í raun fyrir og yfirlýsing Landlæknisembættisins sýni að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að smitleiðin sé í gegnum kálfaklapp barnanna sem svo fari og borði ís. Um líðan barnanna sem veiktust segir Þórólfur að sýkingin hafi haft nokkuð alvarlegar afleiðingar hjá þremur barnanna og eitt þeirra hafi þurft kviðskimun þar sem nýru þess störfuðu ekki eðlilega. Hann segir að liðið geti tíu dagar frá því niðurgangur hefst þar til alvarleg einkenni fara að koma í ljós. Börnin þurfa því að vera áfram í eftirliti á Barnaspítalanum og koma í prufur svo hægt sé að fylgjast með þróuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum E. coli Alls hafa tíu börn greinst með sýkingu af völdum E.coli baktería 8. júlí 2019 20:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Sjá meira
Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42
Börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum E. coli Alls hafa tíu börn greinst með sýkingu af völdum E.coli baktería 8. júlí 2019 20:00
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20
Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30