Rúmlega hundrað ára í hringferð um landið Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 11. júlí 2019 08:30 Anthon Geisler og frændi hans Hugo á ferðalagi. Fréttablaðið/Sigtryggur „Íslendingar eru mjög vinnusamir, það líkar mér mjög vel,“ segir Anthon Geisler, sem er rúmlega aldargamall og ferðaðist hringinn í kring um Íslands. Anthon er fæddist þann 21.febrúar árið 1919 og býr í Ilulissat, bæ við vesturströnd Grænlands. Í bænum rekur hann litla verslun, nokkurs konar krambúð þar sem er hægt að fá allt mögulegt. Hann vinnur enn í verslun sinni þrátt fyrir háan aldur og þótt röddin bregðist honum stundum vegna aldurs, er sjónin er enn góð og hann hefur gott úthald. Hann er kominn aftur til vinnu í verslun sinni eftir ferðalagið. Íslandsferðina fékk hann í hundrað ára afmælisgjöf frá vinum og fjölskyldu. Frændi hans, Hugo, var leiðsögumaður hans á ferðalaginu. Hringvegurinn er rúmlega 1300 kílómetrar en þeir frændur fóru enn víðar. Þeir komu meðal annars við á Ísafirði, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Suðurnesjum og á Gullfossi og Geysi. Anthon sagði á ferðalaginu ljóst að Íslendingar hefðu lagt mikið á sig við að byggja upp ferðaþjónustu síðustu árin og var einnig hrifinn af náttúrufegurðinni og þeirri gestrisni sem hann var aðnjótandi. Lífstíll Anthon telst harla óvenjulegur miðað við aldur og því kannskki ekki að undra að blaðamaður hafi þráspurt um verslunarstörfin og hans daglegu iðju. „Hann vinnur nánast alla daga, marga klukkutíma á dag,“ segir Hugo og segir frænda sinn leggja mikið upp úr vinnusemi. Hann hafi til dæmis mætt strax til vinnu eftir langt ferðalag á Íslandi og hafi ekki látið verk úr hendi falla. Vinnudagurinn sé alla jafna frá klukkan 2 á daginn til klukkan 9 á kvöldin. „Að leggja rækt við ævistarfi er að mati Antons mikil dyggð. Ég held að vinnusemin og áhuginn fyrir starfinu sé lykillinn að langlífi hans. Hann hætti líka að reykja og drekka fyrir sjötíu árum síðan og sjálfsagt hefur það haft mjög mikið að segja,“ segir hann frá högum Antons. Og ætla þeir að leggjast í frekari ferðalög? „Það er ekkert útilokað! Hann skemmti sér vel á Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grænland Tímamót Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Íslendingar eru mjög vinnusamir, það líkar mér mjög vel,“ segir Anthon Geisler, sem er rúmlega aldargamall og ferðaðist hringinn í kring um Íslands. Anthon er fæddist þann 21.febrúar árið 1919 og býr í Ilulissat, bæ við vesturströnd Grænlands. Í bænum rekur hann litla verslun, nokkurs konar krambúð þar sem er hægt að fá allt mögulegt. Hann vinnur enn í verslun sinni þrátt fyrir háan aldur og þótt röddin bregðist honum stundum vegna aldurs, er sjónin er enn góð og hann hefur gott úthald. Hann er kominn aftur til vinnu í verslun sinni eftir ferðalagið. Íslandsferðina fékk hann í hundrað ára afmælisgjöf frá vinum og fjölskyldu. Frændi hans, Hugo, var leiðsögumaður hans á ferðalaginu. Hringvegurinn er rúmlega 1300 kílómetrar en þeir frændur fóru enn víðar. Þeir komu meðal annars við á Ísafirði, Akureyri, Höfn í Hornafirði, Suðurnesjum og á Gullfossi og Geysi. Anthon sagði á ferðalaginu ljóst að Íslendingar hefðu lagt mikið á sig við að byggja upp ferðaþjónustu síðustu árin og var einnig hrifinn af náttúrufegurðinni og þeirri gestrisni sem hann var aðnjótandi. Lífstíll Anthon telst harla óvenjulegur miðað við aldur og því kannskki ekki að undra að blaðamaður hafi þráspurt um verslunarstörfin og hans daglegu iðju. „Hann vinnur nánast alla daga, marga klukkutíma á dag,“ segir Hugo og segir frænda sinn leggja mikið upp úr vinnusemi. Hann hafi til dæmis mætt strax til vinnu eftir langt ferðalag á Íslandi og hafi ekki látið verk úr hendi falla. Vinnudagurinn sé alla jafna frá klukkan 2 á daginn til klukkan 9 á kvöldin. „Að leggja rækt við ævistarfi er að mati Antons mikil dyggð. Ég held að vinnusemin og áhuginn fyrir starfinu sé lykillinn að langlífi hans. Hann hætti líka að reykja og drekka fyrir sjötíu árum síðan og sjálfsagt hefur það haft mjög mikið að segja,“ segir hann frá högum Antons. Og ætla þeir að leggjast í frekari ferðalög? „Það er ekkert útilokað! Hann skemmti sér vel á Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grænland Tímamót Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira