Mítilbornir sjúkdómar verða tilkynningarskyldir á Íslandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Skógarmítlar bera með sér hættulega sjúkdóma. Nordicphotos/Getty Eftir tilmælum Landlæknis verður tveimur sjúkdómum sem berast með skógarmítlum bætt inn í reglugerð um tilkynningarskylda sjúkdóma. Eru þetta lyme-sjúkdómurinn og mítilborin heilabólga. Samrýmist þetta stefnu Evrópusambandsins enda er óttast að tilfellum fjölgi á norðlægum slóðum í ljósi hlýnandi loftslags. Hingað til hafa sex eða sjö tilfelli lyme-sjúkdómsins greinst hér á Íslandi á ári hverju. Enn hefur þó ekki fundist staðfest smit eftir bit innanlands. Skógarmítlum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár og standa nú yfir rannsóknir á því hvort þeir beri sýkla. „Þar sem flestir skógarmítlar berast frá öðrum löndum verður að teljast nokkuð líklegt að hluti mítlanna beri með sér sjúkdómsvaldandi bakteríur og eða vírusa,“ segir Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Skógarmítlar berast til landsins með farfuglum á vorin. Þegar þeir hafa drukkið nægilegt blóð detta þeir af fuglunum og geta leynst víða. Fyrsti mítillinn fannst í Surtsey árið 1967 og síðan 1976 hefur Náttúrufræðistofnun haldið tölur um þá sem finnast. Síðan 2005 hefur þeim fjölgað en árið 2015 hvöttu breskir sérfræðingar hjá Lýðheilsustofnuninni þar í landi Íslendinga til að rannsaka mítlana. Samhliða var kallað eftir því að allir mítlar yrðu sendir og einnig eru farfuglar skoðaðir í samstarfi við Fuglaathugunarstöðina á Höfn í Hornafirði. Guðrún Sigmundsdóttir smitsjúkdómalæknir hjá Landlæknisembættinu. Fréttablaðið/Anton Brink „Árið 2015 byrjaði ég markvisst að leita að skógarmítlum í íslenskri náttúru með aðferð sem kallast flöggun. Þá er dúkur dreginn yfir gróður og ef mítlar leynast í gróðrinum þá grípa þeir í dúkinn. Þetta hef ég verið að gera um allt land, nema á Vestfjörðum, og hef fundið skógarmítla á Skógum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði, samtals 42 skógarmítla,“ segir Matthías. Enn er leitað að lirfu í náttúrunni eða staðbundnum hýslum til að staðfesta að mítillinn hafi náð að nema land á Íslandi og geti klárað lífsferilinn. Flestir mítlarnir hafa fundist á Suðvesturlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur, smitsjúkdómalæknis hjá Landlæknisembættinu, orsakast lyme-sjúkdómurinn af bakteríu sem kallast borrelia. Því sé hægt að lækna hann með lyfjagjöf. „Það líður svolítill tími frá bitinu þar til sýking kemur í miðtaugakerfið. Þetta er algengt hjá krökkum og hefst með lömun í andliti.“ Lyme-sjúkdómurinn er langvinnur og áhrifin geta varað í marga mánuði. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið, hjartað, húðina, liðamótin, minnið og skapið. Þreyta, verkir, einbeitingarleysi og doði eru algeng einkenni. Í einhverjum tilfellum getur sjúkdómurinn verið banvænn og í um 5 prósentum tilfella þarf sjúklingurinn að fá gangráð eftir meðferð. „Mítilborin heilabólga er veirusýking og þar af leiðandi erfiðari viðureignar. Hægt er þó að bólusetja gegn henni. Heilabólgan hefur til dæmis breiðst út í Skandinavíu á undanförnum árum. Enn þá hefur hún ekki greinst hér á landi,“ segir Guðrún. Matthías segir gott að skoða sig vel eftir að hafa verið í skóglendi og lykilatriði að fjarlægja mítilinn sem fyrst. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Umhverfismál Skordýr Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Eftir tilmælum Landlæknis verður tveimur sjúkdómum sem berast með skógarmítlum bætt inn í reglugerð um tilkynningarskylda sjúkdóma. Eru þetta lyme-sjúkdómurinn og mítilborin heilabólga. Samrýmist þetta stefnu Evrópusambandsins enda er óttast að tilfellum fjölgi á norðlægum slóðum í ljósi hlýnandi loftslags. Hingað til hafa sex eða sjö tilfelli lyme-sjúkdómsins greinst hér á Íslandi á ári hverju. Enn hefur þó ekki fundist staðfest smit eftir bit innanlands. Skógarmítlum hefur fjölgað hér á landi undanfarin ár og standa nú yfir rannsóknir á því hvort þeir beri sýkla. „Þar sem flestir skógarmítlar berast frá öðrum löndum verður að teljast nokkuð líklegt að hluti mítlanna beri með sér sjúkdómsvaldandi bakteríur og eða vírusa,“ segir Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Skógarmítlar berast til landsins með farfuglum á vorin. Þegar þeir hafa drukkið nægilegt blóð detta þeir af fuglunum og geta leynst víða. Fyrsti mítillinn fannst í Surtsey árið 1967 og síðan 1976 hefur Náttúrufræðistofnun haldið tölur um þá sem finnast. Síðan 2005 hefur þeim fjölgað en árið 2015 hvöttu breskir sérfræðingar hjá Lýðheilsustofnuninni þar í landi Íslendinga til að rannsaka mítlana. Samhliða var kallað eftir því að allir mítlar yrðu sendir og einnig eru farfuglar skoðaðir í samstarfi við Fuglaathugunarstöðina á Höfn í Hornafirði. Guðrún Sigmundsdóttir smitsjúkdómalæknir hjá Landlæknisembættinu. Fréttablaðið/Anton Brink „Árið 2015 byrjaði ég markvisst að leita að skógarmítlum í íslenskri náttúru með aðferð sem kallast flöggun. Þá er dúkur dreginn yfir gróður og ef mítlar leynast í gróðrinum þá grípa þeir í dúkinn. Þetta hef ég verið að gera um allt land, nema á Vestfjörðum, og hef fundið skógarmítla á Skógum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og á Höfn í Hornafirði, samtals 42 skógarmítla,“ segir Matthías. Enn er leitað að lirfu í náttúrunni eða staðbundnum hýslum til að staðfesta að mítillinn hafi náð að nema land á Íslandi og geti klárað lífsferilinn. Flestir mítlarnir hafa fundist á Suðvesturlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Að sögn Guðrúnar Sigmundsdóttur, smitsjúkdómalæknis hjá Landlæknisembættinu, orsakast lyme-sjúkdómurinn af bakteríu sem kallast borrelia. Því sé hægt að lækna hann með lyfjagjöf. „Það líður svolítill tími frá bitinu þar til sýking kemur í miðtaugakerfið. Þetta er algengt hjá krökkum og hefst með lömun í andliti.“ Lyme-sjúkdómurinn er langvinnur og áhrifin geta varað í marga mánuði. Sjúkdómurinn hefur áhrif á taugakerfið, hjartað, húðina, liðamótin, minnið og skapið. Þreyta, verkir, einbeitingarleysi og doði eru algeng einkenni. Í einhverjum tilfellum getur sjúkdómurinn verið banvænn og í um 5 prósentum tilfella þarf sjúklingurinn að fá gangráð eftir meðferð. „Mítilborin heilabólga er veirusýking og þar af leiðandi erfiðari viðureignar. Hægt er þó að bólusetja gegn henni. Heilabólgan hefur til dæmis breiðst út í Skandinavíu á undanförnum árum. Enn þá hefur hún ekki greinst hér á landi,“ segir Guðrún. Matthías segir gott að skoða sig vel eftir að hafa verið í skóglendi og lykilatriði að fjarlægja mítilinn sem fyrst.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Heilbrigðismál Umhverfismál Skordýr Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?