Vill að smokkum verði dreift til grunnskólabarna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 20:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Sóttvarnalæknir vill að smokkum verði dreift í grunnskólum landsins, en segir að foreldrar grunnaskólabarna séu margir hverjir mótfallnir hugmyndum um slíkt. Nýlega var greint frá því að hvergi í Evrópu væru hlutfallslega greind fleiri sárasóttartilfelli heldur en hér á landi. Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi. Sárasótt er almennt talin auðveld viðureignar, en sé ekkert að gert þegar fólk smitast af henni, getur hún valdið alvarlegum sjúkdómum og jafnvel valdið dauða fólks. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða fyrir fjölgun sárasóttartilfella hér á landi væri sú að fólk notaði síður smokkinn við samfarir. Smokkurinn er almennt talinn til einu getnaðarvarnarinnar sem komið getur í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Þórólfur segir kynlíf fólks almennt orðið frjálslegra og að menn og konur gæti ekki jafn vel að sér í kynlífi og áður fyrr. „Það er raun og veru eina skýringin á þessu. Ég vek athygli á því að aðrir kynsjúkdómar hafa fjölgað sér á Íslandi líka, eins og lekandinn. Og tíðni klamýdíu er há hér, hæsta sennilega í Evrópu,” segir Þórólfur í viðtalinu. Í fyrra greindust um 1850 klamýdíutilfelli hér á landi. Þórólfur segir hennar mest gæta hjá ungu fólki af báðum kynjum, á aldrinum 18 til 25 ára. Sárasóttin sé hins vegar mest áberandi hjá samkynhneigðum karlmönnum, líkt og annars staðar.Margir foreldrar andvígir dreifingu smokka í grunnskólum Þórólfur segist vilja að smokkum verði dreift í grunnskólum, líkt og tíðkast hefur í framhaldsskólum landsins. Hann segir þó marga foreldra ekki hrifna af hugmyndum um slíkt. „En þetta þarf að ræða mjög vel og við þurfum að gera allt sem við getum til þess að stoppa útbreiðslu þessara sjúkdóma, sem geta verið mjög alvarlegir,” segir Þórólfur. Hann segir fólk geta gengið með klamýdíu einkennalítið, eða jafnvel einkennalaust. Aðgengi fólks að greiningu og meðferð hér á landi sé þó mjög góð. Rætt hafi verið um að færa skimanir, rannsóknir og greiningu út í samfélagið, til áhættuhópa. „Það eru umræður í gangi um að gera það, en það er einn þáttur í að reyna að finna sem flesta á fyrstu stigum þannig að þeir fari ekki að smita út frá sér,” segir Þórólfur. Heilbrigðismál Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sóttvarnalæknir vill að smokkum verði dreift í grunnskólum landsins, en segir að foreldrar grunnaskólabarna séu margir hverjir mótfallnir hugmyndum um slíkt. Nýlega var greint frá því að hvergi í Evrópu væru hlutfallslega greind fleiri sárasóttartilfelli heldur en hér á landi. Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi. Sárasótt er almennt talin auðveld viðureignar, en sé ekkert að gert þegar fólk smitast af henni, getur hún valdið alvarlegum sjúkdómum og jafnvel valdið dauða fólks. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða fyrir fjölgun sárasóttartilfella hér á landi væri sú að fólk notaði síður smokkinn við samfarir. Smokkurinn er almennt talinn til einu getnaðarvarnarinnar sem komið getur í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Þórólfur segir kynlíf fólks almennt orðið frjálslegra og að menn og konur gæti ekki jafn vel að sér í kynlífi og áður fyrr. „Það er raun og veru eina skýringin á þessu. Ég vek athygli á því að aðrir kynsjúkdómar hafa fjölgað sér á Íslandi líka, eins og lekandinn. Og tíðni klamýdíu er há hér, hæsta sennilega í Evrópu,” segir Þórólfur í viðtalinu. Í fyrra greindust um 1850 klamýdíutilfelli hér á landi. Þórólfur segir hennar mest gæta hjá ungu fólki af báðum kynjum, á aldrinum 18 til 25 ára. Sárasóttin sé hins vegar mest áberandi hjá samkynhneigðum karlmönnum, líkt og annars staðar.Margir foreldrar andvígir dreifingu smokka í grunnskólum Þórólfur segist vilja að smokkum verði dreift í grunnskólum, líkt og tíðkast hefur í framhaldsskólum landsins. Hann segir þó marga foreldra ekki hrifna af hugmyndum um slíkt. „En þetta þarf að ræða mjög vel og við þurfum að gera allt sem við getum til þess að stoppa útbreiðslu þessara sjúkdóma, sem geta verið mjög alvarlegir,” segir Þórólfur. Hann segir fólk geta gengið með klamýdíu einkennalítið, eða jafnvel einkennalaust. Aðgengi fólks að greiningu og meðferð hér á landi sé þó mjög góð. Rætt hafi verið um að færa skimanir, rannsóknir og greiningu út í samfélagið, til áhættuhópa. „Það eru umræður í gangi um að gera það, en það er einn þáttur í að reyna að finna sem flesta á fyrstu stigum þannig að þeir fari ekki að smita út frá sér,” segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51