Ísraelsmenn fagna ekki Hatara Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. maí 2019 11:00 Selmu er enn í fersku minni æsispennandi stigatalningin í Eurovision árið 1999. Vísir/Vilhelm Fyrir tuttugu árum náði Selma Björnsdóttir þeim magnaða árangri að hreppa annað sætið í Eurovision þegar hún söng All Out of Luck. Þá var keppnin haldin í Jerúsalem. Selmu er enn í fersku minni æsispennandi stigatalningin í Eurovision árið 1999 og spennan og stressið sem fylgdi þátttöku í keppninni. „Það er alltaf pressa sem fylgir því að vera fulltrúi lands og þjóðar,“ segir Selma og segist ekki hafa reynt að tækla hana á sérstakan hátt. „Ég reyndi bara að anda inn og út og gera mitt besta.“ Selma spáir Hatara velgengni í keppninni. „Það er eitthvað í loftinu, Hatari stendur algjörlega upp úr, enginn er með atriði eða lag í líkingu við þau svo ég held þau verði í topp 3. Mér finnst hollenska lagið mjög fallegt og Svíþjóð er algjör heilalímmiði,“ segir hún um þau lög sem henni finnst skara fram úr í keppninni. Hún segist eiga erfitt með að velja uppáhalds lag sitt í Eurovision frá því að keppnin hófst. „En ef ég verð að velja eitt þá segi ég Euphoria.“Hvað er það við þessa keppni, heldur þú, sem dregur nærri alla Íslendinga að skjánum? „Góð spurning. Skemmtileg afþreying og show sem börn og fullorðnir geta sameinast um.“Fjölmiðlar sitja fyrir Hatara Selma segir Hatara vera vel tekið af aðdáendum og fjölmiðlum. „Fjölmiðlar sitja um þau hvar sem þau koma og stærstu miðlarnir sækjast eftir viðtölum. Svo sá maður í salnum að þau eiga dygga aðdáendur sem klæða sig upp en maður fann einnig fyrir því að Ísraelsmenn fagna þeim ekki,“ segir Selma. Selma kom fram á Euro Club sem er á vegum keppninnar og söng þar vel valin Eurovision-lög. „Það var tryllt. Ég tók mín lög og svo kom Friðrik Ómar og við tókum hans lag og nokkur vel valin Eurovision-lög. Troðfullt hús af einlægum aðdáendum keppninnar sem sungu með hverju einasta lagi. Svoleiðis gigg eru best,“ segir Selma sem segist reglulega lenda í skemmtilegum uppákomum með aðdáendum Eurovision og sú varð líka raunin í Tel Avív. „Hingað kemur fólk hvaðanæva úr heiminum, við lentum í því í fyrrakvöld þegar við vorum á leið á undankeppnina að finna ekki leigubíl enda margir að fara þangað. Við sáum tvo menn álengdar vera að tala við leigubílstjóra og heyrðum að þeir voru á leiðinni í höllina. Ég spurði hvort við mættum deila leigubíl með þeim og þeir samþykktu það. Í bílnum fórum við að spjalla og komumst að því að þeir voru frá Þýskalandi. Þegar talið barst að Íslandi og Hatara sögðust þeir ekki tengja við það lag og þá segir annar, en það var eitt lag frá Íslandi sem tók þátt fyrir 20 árum sem er mitt allra uppáhalds, það heitir All Out of Luck og ég man að ég hélt partí þetta kvöld og þegar að lagið hafnaði bara í öðru sæti þá var ég alveg eyðilagður og þar með partíið. Þá bara pikkaði ég í manninn og sagði, ég söng þetta lag, ég er Selma. Aumingja maðurinn missti algjörlega andlitið og snöggsvitnaði og átti erfitt með að horfa framan í mig eftir þetta. En svo jafnaði hann sig og við hlógum að því hvað heimurinn er lítill. Tókum svo mynd af okkur saman og kvöddumst. Svona er lífið í Eurovision-landi.“Upplifun að heimsækja Jerúsalem Selma segir Tel Avív magnaða borg en hún heimsótti einnig Jerúsalem aftur og fannst það mikil upplifun. „Tel Avív er borg sem aldrei sefur, iðandi mannlíf, strandlíf, mikið af flottum veitingahúsum og mikið næturlíf. Við fórum til Jerúsalem og það var gaman að koma þangað aftur enda keppti ég þar. Ég keyrði fram hjá höllinni sem ég kom fram í og við fórum í gamla bæinn og að Grátmúrnum sem er auðvitað upplifun.“Með mörg járn í eldinum Selma er að koma úr hörkuvinnutörn, Ronja ræningjadóttir í Þjóðleikhúsinu hefur gengið vel og hún ræktar einnig tónlistarferilinn með. Hvernig fer hún að þessu? Er hún með fleiri klukkustundir en við hin í sólarhringnum? „Ég er bara eins og hver annar duglegur Íslendingur, geri þetta með þrautseigju, elju og skipulagningu,“ segir Selma en í lok maí hefjast æfingar á Shakespeare verður ástfanginn sem hún leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. „Ég er mjög spennt að hefja æfingar. Svo er ég að fara á leiklistarhátíð í Hong Kong með Hróa Hött sem við Gísli Örn Garðarsson höfum sett upp víðs vegar um heiminn, ég er að gifta fólk og stjórna nafngjafarathöfnum fyrir Siðmennt og er að veislustýra mikið og syngja svo ég er alltaf með mörg járn í eldinum. Síðan ætla ég nú líka í frí, mun ferðast til Víetnam með vinum og börnunum mínum.“ Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Fyrir tuttugu árum náði Selma Björnsdóttir þeim magnaða árangri að hreppa annað sætið í Eurovision þegar hún söng All Out of Luck. Þá var keppnin haldin í Jerúsalem. Selmu er enn í fersku minni æsispennandi stigatalningin í Eurovision árið 1999 og spennan og stressið sem fylgdi þátttöku í keppninni. „Það er alltaf pressa sem fylgir því að vera fulltrúi lands og þjóðar,“ segir Selma og segist ekki hafa reynt að tækla hana á sérstakan hátt. „Ég reyndi bara að anda inn og út og gera mitt besta.“ Selma spáir Hatara velgengni í keppninni. „Það er eitthvað í loftinu, Hatari stendur algjörlega upp úr, enginn er með atriði eða lag í líkingu við þau svo ég held þau verði í topp 3. Mér finnst hollenska lagið mjög fallegt og Svíþjóð er algjör heilalímmiði,“ segir hún um þau lög sem henni finnst skara fram úr í keppninni. Hún segist eiga erfitt með að velja uppáhalds lag sitt í Eurovision frá því að keppnin hófst. „En ef ég verð að velja eitt þá segi ég Euphoria.“Hvað er það við þessa keppni, heldur þú, sem dregur nærri alla Íslendinga að skjánum? „Góð spurning. Skemmtileg afþreying og show sem börn og fullorðnir geta sameinast um.“Fjölmiðlar sitja fyrir Hatara Selma segir Hatara vera vel tekið af aðdáendum og fjölmiðlum. „Fjölmiðlar sitja um þau hvar sem þau koma og stærstu miðlarnir sækjast eftir viðtölum. Svo sá maður í salnum að þau eiga dygga aðdáendur sem klæða sig upp en maður fann einnig fyrir því að Ísraelsmenn fagna þeim ekki,“ segir Selma. Selma kom fram á Euro Club sem er á vegum keppninnar og söng þar vel valin Eurovision-lög. „Það var tryllt. Ég tók mín lög og svo kom Friðrik Ómar og við tókum hans lag og nokkur vel valin Eurovision-lög. Troðfullt hús af einlægum aðdáendum keppninnar sem sungu með hverju einasta lagi. Svoleiðis gigg eru best,“ segir Selma sem segist reglulega lenda í skemmtilegum uppákomum með aðdáendum Eurovision og sú varð líka raunin í Tel Avív. „Hingað kemur fólk hvaðanæva úr heiminum, við lentum í því í fyrrakvöld þegar við vorum á leið á undankeppnina að finna ekki leigubíl enda margir að fara þangað. Við sáum tvo menn álengdar vera að tala við leigubílstjóra og heyrðum að þeir voru á leiðinni í höllina. Ég spurði hvort við mættum deila leigubíl með þeim og þeir samþykktu það. Í bílnum fórum við að spjalla og komumst að því að þeir voru frá Þýskalandi. Þegar talið barst að Íslandi og Hatara sögðust þeir ekki tengja við það lag og þá segir annar, en það var eitt lag frá Íslandi sem tók þátt fyrir 20 árum sem er mitt allra uppáhalds, það heitir All Out of Luck og ég man að ég hélt partí þetta kvöld og þegar að lagið hafnaði bara í öðru sæti þá var ég alveg eyðilagður og þar með partíið. Þá bara pikkaði ég í manninn og sagði, ég söng þetta lag, ég er Selma. Aumingja maðurinn missti algjörlega andlitið og snöggsvitnaði og átti erfitt með að horfa framan í mig eftir þetta. En svo jafnaði hann sig og við hlógum að því hvað heimurinn er lítill. Tókum svo mynd af okkur saman og kvöddumst. Svona er lífið í Eurovision-landi.“Upplifun að heimsækja Jerúsalem Selma segir Tel Avív magnaða borg en hún heimsótti einnig Jerúsalem aftur og fannst það mikil upplifun. „Tel Avív er borg sem aldrei sefur, iðandi mannlíf, strandlíf, mikið af flottum veitingahúsum og mikið næturlíf. Við fórum til Jerúsalem og það var gaman að koma þangað aftur enda keppti ég þar. Ég keyrði fram hjá höllinni sem ég kom fram í og við fórum í gamla bæinn og að Grátmúrnum sem er auðvitað upplifun.“Með mörg járn í eldinum Selma er að koma úr hörkuvinnutörn, Ronja ræningjadóttir í Þjóðleikhúsinu hefur gengið vel og hún ræktar einnig tónlistarferilinn með. Hvernig fer hún að þessu? Er hún með fleiri klukkustundir en við hin í sólarhringnum? „Ég er bara eins og hver annar duglegur Íslendingur, geri þetta með þrautseigju, elju og skipulagningu,“ segir Selma en í lok maí hefjast æfingar á Shakespeare verður ástfanginn sem hún leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. „Ég er mjög spennt að hefja æfingar. Svo er ég að fara á leiklistarhátíð í Hong Kong með Hróa Hött sem við Gísli Örn Garðarsson höfum sett upp víðs vegar um heiminn, ég er að gifta fólk og stjórna nafngjafarathöfnum fyrir Siðmennt og er að veislustýra mikið og syngja svo ég er alltaf með mörg járn í eldinum. Síðan ætla ég nú líka í frí, mun ferðast til Víetnam með vinum og börnunum mínum.“
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira