Þrjú fullgild vilyrði um lóðir undir ódýrar íbúðir Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. júlí 2019 07:00 Svona líta hugmyndir Þorpsins um uppbyggingu í Gufunesi út. Mynd/Þorpið Þrír af þeim níu hópum sem valdir voru til þátttöku í verkefni Reykjavíkurborgar um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa fengið fullgild lóðarvilyrði frá borginni. Rætt var um stöðu verkefnisins á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Þessi þrjú verkefni sem eru lengst komin eru á vegum félaganna Frambúðar, sem þróar byggð í Skerjafirði, Vaxtarhúss, sem hyggst byggja á Sjómannaskólareit, og Urðarsels sem fékk úthlutað reit í Úlfarsárdal. Til viðbótar hefur borgarráð samþykkt að veita fimm verkefnum aukinn frest til að tryggja fjármögnun eiginfjár sem er 20 prósent af áætluðum byggingarkostnaði. Félögin Þorpið og Hoffell sem eru að þróa hagkvæmt húsnæði í Gufunesi hafa þegar skilað gögnum um fjármögnun til borgarinnar. Samkvæmt áætlunum verkefnisins er gert ráð fyrir að umræddar framkvæmdir geti hafist á næstu 12 til 24 mánuðum. Hins vegar ákvað félagið Heimavellir að draga sig út úr verkefninu en það hafði fengið vilyrði fyrir reit á Veðurstofuhæð. Félagið Variat ákvað í kjölfarið að færa sitt verkefni frá Bryggjuhverfinu yfir á Veðurstofuhæð. Þá samþykkti borgarráð á fundi sínum að slíta viðræðum við félagið Abakus vegna uppbyggingar við Bryggjuhverfi þar sem engum gögnum hafði verið skilað innan tilskilins tímafrests. Verður öðrum teymum sem tóku þátt í verkefninu því boðið að koma að því verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Dregið verður um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi Á sjöunda hundrað manns hafa sótt um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi i Gufunesi sem Þorpið vistfélag stefnir á að reisa. Dregið verður um hverjir fái hvaða íbúðir við úthlutun. 6. júní 2019 13:24 Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar. 22. nóvember 2018 09:15 Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þrír af þeim níu hópum sem valdir voru til þátttöku í verkefni Reykjavíkurborgar um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa fengið fullgild lóðarvilyrði frá borginni. Rætt var um stöðu verkefnisins á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Þessi þrjú verkefni sem eru lengst komin eru á vegum félaganna Frambúðar, sem þróar byggð í Skerjafirði, Vaxtarhúss, sem hyggst byggja á Sjómannaskólareit, og Urðarsels sem fékk úthlutað reit í Úlfarsárdal. Til viðbótar hefur borgarráð samþykkt að veita fimm verkefnum aukinn frest til að tryggja fjármögnun eiginfjár sem er 20 prósent af áætluðum byggingarkostnaði. Félögin Þorpið og Hoffell sem eru að þróa hagkvæmt húsnæði í Gufunesi hafa þegar skilað gögnum um fjármögnun til borgarinnar. Samkvæmt áætlunum verkefnisins er gert ráð fyrir að umræddar framkvæmdir geti hafist á næstu 12 til 24 mánuðum. Hins vegar ákvað félagið Heimavellir að draga sig út úr verkefninu en það hafði fengið vilyrði fyrir reit á Veðurstofuhæð. Félagið Variat ákvað í kjölfarið að færa sitt verkefni frá Bryggjuhverfinu yfir á Veðurstofuhæð. Þá samþykkti borgarráð á fundi sínum að slíta viðræðum við félagið Abakus vegna uppbyggingar við Bryggjuhverfi þar sem engum gögnum hafði verið skilað innan tilskilins tímafrests. Verður öðrum teymum sem tóku þátt í verkefninu því boðið að koma að því verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Dregið verður um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi Á sjöunda hundrað manns hafa sótt um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi i Gufunesi sem Þorpið vistfélag stefnir á að reisa. Dregið verður um hverjir fái hvaða íbúðir við úthlutun. 6. júní 2019 13:24 Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar. 22. nóvember 2018 09:15 Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Dregið verður um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi í Gufunesi Á sjöunda hundrað manns hafa sótt um íbúðir í nýju smáíbúðahverfi i Gufunesi sem Þorpið vistfélag stefnir á að reisa. Dregið verður um hverjir fái hvaða íbúðir við úthlutun. 6. júní 2019 13:24
Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar. 22. nóvember 2018 09:15
Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00