Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 17:00 Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína um þrjúleytið í dag. Upp úr sauð á Alþingi í gær þar sem tekist var á um þörf héraðssaksóknara á frekara fjármagni til að sinna aukningu í málum á borði hans. Á meðal málanna er Samherjamálið svonefnda til viðbótar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsal í fússi á mánudag eftir orðaskipti við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í pontu á Alþingi í dag að panikk hefði gert vart við sig hjá ríkisstjórninni í vegna málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra virtist ekkert skilja í fullyrðingum Þorgerðar Katrínar þar sem hún sat með Liverpool-trefil í sæti sínu. Liverpool getur með sigri á Napólí í kvöld tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svöruðu þessum ummælum Þorgerðar Katrínar. Sigurður sagði við mikla kátínu í þingsal að gleymst hefði að láta hann vita af þessu panikki. Sagði Birgir ræðuna hennar „rugl“ og minnti á að hann væri seinþreyttur til slíkra orða í ræðustól. „Það hafði engin úrslitaáhrif þó að auðvitað þessi stemmning í kringum Samherjamálið rifjaði upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Hann eigi eftir að ræða við skrifstofustjóra um praktískt framhald á störfum sínum á þingi. Hann ætli þó ekki að halla sér upp að ákveðnum flokkum. „Þetta er ekki flokkaflakk.“ Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir hafa farið að einhverju leyti saman hönd í hönd sem þingmenn VG sem gagnrýna samstarf flokkanna. Skrifuðu þau til að mynda hvorugt undir stjórnarsáttmálann á sínum tíma. „Ég lét hana vita áður en ég tilkynnti þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek út frá mínum persónulegu þolmörkum og get ekkert svarað fyrir hana,“ segir Andrés. Aðspurður hvort reikna megi með því að atkvæði Andrésar muni í auknum mæli falla með stjórnarandstöðunni segir Andrés: „Ég tek afstöðu til mála á málefnalegum grunni eins og ég hef gert til þessa.“ Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína um þrjúleytið í dag. Upp úr sauð á Alþingi í gær þar sem tekist var á um þörf héraðssaksóknara á frekara fjármagni til að sinna aukningu í málum á borði hans. Á meðal málanna er Samherjamálið svonefnda til viðbótar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsal í fússi á mánudag eftir orðaskipti við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í pontu á Alþingi í dag að panikk hefði gert vart við sig hjá ríkisstjórninni í vegna málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra virtist ekkert skilja í fullyrðingum Þorgerðar Katrínar þar sem hún sat með Liverpool-trefil í sæti sínu. Liverpool getur með sigri á Napólí í kvöld tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svöruðu þessum ummælum Þorgerðar Katrínar. Sigurður sagði við mikla kátínu í þingsal að gleymst hefði að láta hann vita af þessu panikki. Sagði Birgir ræðuna hennar „rugl“ og minnti á að hann væri seinþreyttur til slíkra orða í ræðustól. „Það hafði engin úrslitaáhrif þó að auðvitað þessi stemmning í kringum Samherjamálið rifjaði upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Hann eigi eftir að ræða við skrifstofustjóra um praktískt framhald á störfum sínum á þingi. Hann ætli þó ekki að halla sér upp að ákveðnum flokkum. „Þetta er ekki flokkaflakk.“ Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir hafa farið að einhverju leyti saman hönd í hönd sem þingmenn VG sem gagnrýna samstarf flokkanna. Skrifuðu þau til að mynda hvorugt undir stjórnarsáttmálann á sínum tíma. „Ég lét hana vita áður en ég tilkynnti þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek út frá mínum persónulegu þolmörkum og get ekkert svarað fyrir hana,“ segir Andrés. Aðspurður hvort reikna megi með því að atkvæði Andrésar muni í auknum mæli falla með stjórnarandstöðunni segir Andrés: „Ég tek afstöðu til mála á málefnalegum grunni eins og ég hef gert til þessa.“
Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira