Arnór situr í stjórn rafíþróttadeildar KR Hjörvar Ólafsson skrifar 9. október 2019 16:00 Arnór Ingvi Traustason er hér að búa sig undir landsliðsæfingu Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er að undirbúa sig fyrir leik með liðinu á móti ríkjandi heimsmeisturum Frakklands. Þá stendur hann í harðri baráttu með liði sínu, Malmö, um sænska meistaratitilinn og að komast upp úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það sem kannski fáir vita er að Arnór Ingvi er lunkinn rafíþróttamaður og situr hann í stjórn rafíþróttadeildar KR sem stofnuð var í haust. „Ég hef spilað Counter Strike frá því að ég var unglingur og er bara nokkuð öflugur í þeim leik. Félagi minn, Þórir Viðarsson, bað mig svo um að hjálpa sér við að halda úti rafíþróttadeild KR og það var bara meira en sjálfsagt. Ég er nú kannski ekki sá virkasti í stjórninni en ég reyni að hjálpa til þegar ég get. Ég spila reglulega og það er gaman að geta hjálpað til við að koma þessu af stað hjá KR,“ segir Arnór Ingvi um tildrög þess að hann varð stjórnarmaður í rafíþróttadeild KR. „Þetta er risastór íþrótt á heimsvísu og til að mynda í Svíþjóð er þetta mjög vinsælt. Það var haldið mót í Malmö um daginn sem trekkti mikið að og það var glæsileg umgjörð í kringum það mót. Það er mjög gaman að sjá að íslensk félög eru að taka við sér og skilgreina tölvuleiki sem rafíþrótt. Það eru mjög margir sem eru að spila þennan leik og fleiri á Íslandi og gott að félögin séu til í að hýsa og aðstoða við utanumhald á þessari íþrótt,“ segir hann enn fremur. „Við erum að fara að mæta mjög sterku liði og við verðum að spila okkar besta leik til þess að ná í stig. Við höfum gert það áður hérna á Laugardalsvellinum og ef að við náum upp okkar skipulagi hef ég fulla trú á að við nælum í stig,“ segir Arnór um leikinn gegn Frökkum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Rafíþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er að undirbúa sig fyrir leik með liðinu á móti ríkjandi heimsmeisturum Frakklands. Þá stendur hann í harðri baráttu með liði sínu, Malmö, um sænska meistaratitilinn og að komast upp úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það sem kannski fáir vita er að Arnór Ingvi er lunkinn rafíþróttamaður og situr hann í stjórn rafíþróttadeildar KR sem stofnuð var í haust. „Ég hef spilað Counter Strike frá því að ég var unglingur og er bara nokkuð öflugur í þeim leik. Félagi minn, Þórir Viðarsson, bað mig svo um að hjálpa sér við að halda úti rafíþróttadeild KR og það var bara meira en sjálfsagt. Ég er nú kannski ekki sá virkasti í stjórninni en ég reyni að hjálpa til þegar ég get. Ég spila reglulega og það er gaman að geta hjálpað til við að koma þessu af stað hjá KR,“ segir Arnór Ingvi um tildrög þess að hann varð stjórnarmaður í rafíþróttadeild KR. „Þetta er risastór íþrótt á heimsvísu og til að mynda í Svíþjóð er þetta mjög vinsælt. Það var haldið mót í Malmö um daginn sem trekkti mikið að og það var glæsileg umgjörð í kringum það mót. Það er mjög gaman að sjá að íslensk félög eru að taka við sér og skilgreina tölvuleiki sem rafíþrótt. Það eru mjög margir sem eru að spila þennan leik og fleiri á Íslandi og gott að félögin séu til í að hýsa og aðstoða við utanumhald á þessari íþrótt,“ segir hann enn fremur. „Við erum að fara að mæta mjög sterku liði og við verðum að spila okkar besta leik til þess að ná í stig. Við höfum gert það áður hérna á Laugardalsvellinum og ef að við náum upp okkar skipulagi hef ég fulla trú á að við nælum í stig,“ segir Arnór um leikinn gegn Frökkum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Rafíþróttir Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira