Skemmtiferðaskip losar fínt svifryk á við þúsundir bíla Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2019 10:00 Útblástur frá skemmtiferðaskipinu Viktoríu drottningu var mæld í gærmorgun á milli klukkan 7:30 og 9:00. Skipið tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Kåre Press-Kristensen Losun skemmtiferðaskipa á örfínu brennisteinssvifryki sem mælist við Sundahöfn er sambærileg við þrjú til fimm þúsund bíla samkvæmt mælingum sem gerðar voru fyrir íslensk náttúruverndarsamtök. Danskur sérfræðingur segir líklegt að mengunin geti orðið enn meiri þegar útblásturinn leggur yfir Reykjavík. Kåre Press-Kristensen, umhverfisverkfræðingur frá Danska vistfræðiráðinu, mældi mengun frá skemmtiferðaskipinu Viktoríu drottningu við Sundahöfn í gær. Hann vinnur með Clean Arctic Alliance, regnhlífarsamtökum sem vinna að banni við bruna á svartolíu á norðurslóðum, sem Náttúruverndarsamtök Íslands eiga aðild að. Mælingin benti til þess að styrkur PM0,1 svifryks, fínustu gerðar rykagna, væri tvö hundruð sinnum meiri á bryggjunni við skemmtiferðaskip sem lá við Sundahöfn í morgun en eðlilegt er í borginni, á milli 40.000-50.000 agnir á rúmsentímetra. Það eru jafnmargar agnir og þrjú til fimm þúsund bílar losuðu á sekúndu.Sambærilegt magn svifryks mældist við Sundahöfn sumarið 2017 þegar þýsk náttúruverndarsamtök mældu það fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. Á annað hundrað skemmtiferða- og farþegaskip koma til hafnar í Reykjavík á þessu ári. PM0,1-svifryk eru fínustu mengunaragnirnar, sót sem losnar við bruna á brennsluolíu í vélum skemmtiferðaskipanna. Þær eru svo smáar að þær smjúga djúpt ofan í lungu fólks sem andar þeim að sér. Þar valda þær bólgum og geta dreift sér um líkamann í gegnum blóðrásina. Fínt svifryk hefur verið tengt við hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, krabbamein og fleiri heilsukvilla sem leiða til ótímabærra dauðsfalla.Myndirnar sýna tvær mælingar. Annars vegar frá skemmtiferðaskipi í Sundahöfn og hins vegar frá púströri díselbíls. Eins og sjá má er mengun skipsins margfalt meiri, þrátt fyrir að mæling sé tekin alveg við púströr bílsins.Berst yfir borgina við vissar aðstæður Press-Kristensen segir við Vísi að mælingin sem var gerð í gærmorgun hafi aðeins náð til jaðars mengunarskýsins frá skemmtiferðaskipinu. Styrkur svifryksins sé enn meiri í skýinu miðju sem komi niður fjær höfninni. Þegar vindátt og hraði er óhagstæður getur sú mengun komið niður yfir byggð. Mikil mengun losni frá skipunum sem liggi oft við höfn í allt að hálfan sólahring. Ólíkt bílum og orkuverum sem brenna jarðefnaeldsneyti eru engar mengunarsíur eða útblásturshreinsikerfi í skipunum. Eins er margfalt meiri brennisteinn í hreinasta skipaeldsneyti en í dísilolíu fyrir bifreiðar. Mengunin eigi sér yfirleitt stað á sumrin og á tímum dags þegar fólk er úti við. Þegar skipin láta svo úr höfn brenna þau enn óhreinna eldsneyti, svartolíu. Press-Kristensen segir að auk loftmengunarinnar verið að huga að hættunni á svartolíuleka frá skipunum sem sigla um norðurslóðir. Ómögulegt yrði að hreinsa upp olíuleka í norðurhöfum. Mengunin yrði lengi að eyðast og dreifðist víða með tilheyrandi áhrifum á náttúru og lífríki hafsins. „Þessu skítuga eldsneyti ætti ekki að brenna á skipum án nokkurra mengunarvarna. Þau geta siglt á hreinna eldsneyti og það er kominn tími til að við látum skipaiðnaðinn laga sig að nútímanum,“ segir hann.Á annað hundrað skemmtiferðaskipa koma til Reykjavíkur á þessu ári. Svifryksmengun frá þeim er á við þúsundir bíla.Kåre Press-KristensenTengi skipin við rafmagn og banni svartolíu Í stað þess að brenna óhreinni olíu segir Press-Kristensen að skipin ættu að tengjast rafmagni í landi þegar þau eru við höfn á Íslandi. Mörg þeirra séu nú þegar búin til að taka við rafmagni, þau þurfi aðeins innstunguna. Þá þurfi að koma mengunarsíum í skipin til að hreinsa útblástur þeirra. Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að miðað við mengunina í Sundahöfn megi ætla að hún sé ekki minni í öðrum höfnum landsins þar sem skemmtiferðaskip koma eins og í Seyðisfirði, á Akureyri og í Ísafirði.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Ísland ætti að nota formennsku sína í Norðurskautsráðinu næstu tvö árin og í norrænu ráðherranefndinni á næsta ári til þess að afla fylgis við tillögur um bann við bruna á svartolíu á norðurslóðum. Hann bendir jafnframt á loftslagsáhrif sótsins sem losnar við bruna á svartolíu. Sótið sest á ís og jökla á norðurslóðum þar sem það drekkur í sig sólarorku og eykur þannig bráðnun sem þegar á sér stað vegna hnattrænna hlýnunar af völdum manna. „Íslandi er ekki stætt á að leyfa íslenskum skipum að brenna svartolíu ef markmiðið er samtímis að fasa út svartolíu, líkt og segir í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum,“ segir Árni. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskaði eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem takmörkun á bruna svartolíu innan íslenskrar landhelgi í vor. Með þeirri breytingu yrði leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti lækkað úr 3,5% í 0,1% um áramótin.Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Svartolíumál til skoðunar hjá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu Guðmundur segir að skömmu eftir að hann hafi tekið við embætti hafi hann falið Umhverfisstofnun að taka saman greinargerð um mögulegt bann við brennslu svartolíu. 16. júlí 2018 15:18 Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Losun skemmtiferðaskipa á örfínu brennisteinssvifryki sem mælist við Sundahöfn er sambærileg við þrjú til fimm þúsund bíla samkvæmt mælingum sem gerðar voru fyrir íslensk náttúruverndarsamtök. Danskur sérfræðingur segir líklegt að mengunin geti orðið enn meiri þegar útblásturinn leggur yfir Reykjavík. Kåre Press-Kristensen, umhverfisverkfræðingur frá Danska vistfræðiráðinu, mældi mengun frá skemmtiferðaskipinu Viktoríu drottningu við Sundahöfn í gær. Hann vinnur með Clean Arctic Alliance, regnhlífarsamtökum sem vinna að banni við bruna á svartolíu á norðurslóðum, sem Náttúruverndarsamtök Íslands eiga aðild að. Mælingin benti til þess að styrkur PM0,1 svifryks, fínustu gerðar rykagna, væri tvö hundruð sinnum meiri á bryggjunni við skemmtiferðaskip sem lá við Sundahöfn í morgun en eðlilegt er í borginni, á milli 40.000-50.000 agnir á rúmsentímetra. Það eru jafnmargar agnir og þrjú til fimm þúsund bílar losuðu á sekúndu.Sambærilegt magn svifryks mældist við Sundahöfn sumarið 2017 þegar þýsk náttúruverndarsamtök mældu það fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. Á annað hundrað skemmtiferða- og farþegaskip koma til hafnar í Reykjavík á þessu ári. PM0,1-svifryk eru fínustu mengunaragnirnar, sót sem losnar við bruna á brennsluolíu í vélum skemmtiferðaskipanna. Þær eru svo smáar að þær smjúga djúpt ofan í lungu fólks sem andar þeim að sér. Þar valda þær bólgum og geta dreift sér um líkamann í gegnum blóðrásina. Fínt svifryk hefur verið tengt við hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, krabbamein og fleiri heilsukvilla sem leiða til ótímabærra dauðsfalla.Myndirnar sýna tvær mælingar. Annars vegar frá skemmtiferðaskipi í Sundahöfn og hins vegar frá púströri díselbíls. Eins og sjá má er mengun skipsins margfalt meiri, þrátt fyrir að mæling sé tekin alveg við púströr bílsins.Berst yfir borgina við vissar aðstæður Press-Kristensen segir við Vísi að mælingin sem var gerð í gærmorgun hafi aðeins náð til jaðars mengunarskýsins frá skemmtiferðaskipinu. Styrkur svifryksins sé enn meiri í skýinu miðju sem komi niður fjær höfninni. Þegar vindátt og hraði er óhagstæður getur sú mengun komið niður yfir byggð. Mikil mengun losni frá skipunum sem liggi oft við höfn í allt að hálfan sólahring. Ólíkt bílum og orkuverum sem brenna jarðefnaeldsneyti eru engar mengunarsíur eða útblásturshreinsikerfi í skipunum. Eins er margfalt meiri brennisteinn í hreinasta skipaeldsneyti en í dísilolíu fyrir bifreiðar. Mengunin eigi sér yfirleitt stað á sumrin og á tímum dags þegar fólk er úti við. Þegar skipin láta svo úr höfn brenna þau enn óhreinna eldsneyti, svartolíu. Press-Kristensen segir að auk loftmengunarinnar verið að huga að hættunni á svartolíuleka frá skipunum sem sigla um norðurslóðir. Ómögulegt yrði að hreinsa upp olíuleka í norðurhöfum. Mengunin yrði lengi að eyðast og dreifðist víða með tilheyrandi áhrifum á náttúru og lífríki hafsins. „Þessu skítuga eldsneyti ætti ekki að brenna á skipum án nokkurra mengunarvarna. Þau geta siglt á hreinna eldsneyti og það er kominn tími til að við látum skipaiðnaðinn laga sig að nútímanum,“ segir hann.Á annað hundrað skemmtiferðaskipa koma til Reykjavíkur á þessu ári. Svifryksmengun frá þeim er á við þúsundir bíla.Kåre Press-KristensenTengi skipin við rafmagn og banni svartolíu Í stað þess að brenna óhreinni olíu segir Press-Kristensen að skipin ættu að tengjast rafmagni í landi þegar þau eru við höfn á Íslandi. Mörg þeirra séu nú þegar búin til að taka við rafmagni, þau þurfi aðeins innstunguna. Þá þurfi að koma mengunarsíum í skipin til að hreinsa útblástur þeirra. Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir að miðað við mengunina í Sundahöfn megi ætla að hún sé ekki minni í öðrum höfnum landsins þar sem skemmtiferðaskip koma eins og í Seyðisfirði, á Akureyri og í Ísafirði.Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.Ísland ætti að nota formennsku sína í Norðurskautsráðinu næstu tvö árin og í norrænu ráðherranefndinni á næsta ári til þess að afla fylgis við tillögur um bann við bruna á svartolíu á norðurslóðum. Hann bendir jafnframt á loftslagsáhrif sótsins sem losnar við bruna á svartolíu. Sótið sest á ís og jökla á norðurslóðum þar sem það drekkur í sig sólarorku og eykur þannig bráðnun sem þegar á sér stað vegna hnattrænna hlýnunar af völdum manna. „Íslandi er ekki stætt á að leyfa íslenskum skipum að brenna svartolíu ef markmiðið er samtímis að fasa út svartolíu, líkt og segir í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum,“ segir Árni. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskaði eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem takmörkun á bruna svartolíu innan íslenskrar landhelgi í vor. Með þeirri breytingu yrði leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti lækkað úr 3,5% í 0,1% um áramótin.Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Svartolíumál til skoðunar hjá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu Guðmundur segir að skömmu eftir að hann hafi tekið við embætti hafi hann falið Umhverfisstofnun að taka saman greinargerð um mögulegt bann við brennslu svartolíu. 16. júlí 2018 15:18 Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07
Svartolíumál til skoðunar hjá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu Guðmundur segir að skömmu eftir að hann hafi tekið við embætti hafi hann falið Umhverfisstofnun að taka saman greinargerð um mögulegt bann við brennslu svartolíu. 16. júlí 2018 15:18
Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36