Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2019 14:15 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambands Íslands. vísir/vilhelm Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. Meðal annars á að auka kröfu á túlkaþjónustu innan fyrirtækja fyrir erlenda starfsmenn og veikindaréttur barna eykst. Breytingar verða meðal annars gerðar á kafla sjö í aðalkjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og bætt við klausu þess efnis að þegar miðla þarf mikilvægum upplýsingum til starfsmanna, svo sem um öryggismál, vinnutilhögun, breytingar á vinnustað eða mál er varða einstaka starfsmenn, skal atvinnurekandi leitast við að hafa túlkun til staðar fyrir þá starfsmenn sem á því þurfa að halda. Mikið er um erlent vinnuafl í ferðaþjónustunni og í nýútkominni rannsóknarskýrslu Dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur um innflytjendur í ferðaþjónustu segir að 75 prósent þeirra sem starfa á hótelum séu útlendingar. „Þar sem fjölgar erlendum starfsmönnum, þá hefur skapast ákveðin vandamál. Menn hafa ekki verið að sinna því að fá túlka þegar verið er að halda starfsmannafundi og fá leiðbeiningar. Ég hef heyrt af því að það hafi verið fundur um öryggismál í fyrirtæki og helmingur starfsmanna skilur ekki orð af því sem talað er um. Við sjáum því að þetta gengur ekki og það þarf að hafa reglur um það,“ segir Björn. Hann segir að setjast eigi niður og búa til leiðbeiningar til að aðstoða fyrirtæki að koma í veg fyrir dæmi sem þessi. Björn segir einnig stóran sigur felast í margra ára baráttumáli sem snýr að veikindarétti. í kafla átta um greiðslu launa í veikinda- og slysatilfellum náðist samkomulag um veikindi barna. „Það hefur verið þannig að einungis hafa það verið börn undir þrettán ára aldri sem fólk hefur getað nýtt þessa veikindadaga sem það á vegna veikinda barna. Núna náðum við því ef að börn eru yngri en sextán ára og lenda inni á sjúkrahúsi í að minnsta kosti einn dag þá getur fólk nýtt sér veikindarétt barna til að sinna þeim,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. Meðal annars á að auka kröfu á túlkaþjónustu innan fyrirtækja fyrir erlenda starfsmenn og veikindaréttur barna eykst. Breytingar verða meðal annars gerðar á kafla sjö í aðalkjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og bætt við klausu þess efnis að þegar miðla þarf mikilvægum upplýsingum til starfsmanna, svo sem um öryggismál, vinnutilhögun, breytingar á vinnustað eða mál er varða einstaka starfsmenn, skal atvinnurekandi leitast við að hafa túlkun til staðar fyrir þá starfsmenn sem á því þurfa að halda. Mikið er um erlent vinnuafl í ferðaþjónustunni og í nýútkominni rannsóknarskýrslu Dr. Hallfríðar Þórarinsdóttur um innflytjendur í ferðaþjónustu segir að 75 prósent þeirra sem starfa á hótelum séu útlendingar. „Þar sem fjölgar erlendum starfsmönnum, þá hefur skapast ákveðin vandamál. Menn hafa ekki verið að sinna því að fá túlka þegar verið er að halda starfsmannafundi og fá leiðbeiningar. Ég hef heyrt af því að það hafi verið fundur um öryggismál í fyrirtæki og helmingur starfsmanna skilur ekki orð af því sem talað er um. Við sjáum því að þetta gengur ekki og það þarf að hafa reglur um það,“ segir Björn. Hann segir að setjast eigi niður og búa til leiðbeiningar til að aðstoða fyrirtæki að koma í veg fyrir dæmi sem þessi. Björn segir einnig stóran sigur felast í margra ára baráttumáli sem snýr að veikindarétti. í kafla átta um greiðslu launa í veikinda- og slysatilfellum náðist samkomulag um veikindi barna. „Það hefur verið þannig að einungis hafa það verið börn undir þrettán ára aldri sem fólk hefur getað nýtt þessa veikindadaga sem það á vegna veikinda barna. Núna náðum við því ef að börn eru yngri en sextán ára og lenda inni á sjúkrahúsi í að minnsta kosti einn dag þá getur fólk nýtt sér veikindarétt barna til að sinna þeim,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira