Endurbygging eina tvöfalda steinbæjarins í borginni á lokametrunum Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2019 11:00 Húsið verður selt á almennum markaði og gerir framkvæmdastjóri Minjaverndar ráð fyrir að tap félagsins vegna verksins verði um tuttugu milljónir króna. vísir/vilhelm Áætlað er að framkvæmdum við endurbætur Minjaverndar á Stóraseli við Holtsgötu í Reykjavík, eina tveggja bursta steinbæ sem eftir er í borginni, ljúki í maí næstkomandi. Framkvæmdastjóri Minjaverndar segir ávallt hafa verið gert ráð fyrir tap verði á verkefninu, en til stendur að selja húsið á almennum markaði þegar framkvæmdum lýkur. Bærinn var byggður í tveimur áföngum árin 1884 og 1893, en áður hafði þar staðið torfbær um margra alda skeið. Bærinn stendur nú í bakgarði húsa við Holtsgötu, Ánanaust, Sólvallagötu og Framnesveg. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir að Minjavernd hafi tekið við húsinu árið 2014 þegar gerður var rammasamningur við Reykjavíkurborg – samning sem náði meðal annars til þessa húss. Hann segir húsið hafa verið afar hrörlegt og því „misþyrmt“, meðal annars með ýmsum viðbyggingum svo sem gróðurhúsi á þaki. Þá hafði hluti hlaðinna veggja verið rifinn. Húsið var hrörlegt að sjá fyrir endurbætur.Mynd/Minjavernd 20 milljón króna tap Byrjað var að taka innan úr húsinu árið 2015 og stóðu svo yfir fornleifarannsóknir fram til ársins 2016. „Endurgerð að ytra byrði er nú lokið, búið er að endurhlaða þá steinveggi sem endurhlaðnir verða og er unnið að undirbúningi panelklæðninga innandyra. Áætlað er að verkinu verði lokið í maí,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar Hann segir að samkvæmt um þriggja ára gamalli fjárhagsáætlun hafi verið gert ráð fyrir að byggingar- og hönnunarkostnaður yrði um áttatíu milljónir. Ekki sé talinn með kostnaður vegna ýmissa leyfa og fornleifarannsókna. Selt á almennum markaði Húsið verður selt á almennum markaði og gerir Þorsteinn ráð fyrir að tap Minjaverndar vegna verksins verði um tuttugu milljónir. Alltaf hafi verið gert ráð fyrir tap á verkinu líkt og oft er þegar Minjavernd hefur við byggingum og hyggur á endurbætur. Minjavernd er hlutafélag þar sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg eiga bæði um 38 prósenta hlut, og sjálfseignarstofnunin Minjar um 23 prósenta hlut. Einu sinni var...Mynd/Minjavernd Borgarstjórn Fornminjar Reykjavík Húsavernd Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Áætlað er að framkvæmdum við endurbætur Minjaverndar á Stóraseli við Holtsgötu í Reykjavík, eina tveggja bursta steinbæ sem eftir er í borginni, ljúki í maí næstkomandi. Framkvæmdastjóri Minjaverndar segir ávallt hafa verið gert ráð fyrir tap verði á verkefninu, en til stendur að selja húsið á almennum markaði þegar framkvæmdum lýkur. Bærinn var byggður í tveimur áföngum árin 1884 og 1893, en áður hafði þar staðið torfbær um margra alda skeið. Bærinn stendur nú í bakgarði húsa við Holtsgötu, Ánanaust, Sólvallagötu og Framnesveg. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir að Minjavernd hafi tekið við húsinu árið 2014 þegar gerður var rammasamningur við Reykjavíkurborg – samning sem náði meðal annars til þessa húss. Hann segir húsið hafa verið afar hrörlegt og því „misþyrmt“, meðal annars með ýmsum viðbyggingum svo sem gróðurhúsi á þaki. Þá hafði hluti hlaðinna veggja verið rifinn. Húsið var hrörlegt að sjá fyrir endurbætur.Mynd/Minjavernd 20 milljón króna tap Byrjað var að taka innan úr húsinu árið 2015 og stóðu svo yfir fornleifarannsóknir fram til ársins 2016. „Endurgerð að ytra byrði er nú lokið, búið er að endurhlaða þá steinveggi sem endurhlaðnir verða og er unnið að undirbúningi panelklæðninga innandyra. Áætlað er að verkinu verði lokið í maí,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar Hann segir að samkvæmt um þriggja ára gamalli fjárhagsáætlun hafi verið gert ráð fyrir að byggingar- og hönnunarkostnaður yrði um áttatíu milljónir. Ekki sé talinn með kostnaður vegna ýmissa leyfa og fornleifarannsókna. Selt á almennum markaði Húsið verður selt á almennum markaði og gerir Þorsteinn ráð fyrir að tap Minjaverndar vegna verksins verði um tuttugu milljónir. Alltaf hafi verið gert ráð fyrir tap á verkinu líkt og oft er þegar Minjavernd hefur við byggingum og hyggur á endurbætur. Minjavernd er hlutafélag þar sem íslenska ríkið og Reykjavíkurborg eiga bæði um 38 prósenta hlut, og sjálfseignarstofnunin Minjar um 23 prósenta hlut. Einu sinni var...Mynd/Minjavernd
Borgarstjórn Fornminjar Reykjavík Húsavernd Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira