Tungnamenn vilja alls ekki þjóðgarð á miðhálendinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2019 19:15 Mikill hiti er í bændum og búaliði í Biskupstungum sem mótmæla harðlega áformum stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Þá leggst sveitarstjórn Bláskógabyggðar alfarið gegn um stofnun þjóðgarðsins. Íbúar í Reykholti í Biskupstungum sem er í Bláskógabyggð koma mikið saman í Bjarnabúð til að ræða málin, fá sér kaffi og taka í nefið. Mál málanna þessa dagana eru áform umhverfis og auðlindaráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Ísland. Anddyri þjóðgarðsins yrði í Bláskógabyggð við Kjalveg. Miðhálendið tekur yfir um 40% af flatarmáli Íslands. Tungnamönnum líst ekkert á hugmyndina, hvað þá sveitarstjórn Bláskógabyggðar sem segir alls ekki tímabært að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. „Þetta kemur fyrst og fremst illa við okkur varðandi það að við erum að missa skipulagsvaldið, skipulagsvaldið mun skerðast, það er alveg klárt og hvernig menn segja að útfærslan eigi að vera. Þetta er eitthvað, sem sveitarfélög verða að passa gríðarlega upp á því það er alltaf verið að tala um á tyllidögum að styrkja sveitarstjórnarstigið en með þessu er verið að veikja sveitarstjórnarstigið,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Er þetta eigingirni í ykkur? „Nei, alls ekki, alls ekki, ég held að við höfum passað vel upp á afréttin og hálendið hingað til og munum gera það áfram. Ég held að okkur sé best treystandi til að sjá um þessi mál.“ Málið er heitt í Biskupstungum enda hafa allir skoðun á því hvort þjóðgarður verður byggður upp á miðhálendinu eða ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðrún S. Magnúsdóttir er fjallkóngur Tungnamanna, bóndi og situr í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Hún vill alls ekki þjóðgarð á miðhálendið. „Það kemur nú berlega í ljós núna á þessum dögum að það væri nú nær að byggja upp sterka innviði þar sem er byggð á Íslandi fyrir norðan, austan og vestan þar sem allt er í molum núna. Svona ný ríkisstofnun, þetta er ekkert annað en ný ríkisstofnun hún kallar á gríðarlega fjármuni ef vel á að vera,“ segir Guðrún og bætir við: „Við höfum mikla tengingu við hálendið. Þetta mun bara stíga á okkur og menn skulu ekki halda það Magnús Hlynur að þegar þetta er orðið ríkisstofnun og menn fyrir sunnan, því ráðherra mun að endingu hafa mestu völd, hver sem það verður hverju sinni, þá erum við ekki að fara að vinna þarna í sjálfboðaliðavinnu meðan einhverjir herrar fyrri sunnan fá greidd laun fyrir það, menn verða þá að sjá um skúringarnar sjálfir líka.“ Bláskógabyggð Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Mikill hiti er í bændum og búaliði í Biskupstungum sem mótmæla harðlega áformum stjórnvalda um þjóðgarð á miðhálendinu. Þá leggst sveitarstjórn Bláskógabyggðar alfarið gegn um stofnun þjóðgarðsins. Íbúar í Reykholti í Biskupstungum sem er í Bláskógabyggð koma mikið saman í Bjarnabúð til að ræða málin, fá sér kaffi og taka í nefið. Mál málanna þessa dagana eru áform umhverfis og auðlindaráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Ísland. Anddyri þjóðgarðsins yrði í Bláskógabyggð við Kjalveg. Miðhálendið tekur yfir um 40% af flatarmáli Íslands. Tungnamönnum líst ekkert á hugmyndina, hvað þá sveitarstjórn Bláskógabyggðar sem segir alls ekki tímabært að stofna þjóðgarð á miðhálendinu. „Þetta kemur fyrst og fremst illa við okkur varðandi það að við erum að missa skipulagsvaldið, skipulagsvaldið mun skerðast, það er alveg klárt og hvernig menn segja að útfærslan eigi að vera. Þetta er eitthvað, sem sveitarfélög verða að passa gríðarlega upp á því það er alltaf verið að tala um á tyllidögum að styrkja sveitarstjórnarstigið en með þessu er verið að veikja sveitarstjórnarstigið,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Er þetta eigingirni í ykkur? „Nei, alls ekki, alls ekki, ég held að við höfum passað vel upp á afréttin og hálendið hingað til og munum gera það áfram. Ég held að okkur sé best treystandi til að sjá um þessi mál.“ Málið er heitt í Biskupstungum enda hafa allir skoðun á því hvort þjóðgarður verður byggður upp á miðhálendinu eða ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðrún S. Magnúsdóttir er fjallkóngur Tungnamanna, bóndi og situr í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Hún vill alls ekki þjóðgarð á miðhálendið. „Það kemur nú berlega í ljós núna á þessum dögum að það væri nú nær að byggja upp sterka innviði þar sem er byggð á Íslandi fyrir norðan, austan og vestan þar sem allt er í molum núna. Svona ný ríkisstofnun, þetta er ekkert annað en ný ríkisstofnun hún kallar á gríðarlega fjármuni ef vel á að vera,“ segir Guðrún og bætir við: „Við höfum mikla tengingu við hálendið. Þetta mun bara stíga á okkur og menn skulu ekki halda það Magnús Hlynur að þegar þetta er orðið ríkisstofnun og menn fyrir sunnan, því ráðherra mun að endingu hafa mestu völd, hver sem það verður hverju sinni, þá erum við ekki að fara að vinna þarna í sjálfboðaliðavinnu meðan einhverjir herrar fyrri sunnan fá greidd laun fyrir það, menn verða þá að sjá um skúringarnar sjálfir líka.“
Bláskógabyggð Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira