Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 16:21 Alyssa Milano hvetur til kynlífsmótmæla. Getty/Michael Tran Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. „Þar til konur hafa lagalegt forræði yfir eigin líkama getum við ekki hætt á að verða þungaðar,“ skrifaði hún á Twitter. Georgía setti í síðustu viku lög í gildi sem eru með þeim ströngustu þegar kemur að þungunarrofum í Bandaríkjunum, en Mississippi, Ohio og Kentucky hafa nú sett á sambærilega löggjöf. Nýju lögin kveða á um að þungunarrof sé óheimilað eftir 6. viku meðgöngu og að missi konur fóstur gætu þær þurft að sanna fyrir lögregluyfirvöldum að hafa ekki farið í ólöglegt þungunarrof. Our reproductive rights are being erased.Until women have legal control over our own bodies we just cannot risk pregnancy. JOIN ME by not having sex until we get bodily autonomy back.I'm calling for a #SexStrike. Pass it on. pic.twitter.com/uOgN4FKwpg— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) May 11, 2019 Hvað felst í lögunum og hvers vegna eru þau umdeild? Lögin segja að ekki megi framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnist – sem, samkvæmt löggjöfum í Georgíu, er á sjöttu viku. Fæstar konur hafa á sjöttu viku gert sér grein fyrir að þungun sé til staðar, til að mynda byrjar morgunógleði ekki fyrr en á níundu viku. Alríkisdómari gæti komið í veg fyrir að svona lög taki gildi, sem var gert í Kentucky á þeim forsendum að lögin falli ekki undir stjórnarskrána. Svipuð löggjöf sem var sett í Mississippi hefur einnig sætt mótspyrnu og er talið líklegt að alríkisdómari skoði það mál betur. Löggjöf sem var komið á í Ohio komst ekki í gildi, var hafnað af fylkisstjóra Ohio sem beitti neitunarvaldi sínu til að koma henni frá.I hope the #womenofGeorgia stop having sex with men until these indignities are overturned.— Bette Midler (@BetteMidler) May 11, 2019 Kynlífsverkfallið og Hollywood Milano tísti á laugardag að grípa þyrfti til aðgerða, og bæði hún og myllumerkið #SexStrike vöktu mikla athygli og meira en 35 þúsund manns líkuðu við tístið og því var deilt meira en 12 þúsund sinnum. Leikkonan Bette Midler tók undir með Milano í tísti. Margir mótmæltu þessu á netinu, bæði stuðningsmenn laganna og einstaklingar sem gerðu athugasemd við þá hugmynd að konur stunduðu aðeins kynlíf til að gera karlmönnum til geðs. „Ég kann að meta ásetninginn, en kynlífsverkfall er slæm hugmynd byggð á kynjamisrétti,“ skrifaði einstaklingur á Twitter. „Það er eins og verið sé að meina að við veitum kynlíf sem umbun til þeirra sem eru verðugir. Það útilokar ánægju kvenna.“ To @BrianKempGA & Speaker Ralston:Attached, is an open letter signed by 50 actors against #HB481. On behalf of the undersigned--as people often called to work in GA or those of us contractually bound to work in GA--we hope you'll reconsider signing this bill. #HBIsBadForBusiness pic.twitter.com/DsOmAWYU2x— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) March 28, 2019 Á meðan lagafrumvarpið var enn ekki samþykkt skrifuðu fimmtíu leikarar undir tillögu um að sniðganga kvikmynda- og sjónvarps framleiðslu fylkisins, þar á meðal voru Milano, Amy Schumer, Christina Applegate, Alec Baldwin og Sean Penn. „Við viljum halda áfram framleiðslu í Georgíu,“ sagði í bréfinu sem fylgdi. „En við getum ekki gert það án þess að mótmæla og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa iðnaðinn okkar í fylki sem er öruggara fyrir konur, ef þetta verður að lögum.“ Fleiri leikarar hafa lýst yfir stuðningi sínum, auk nokkurra framkvæmdarstjóra sjálfstæðra framleiðslufyrirtækja. Bandaríkin Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. „Þar til konur hafa lagalegt forræði yfir eigin líkama getum við ekki hætt á að verða þungaðar,“ skrifaði hún á Twitter. Georgía setti í síðustu viku lög í gildi sem eru með þeim ströngustu þegar kemur að þungunarrofum í Bandaríkjunum, en Mississippi, Ohio og Kentucky hafa nú sett á sambærilega löggjöf. Nýju lögin kveða á um að þungunarrof sé óheimilað eftir 6. viku meðgöngu og að missi konur fóstur gætu þær þurft að sanna fyrir lögregluyfirvöldum að hafa ekki farið í ólöglegt þungunarrof. Our reproductive rights are being erased.Until women have legal control over our own bodies we just cannot risk pregnancy. JOIN ME by not having sex until we get bodily autonomy back.I'm calling for a #SexStrike. Pass it on. pic.twitter.com/uOgN4FKwpg— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) May 11, 2019 Hvað felst í lögunum og hvers vegna eru þau umdeild? Lögin segja að ekki megi framkvæma þungunarrof eftir að hjartsláttur finnist – sem, samkvæmt löggjöfum í Georgíu, er á sjöttu viku. Fæstar konur hafa á sjöttu viku gert sér grein fyrir að þungun sé til staðar, til að mynda byrjar morgunógleði ekki fyrr en á níundu viku. Alríkisdómari gæti komið í veg fyrir að svona lög taki gildi, sem var gert í Kentucky á þeim forsendum að lögin falli ekki undir stjórnarskrána. Svipuð löggjöf sem var sett í Mississippi hefur einnig sætt mótspyrnu og er talið líklegt að alríkisdómari skoði það mál betur. Löggjöf sem var komið á í Ohio komst ekki í gildi, var hafnað af fylkisstjóra Ohio sem beitti neitunarvaldi sínu til að koma henni frá.I hope the #womenofGeorgia stop having sex with men until these indignities are overturned.— Bette Midler (@BetteMidler) May 11, 2019 Kynlífsverkfallið og Hollywood Milano tísti á laugardag að grípa þyrfti til aðgerða, og bæði hún og myllumerkið #SexStrike vöktu mikla athygli og meira en 35 þúsund manns líkuðu við tístið og því var deilt meira en 12 þúsund sinnum. Leikkonan Bette Midler tók undir með Milano í tísti. Margir mótmæltu þessu á netinu, bæði stuðningsmenn laganna og einstaklingar sem gerðu athugasemd við þá hugmynd að konur stunduðu aðeins kynlíf til að gera karlmönnum til geðs. „Ég kann að meta ásetninginn, en kynlífsverkfall er slæm hugmynd byggð á kynjamisrétti,“ skrifaði einstaklingur á Twitter. „Það er eins og verið sé að meina að við veitum kynlíf sem umbun til þeirra sem eru verðugir. Það útilokar ánægju kvenna.“ To @BrianKempGA & Speaker Ralston:Attached, is an open letter signed by 50 actors against #HB481. On behalf of the undersigned--as people often called to work in GA or those of us contractually bound to work in GA--we hope you'll reconsider signing this bill. #HBIsBadForBusiness pic.twitter.com/DsOmAWYU2x— Alyssa Milano (@Alyssa_Milano) March 28, 2019 Á meðan lagafrumvarpið var enn ekki samþykkt skrifuðu fimmtíu leikarar undir tillögu um að sniðganga kvikmynda- og sjónvarps framleiðslu fylkisins, þar á meðal voru Milano, Amy Schumer, Christina Applegate, Alec Baldwin og Sean Penn. „Við viljum halda áfram framleiðslu í Georgíu,“ sagði í bréfinu sem fylgdi. „En við getum ekki gert það án þess að mótmæla og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að færa iðnaðinn okkar í fylki sem er öruggara fyrir konur, ef þetta verður að lögum.“ Fleiri leikarar hafa lýst yfir stuðningi sínum, auk nokkurra framkvæmdarstjóra sjálfstæðra framleiðslufyrirtækja.
Bandaríkin Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira