Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2019 16:00 Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah. Vísir/Vilhelm Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði.Uppnám varð í salnum á umræddum fundi þegar mennirnir þrír hugðust nota tækifærið til þess að spyrja Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra, sem sem sat fyrir svörum á fundinum, út í stöðu hælisleitenda hér á landi.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri fundarins og tók hann ekki vel í að Ali skyldi ekki hlýða fundarstjóra er hann bað Ali um að setjast niður aftur. Reyndi Ali ítrekað að ná athygli dómsmálaráðherra, án árangurs. Í samtali við Vísi segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður þremenninganna að gefið hafi verið í skyn á fundinum að Ali mætti spyrja dómsmálaráðherra spurninga, en Þórdís Kolbrún hafi kinkað kolli þegar fundarstjóri spurði hana hvort slíkt væri í lagi.„Þessir tveir herramenn eru lögreglan“Á myndbandi frá fundinum, sem sjá má hér að neðan, má sjá að nokkur reikistefna myndast eftir að Ali sest niður. Tveir aðrir fundargestir hafa sig frammi og skipa þremenningunum að hafa sig hæga er heyra má Ármann segja eftirfarandi á ensku:„Við munum ekki hringja í lögregluna þar sem þessir tveir herramenn eru lögreglan.“ Heyra má einn fundargest segja við þremenninganna að þeir eigi að sitja í sætum sína og hafa hljótt, ella verði þeim hent út, viðkomandi sé lögreglumaður. Þegar Ali neitar að verða við þeirri bón má sjá hvernig fundargesturinn grípur í Ali í tvígang áður en Ali sest niður aftur og fundargesturinn hverfur frá.Telja að höfð hafi verið óeðlileg afskipti af tjáningarfrelsi þeirra Svo virðist sem að fundargestir róist þegar Ármann blandar sér aftur í málið, segir mönnum að róa sig auk þess sem að hann hótar því að slíta fundinum verði reglum fundarins ekki fylgt.Í kæru sem mennirnir lögðu fram hjá lögreglu í dag segir að kært sé vegna brots á 116. almennra hegningarlaga og 217. greinar almennra hegningarlaga. Komið hefur fram að annar mannanna sé fyrrverandi lögreglumaður, en starfi ekki í dag sem slíkur.116. greinin segir að hver sá sem taki sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hafi, skuli sæta sektum eða varðhaldi eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum. 217. greinin snýr að minniháttar líkamsárás og getur varðað fangelsi allt að einu ári, sé háttsemin sérstaklega vítaverð.Er þess krafist að lögreglan rannsaki hin meintu brot og að þeir sem beri ábyrgð á þeim verði látnir sæta viðeigandi refsingu. Þá áskilja mennirnir sér rétt til þess að koma á framfæri einkaréttarkröfum á síðari stigum vegna málsins.„Þeim finnst að þarna hafi verið höfð óeðlileg afskipti að þeirra tjáningafrelsi,“ segir Auður Tinna. Hælisleitendur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði.Uppnám varð í salnum á umræddum fundi þegar mennirnir þrír hugðust nota tækifærið til þess að spyrja Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra, sem sem sat fyrir svörum á fundinum, út í stöðu hælisleitenda hér á landi.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri fundarins og tók hann ekki vel í að Ali skyldi ekki hlýða fundarstjóra er hann bað Ali um að setjast niður aftur. Reyndi Ali ítrekað að ná athygli dómsmálaráðherra, án árangurs. Í samtali við Vísi segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður þremenninganna að gefið hafi verið í skyn á fundinum að Ali mætti spyrja dómsmálaráðherra spurninga, en Þórdís Kolbrún hafi kinkað kolli þegar fundarstjóri spurði hana hvort slíkt væri í lagi.„Þessir tveir herramenn eru lögreglan“Á myndbandi frá fundinum, sem sjá má hér að neðan, má sjá að nokkur reikistefna myndast eftir að Ali sest niður. Tveir aðrir fundargestir hafa sig frammi og skipa þremenningunum að hafa sig hæga er heyra má Ármann segja eftirfarandi á ensku:„Við munum ekki hringja í lögregluna þar sem þessir tveir herramenn eru lögreglan.“ Heyra má einn fundargest segja við þremenninganna að þeir eigi að sitja í sætum sína og hafa hljótt, ella verði þeim hent út, viðkomandi sé lögreglumaður. Þegar Ali neitar að verða við þeirri bón má sjá hvernig fundargesturinn grípur í Ali í tvígang áður en Ali sest niður aftur og fundargesturinn hverfur frá.Telja að höfð hafi verið óeðlileg afskipti af tjáningarfrelsi þeirra Svo virðist sem að fundargestir róist þegar Ármann blandar sér aftur í málið, segir mönnum að róa sig auk þess sem að hann hótar því að slíta fundinum verði reglum fundarins ekki fylgt.Í kæru sem mennirnir lögðu fram hjá lögreglu í dag segir að kært sé vegna brots á 116. almennra hegningarlaga og 217. greinar almennra hegningarlaga. Komið hefur fram að annar mannanna sé fyrrverandi lögreglumaður, en starfi ekki í dag sem slíkur.116. greinin segir að hver sá sem taki sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hafi, skuli sæta sektum eða varðhaldi eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum. 217. greinin snýr að minniháttar líkamsárás og getur varðað fangelsi allt að einu ári, sé háttsemin sérstaklega vítaverð.Er þess krafist að lögreglan rannsaki hin meintu brot og að þeir sem beri ábyrgð á þeim verði látnir sæta viðeigandi refsingu. Þá áskilja mennirnir sér rétt til þess að koma á framfæri einkaréttarkröfum á síðari stigum vegna málsins.„Þeim finnst að þarna hafi verið höfð óeðlileg afskipti að þeirra tjáningafrelsi,“ segir Auður Tinna.
Hælisleitendur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55