Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2019 16:00 Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah. Vísir/Vilhelm Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði.Uppnám varð í salnum á umræddum fundi þegar mennirnir þrír hugðust nota tækifærið til þess að spyrja Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra, sem sem sat fyrir svörum á fundinum, út í stöðu hælisleitenda hér á landi.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri fundarins og tók hann ekki vel í að Ali skyldi ekki hlýða fundarstjóra er hann bað Ali um að setjast niður aftur. Reyndi Ali ítrekað að ná athygli dómsmálaráðherra, án árangurs. Í samtali við Vísi segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður þremenninganna að gefið hafi verið í skyn á fundinum að Ali mætti spyrja dómsmálaráðherra spurninga, en Þórdís Kolbrún hafi kinkað kolli þegar fundarstjóri spurði hana hvort slíkt væri í lagi.„Þessir tveir herramenn eru lögreglan“Á myndbandi frá fundinum, sem sjá má hér að neðan, má sjá að nokkur reikistefna myndast eftir að Ali sest niður. Tveir aðrir fundargestir hafa sig frammi og skipa þremenningunum að hafa sig hæga er heyra má Ármann segja eftirfarandi á ensku:„Við munum ekki hringja í lögregluna þar sem þessir tveir herramenn eru lögreglan.“ Heyra má einn fundargest segja við þremenninganna að þeir eigi að sitja í sætum sína og hafa hljótt, ella verði þeim hent út, viðkomandi sé lögreglumaður. Þegar Ali neitar að verða við þeirri bón má sjá hvernig fundargesturinn grípur í Ali í tvígang áður en Ali sest niður aftur og fundargesturinn hverfur frá.Telja að höfð hafi verið óeðlileg afskipti af tjáningarfrelsi þeirra Svo virðist sem að fundargestir róist þegar Ármann blandar sér aftur í málið, segir mönnum að róa sig auk þess sem að hann hótar því að slíta fundinum verði reglum fundarins ekki fylgt.Í kæru sem mennirnir lögðu fram hjá lögreglu í dag segir að kært sé vegna brots á 116. almennra hegningarlaga og 217. greinar almennra hegningarlaga. Komið hefur fram að annar mannanna sé fyrrverandi lögreglumaður, en starfi ekki í dag sem slíkur.116. greinin segir að hver sá sem taki sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hafi, skuli sæta sektum eða varðhaldi eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum. 217. greinin snýr að minniháttar líkamsárás og getur varðað fangelsi allt að einu ári, sé háttsemin sérstaklega vítaverð.Er þess krafist að lögreglan rannsaki hin meintu brot og að þeir sem beri ábyrgð á þeim verði látnir sæta viðeigandi refsingu. Þá áskilja mennirnir sér rétt til þess að koma á framfæri einkaréttarkröfum á síðari stigum vegna málsins.„Þeim finnst að þarna hafi verið höfð óeðlileg afskipti að þeirra tjáningafrelsi,“ segir Auður Tinna. Hælisleitendur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði.Uppnám varð í salnum á umræddum fundi þegar mennirnir þrír hugðust nota tækifærið til þess að spyrja Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra, sem sem sat fyrir svörum á fundinum, út í stöðu hælisleitenda hér á landi.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri fundarins og tók hann ekki vel í að Ali skyldi ekki hlýða fundarstjóra er hann bað Ali um að setjast niður aftur. Reyndi Ali ítrekað að ná athygli dómsmálaráðherra, án árangurs. Í samtali við Vísi segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður þremenninganna að gefið hafi verið í skyn á fundinum að Ali mætti spyrja dómsmálaráðherra spurninga, en Þórdís Kolbrún hafi kinkað kolli þegar fundarstjóri spurði hana hvort slíkt væri í lagi.„Þessir tveir herramenn eru lögreglan“Á myndbandi frá fundinum, sem sjá má hér að neðan, má sjá að nokkur reikistefna myndast eftir að Ali sest niður. Tveir aðrir fundargestir hafa sig frammi og skipa þremenningunum að hafa sig hæga er heyra má Ármann segja eftirfarandi á ensku:„Við munum ekki hringja í lögregluna þar sem þessir tveir herramenn eru lögreglan.“ Heyra má einn fundargest segja við þremenninganna að þeir eigi að sitja í sætum sína og hafa hljótt, ella verði þeim hent út, viðkomandi sé lögreglumaður. Þegar Ali neitar að verða við þeirri bón má sjá hvernig fundargesturinn grípur í Ali í tvígang áður en Ali sest niður aftur og fundargesturinn hverfur frá.Telja að höfð hafi verið óeðlileg afskipti af tjáningarfrelsi þeirra Svo virðist sem að fundargestir róist þegar Ármann blandar sér aftur í málið, segir mönnum að róa sig auk þess sem að hann hótar því að slíta fundinum verði reglum fundarins ekki fylgt.Í kæru sem mennirnir lögðu fram hjá lögreglu í dag segir að kært sé vegna brots á 116. almennra hegningarlaga og 217. greinar almennra hegningarlaga. Komið hefur fram að annar mannanna sé fyrrverandi lögreglumaður, en starfi ekki í dag sem slíkur.116. greinin segir að hver sá sem taki sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hafi, skuli sæta sektum eða varðhaldi eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum. 217. greinin snýr að minniháttar líkamsárás og getur varðað fangelsi allt að einu ári, sé háttsemin sérstaklega vítaverð.Er þess krafist að lögreglan rannsaki hin meintu brot og að þeir sem beri ábyrgð á þeim verði látnir sæta viðeigandi refsingu. Þá áskilja mennirnir sér rétt til þess að koma á framfæri einkaréttarkröfum á síðari stigum vegna málsins.„Þeim finnst að þarna hafi verið höfð óeðlileg afskipti að þeirra tjáningafrelsi,“ segir Auður Tinna.
Hælisleitendur Lögreglumál Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Myndbandi af uppákomunni hefur verið deilt á Facebook. 27. apríl 2019 14:55