Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2019 13:00 Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar. Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafði lýst því yfir lágbrú yfir Kleppsvík væri ódýrari kostur en jarðgöng og henti fyrir alla samgöngumáta. Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. „Miðað við þau gögn sem fyrir liggja, þá þarf auðvitað að taka allan kostnað í reikninginn. Ekki bara framkvæmdakostnaðinn við að byggja þessi mannvirki, heldur er mjög verulegt rask sem myndi fylgja lágbrúnni og gríðarlega mikill afleiddur kostnaður af því að hún myndi vera í raun og veru hálfgert rothögg fyrir þá hafnarstarfsemi sem fer þar fram núna og er auðvitað megin höfn landsins varðandi innflutning og útflutning.“ Skúli segir að valkostirnir séu metnir út frá gömlum gögnum og nauðsynlegt að vinna nákvæmari greiningar.Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut. Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi.„Þarna er svolítið verið að uppreikninga gamlar rannsóknir og greiningar og það er algjörlega nauðsynlegt að okkar mati að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum valkostum, þar á meðal að láta vinna vandaða kostnaðar- og ábatagreiningu og taka sannarlega inn þau áhrif sem þessir tveir kostir myndu hafa á umhverfið.“ Afleiddur kostnaður yrði talsverður. „Minnisblaðið dregur fram ákveðna þætti í því og fram reiknar til dagsins í dag miðað við fast verðlag og það er alveg ljóst að við erum að tala um tugi milljarða í því sambandi.“ Skúli segir það ekki standa upp á stjórnina að taka ákvörðun í þessu máli. „Þetta er auðvitað eitthvað sem á endanum er á borði ríkisins að taka afstöðu til. En það er mikilvægt að okkar sjónarmið komi fram. En við leggjum líka þunga áherslu á það að það sé ekki boðlegt annað en að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum kostum. Og taka þá tillit til alls kostnaðar, bæði beins kostnaðar við framkvæmdirnar en líka þess mikla afleidda kostnaðar sem felst í því að þurfa að kaupa væntanlega upp mjög viðamikil mannvirki sem tengjast hafnarstarfseminni í dag.“ Reykjavík Samgöngur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira
Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar. Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafði lýst því yfir lágbrú yfir Kleppsvík væri ódýrari kostur en jarðgöng og henti fyrir alla samgöngumáta. Stjórn Faxaflóahafna fjallaði í gær um minnisblað hafnarstjóra um Sundabraut. Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir stjórnina hafa tekið undir með hafnarstjóra að jarðgöng séu betri kostur. „Miðað við þau gögn sem fyrir liggja, þá þarf auðvitað að taka allan kostnað í reikninginn. Ekki bara framkvæmdakostnaðinn við að byggja þessi mannvirki, heldur er mjög verulegt rask sem myndi fylgja lágbrúnni og gríðarlega mikill afleiddur kostnaður af því að hún myndi vera í raun og veru hálfgert rothögg fyrir þá hafnarstarfsemi sem fer þar fram núna og er auðvitað megin höfn landsins varðandi innflutning og útflutning.“ Skúli segir að valkostirnir séu metnir út frá gömlum gögnum og nauðsynlegt að vinna nákvæmari greiningar.Málsgrein var bætt í drög að samkomulagi um höfuðborgarpakkann um tengingu við Sundabraut. Tveir valkostir eru einkum taldir koma til greina. Annars vegar jarðgöng í Gufunes sem miðast við núgildandi skipulag og hins vegar lágbrú yfir Kleppsvík yfir á Holtaveg sem kallar á breytt skipulag á hafnarstarfssemi.„Þarna er svolítið verið að uppreikninga gamlar rannsóknir og greiningar og það er algjörlega nauðsynlegt að okkar mati að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum valkostum, þar á meðal að láta vinna vandaða kostnaðar- og ábatagreiningu og taka sannarlega inn þau áhrif sem þessir tveir kostir myndu hafa á umhverfið.“ Afleiddur kostnaður yrði talsverður. „Minnisblaðið dregur fram ákveðna þætti í því og fram reiknar til dagsins í dag miðað við fast verðlag og það er alveg ljóst að við erum að tala um tugi milljarða í því sambandi.“ Skúli segir það ekki standa upp á stjórnina að taka ákvörðun í þessu máli. „Þetta er auðvitað eitthvað sem á endanum er á borði ríkisins að taka afstöðu til. En það er mikilvægt að okkar sjónarmið komi fram. En við leggjum líka þunga áherslu á það að það sé ekki boðlegt annað en að vinna nákvæmari greiningar á báðum þessum kostum. Og taka þá tillit til alls kostnaðar, bæði beins kostnaðar við framkvæmdirnar en líka þess mikla afleidda kostnaðar sem felst í því að þurfa að kaupa væntanlega upp mjög viðamikil mannvirki sem tengjast hafnarstarfseminni í dag.“
Reykjavík Samgöngur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira