Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2019 18:30 Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu. Landsréttur dæmdi hana í 15 mánaða fangelsi í fyrra fyrir ofbeldi gegn fimm börnum sínum á Íslandi. Sænsk félagsmálayfirvöld fengu þýddan dóm yfir konunni sendan. Í lok árs 2016 var konan dæmd í 18 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim og sýnt þeim vanvirðandi háttsemi.Sjá einnig: Átján mánaða fangelsi fyrir alvarleg og ítrekuð ofbeldisbrot gagnvart fimm börnum sínum Börnin eru fædd á árunum 2002 til 2013, en brotin sem dómurinn nær til áttu sér stað á árunum 2010 til 2015. Landsréttur mildaði dóminn úr 18 mánuðum í 15 mánuði í fyrra. Konan, sem alltaf hefur neitað sök, var svipt forsjá barna sinna fimm. Konan hefur enn ekki hafið afplánun og er nú búsett í Svíþjóð þar sem hún eignaðist annað barn í sumar. „Bara á fæðingardeildinni þá kemur vitneskja frá barnaverndaryfirvöldum á íslandi um að hún sé dæmd fyrir ofbeldi gagnvart börnum sem hún átti á íslandi og að þau börn hafi verið tekin af henni,“ segir Sigrún Landvall, lögmaður konunnar. Konan og barnið hafi þá verið sett á sérstakt heimili þar sem sem þau voru undir eftirliti. Allt hafi gengið vel þar til félagsmálayfirvöld hafi fengið dóminn sendan í sænskri þýðingu. Nú fái hún ekki að hitta barnið. „Ég tel þetta allt of harðan dóm gagnvart þessari konur. Hún var undir allt öðrum kringumstæðum á Íslandi þegar þetta gerðist með börnin hennar þar. Það eru mörg ár síðan og hún er nú í allt öðrum aðstæðum í betri aðstæðum til að sjá um barnið sitt. Hún hefur allan tíman lýst yfir samstarfi við yfirvöld hér og hún vill fá hjálp og hún þarf stuðning en þeir telja að hún taki hann ekki til sín eins og þeir ætlast til,“ segir Sigrún en konan viðurkennir ekki brot sín. Sigrún telur að brotið sé á rétti til fjölskyldulífs, gagnvart barninu og móðurinni. Þá sé meðalhófs ekki gætt. „Það er sterkur réttur barns að þekkja foreldri sitt. Það er nú þegar búið að skemma þessi tengsl milli barnsins og móðurinnar vegna þess að barnið er skyndilega tekið af móðurinn, hún var með það á brjósti,“ segir Sigrún. Búið er að áfrýja ákvörðun félagsmálayfirvalda. „Það á ekki að beita börn ofbeldi og auðvitað á að vernda þetta barn gagnvart því en að algjörlega að gera samasemmerki á milli þess að hún hafi verið dæmd á Íslandi sé of mikil hætta á að hún fari illa með þetta barn, það er of langt gengið. Það á að gefa þessari konu stuðning þannig hún geti séð um barnið sitt.“ Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Svíþjóð Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu. Landsréttur dæmdi hana í 15 mánaða fangelsi í fyrra fyrir ofbeldi gegn fimm börnum sínum á Íslandi. Sænsk félagsmálayfirvöld fengu þýddan dóm yfir konunni sendan. Í lok árs 2016 var konan dæmd í 18 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim og sýnt þeim vanvirðandi háttsemi.Sjá einnig: Átján mánaða fangelsi fyrir alvarleg og ítrekuð ofbeldisbrot gagnvart fimm börnum sínum Börnin eru fædd á árunum 2002 til 2013, en brotin sem dómurinn nær til áttu sér stað á árunum 2010 til 2015. Landsréttur mildaði dóminn úr 18 mánuðum í 15 mánuði í fyrra. Konan, sem alltaf hefur neitað sök, var svipt forsjá barna sinna fimm. Konan hefur enn ekki hafið afplánun og er nú búsett í Svíþjóð þar sem hún eignaðist annað barn í sumar. „Bara á fæðingardeildinni þá kemur vitneskja frá barnaverndaryfirvöldum á íslandi um að hún sé dæmd fyrir ofbeldi gagnvart börnum sem hún átti á íslandi og að þau börn hafi verið tekin af henni,“ segir Sigrún Landvall, lögmaður konunnar. Konan og barnið hafi þá verið sett á sérstakt heimili þar sem sem þau voru undir eftirliti. Allt hafi gengið vel þar til félagsmálayfirvöld hafi fengið dóminn sendan í sænskri þýðingu. Nú fái hún ekki að hitta barnið. „Ég tel þetta allt of harðan dóm gagnvart þessari konur. Hún var undir allt öðrum kringumstæðum á Íslandi þegar þetta gerðist með börnin hennar þar. Það eru mörg ár síðan og hún er nú í allt öðrum aðstæðum í betri aðstæðum til að sjá um barnið sitt. Hún hefur allan tíman lýst yfir samstarfi við yfirvöld hér og hún vill fá hjálp og hún þarf stuðning en þeir telja að hún taki hann ekki til sín eins og þeir ætlast til,“ segir Sigrún en konan viðurkennir ekki brot sín. Sigrún telur að brotið sé á rétti til fjölskyldulífs, gagnvart barninu og móðurinni. Þá sé meðalhófs ekki gætt. „Það er sterkur réttur barns að þekkja foreldri sitt. Það er nú þegar búið að skemma þessi tengsl milli barnsins og móðurinnar vegna þess að barnið er skyndilega tekið af móðurinn, hún var með það á brjósti,“ segir Sigrún. Búið er að áfrýja ákvörðun félagsmálayfirvalda. „Það á ekki að beita börn ofbeldi og auðvitað á að vernda þetta barn gagnvart því en að algjörlega að gera samasemmerki á milli þess að hún hafi verið dæmd á Íslandi sé of mikil hætta á að hún fari illa með þetta barn, það er of langt gengið. Það á að gefa þessari konu stuðning þannig hún geti séð um barnið sitt.“
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Svíþjóð Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira