Ný ofurstjarna að verða til í Barcelona? Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. september 2019 11:30 Sjá um sóknarleikinn í fjarveru Messi, sem er meiddur. vísir/getty Ansu Fati er nafn sem fæstir knattspyrnuáhugamenn könnuðust við fyrir nokkrum vikum en þessi sextán ára gamli piltur er að slá í gegn á stærsta sviði knattspyrnunnar um þessar mundir. Fati skoraði á 2.mínútu og lagði upp mark fyrir Frenkie de Jong á 7.mínútu þegar Barcelona vann 5-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var ekki fyrsta mark kappans því hann skoraði í 2-2 jafntefli gegn Osasuna á dögunum og varð þá þriðji yngsti markaskorari spænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, 16 ára og 304 daga gamall. „Fati er leikmaður sem býr yfir einhverju sérstöku. Hann er sóknarmaður sem er mun þroskaðri en aldur hans segir til um. Hann æfir eins og hann spilar,“ segir Ernesto Valverde, stjóri Barcelona. Ansu Fati er yngsti leikmaður til að skora og leggja upp mark í sama leiknum í spænsku úrvalsdeildinni en Valverde segir mikilvægt að hjálpa stráknum að venjast þeirri staðreynd að vera kominn í stórt hlutverk hjá einu stærsta íþróttafélagi heims. „Þetta var ótrúleg byrjun fyrir hann; að skora og leggja upp strax en við verðum að gefa honum tíma. Hann er enn að þroskast og hann þarf að höndla þessar aðstæður sem eru langt frá því að vera eðlilegar,“ segir Valverde. Fati fæddist í Gíneu-Bissá 31.október 2002 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Spánar, sex ára gamall. Hann lék með yngri flokkum Sevilla frá 2010-2012 en færði sig þá um set til Katalóníu og fór upp í gegnum hina þekktu La Masia akademíu. Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira
Ansu Fati er nafn sem fæstir knattspyrnuáhugamenn könnuðust við fyrir nokkrum vikum en þessi sextán ára gamli piltur er að slá í gegn á stærsta sviði knattspyrnunnar um þessar mundir. Fati skoraði á 2.mínútu og lagði upp mark fyrir Frenkie de Jong á 7.mínútu þegar Barcelona vann 5-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var ekki fyrsta mark kappans því hann skoraði í 2-2 jafntefli gegn Osasuna á dögunum og varð þá þriðji yngsti markaskorari spænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, 16 ára og 304 daga gamall. „Fati er leikmaður sem býr yfir einhverju sérstöku. Hann er sóknarmaður sem er mun þroskaðri en aldur hans segir til um. Hann æfir eins og hann spilar,“ segir Ernesto Valverde, stjóri Barcelona. Ansu Fati er yngsti leikmaður til að skora og leggja upp mark í sama leiknum í spænsku úrvalsdeildinni en Valverde segir mikilvægt að hjálpa stráknum að venjast þeirri staðreynd að vera kominn í stórt hlutverk hjá einu stærsta íþróttafélagi heims. „Þetta var ótrúleg byrjun fyrir hann; að skora og leggja upp strax en við verðum að gefa honum tíma. Hann er enn að þroskast og hann þarf að höndla þessar aðstæður sem eru langt frá því að vera eðlilegar,“ segir Valverde. Fati fæddist í Gíneu-Bissá 31.október 2002 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Spánar, sex ára gamall. Hann lék með yngri flokkum Sevilla frá 2010-2012 en færði sig þá um set til Katalóníu og fór upp í gegnum hina þekktu La Masia akademíu.
Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sjá meira