Ný ofurstjarna að verða til í Barcelona? Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. september 2019 11:30 Sjá um sóknarleikinn í fjarveru Messi, sem er meiddur. vísir/getty Ansu Fati er nafn sem fæstir knattspyrnuáhugamenn könnuðust við fyrir nokkrum vikum en þessi sextán ára gamli piltur er að slá í gegn á stærsta sviði knattspyrnunnar um þessar mundir. Fati skoraði á 2.mínútu og lagði upp mark fyrir Frenkie de Jong á 7.mínútu þegar Barcelona vann 5-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var ekki fyrsta mark kappans því hann skoraði í 2-2 jafntefli gegn Osasuna á dögunum og varð þá þriðji yngsti markaskorari spænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, 16 ára og 304 daga gamall. „Fati er leikmaður sem býr yfir einhverju sérstöku. Hann er sóknarmaður sem er mun þroskaðri en aldur hans segir til um. Hann æfir eins og hann spilar,“ segir Ernesto Valverde, stjóri Barcelona. Ansu Fati er yngsti leikmaður til að skora og leggja upp mark í sama leiknum í spænsku úrvalsdeildinni en Valverde segir mikilvægt að hjálpa stráknum að venjast þeirri staðreynd að vera kominn í stórt hlutverk hjá einu stærsta íþróttafélagi heims. „Þetta var ótrúleg byrjun fyrir hann; að skora og leggja upp strax en við verðum að gefa honum tíma. Hann er enn að þroskast og hann þarf að höndla þessar aðstæður sem eru langt frá því að vera eðlilegar,“ segir Valverde. Fati fæddist í Gíneu-Bissá 31.október 2002 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Spánar, sex ára gamall. Hann lék með yngri flokkum Sevilla frá 2010-2012 en færði sig þá um set til Katalóníu og fór upp í gegnum hina þekktu La Masia akademíu. Spænski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Ansu Fati er nafn sem fæstir knattspyrnuáhugamenn könnuðust við fyrir nokkrum vikum en þessi sextán ára gamli piltur er að slá í gegn á stærsta sviði knattspyrnunnar um þessar mundir. Fati skoraði á 2.mínútu og lagði upp mark fyrir Frenkie de Jong á 7.mínútu þegar Barcelona vann 5-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var ekki fyrsta mark kappans því hann skoraði í 2-2 jafntefli gegn Osasuna á dögunum og varð þá þriðji yngsti markaskorari spænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, 16 ára og 304 daga gamall. „Fati er leikmaður sem býr yfir einhverju sérstöku. Hann er sóknarmaður sem er mun þroskaðri en aldur hans segir til um. Hann æfir eins og hann spilar,“ segir Ernesto Valverde, stjóri Barcelona. Ansu Fati er yngsti leikmaður til að skora og leggja upp mark í sama leiknum í spænsku úrvalsdeildinni en Valverde segir mikilvægt að hjálpa stráknum að venjast þeirri staðreynd að vera kominn í stórt hlutverk hjá einu stærsta íþróttafélagi heims. „Þetta var ótrúleg byrjun fyrir hann; að skora og leggja upp strax en við verðum að gefa honum tíma. Hann er enn að þroskast og hann þarf að höndla þessar aðstæður sem eru langt frá því að vera eðlilegar,“ segir Valverde. Fati fæddist í Gíneu-Bissá 31.október 2002 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Spánar, sex ára gamall. Hann lék með yngri flokkum Sevilla frá 2010-2012 en færði sig þá um set til Katalóníu og fór upp í gegnum hina þekktu La Masia akademíu.
Spænski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira