Þjökuð af samviskubiti eftir síðasta símtalið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2019 16:45 Halla Björg Albertsdóttir er 28 ára gömul fjögurra barna móðir sem hefur mátt reyna ýmislegt á sinni stuttu ævi. Fyrir röskum tveimur árum eignaðist hún tvíbura, faðir þeira sat í fangelsi. Tvíburarnir voru veikburða, lágu á vökudeild til að byrja með og öðrum þeirra var ekki hugað líf. Þegar þeir voru rúmlega fimm mánaða áttu hún erfitt símtal við barnsföður sinn úr fangelsinu. Sama dag svipti hann sig lífi. Þegar Lóa Pind hitti Höllu Björg fyrst var hún í miðri óeigingjarnri vegferð. Barnsfaðir hennar nýbúinn að svipta sig lífi og svipta börn þeirra föður. En hún var að búa sig undir að gefa líf. „Ég er smá stressuð sko, það er bara þannig,“ segir Halla Björg. „Við vorum búin að eiga samskipti þennan morgun 4. mars 2017 og þá einhvern veginn kemst ég að því að hann er kominn aftur í neyslu.“ Hún lýsir því hve mikið samviskubit hún hafi verið með á þessum tíma af því að þau hafi ekki átt skemmtilegt símtal. „Og náttúrlega ótrúlega tætt eftir meðgöngu, eftir vökudeild, eftir að hafa fengið þær fréttir að barnið þitt myndi deyja tvisvar.“ Í myndbrotinu sem hér fylgir lýsir hún aðstæðum sínum þessa erfiðu daga í mars árið 2017. Halla er meðal viðmælenda í 2. þætti af „Viltu í alvöru deyja?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld. Hún lýsir í þættinum hvernig hún missti fótanna eftir sjálfsvíg barnsföður síns en náði á endanum áttum og býr í dag í fallegri íbúð ásamt þremur sonum sínum og gekk nýverið í gegnum eggheimtumeðferð til að hjálpa hjónum að eignast barn. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. En eftir situr her af fólki, ástvinum, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Annar þáttur af fjórum í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?“ er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 21:10 annað kvöld, sunnudag. Þar er rætt við tvær konur sem stóðu ungar í þeim sporum að barnsfeður þeirra sviptu sig lífi og þær sátu einar eftir með börnin og reiðina og sorgina. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinnTalaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.isEða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is Bíó og sjónvarp Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Halla Björg Albertsdóttir er 28 ára gömul fjögurra barna móðir sem hefur mátt reyna ýmislegt á sinni stuttu ævi. Fyrir röskum tveimur árum eignaðist hún tvíbura, faðir þeira sat í fangelsi. Tvíburarnir voru veikburða, lágu á vökudeild til að byrja með og öðrum þeirra var ekki hugað líf. Þegar þeir voru rúmlega fimm mánaða áttu hún erfitt símtal við barnsföður sinn úr fangelsinu. Sama dag svipti hann sig lífi. Þegar Lóa Pind hitti Höllu Björg fyrst var hún í miðri óeigingjarnri vegferð. Barnsfaðir hennar nýbúinn að svipta sig lífi og svipta börn þeirra föður. En hún var að búa sig undir að gefa líf. „Ég er smá stressuð sko, það er bara þannig,“ segir Halla Björg. „Við vorum búin að eiga samskipti þennan morgun 4. mars 2017 og þá einhvern veginn kemst ég að því að hann er kominn aftur í neyslu.“ Hún lýsir því hve mikið samviskubit hún hafi verið með á þessum tíma af því að þau hafi ekki átt skemmtilegt símtal. „Og náttúrlega ótrúlega tætt eftir meðgöngu, eftir vökudeild, eftir að hafa fengið þær fréttir að barnið þitt myndi deyja tvisvar.“ Í myndbrotinu sem hér fylgir lýsir hún aðstæðum sínum þessa erfiðu daga í mars árið 2017. Halla er meðal viðmælenda í 2. þætti af „Viltu í alvöru deyja?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld. Hún lýsir í þættinum hvernig hún missti fótanna eftir sjálfsvíg barnsföður síns en náði á endanum áttum og býr í dag í fallegri íbúð ásamt þremur sonum sínum og gekk nýverið í gegnum eggheimtumeðferð til að hjálpa hjónum að eignast barn. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. En eftir situr her af fólki, ástvinum, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Annar þáttur af fjórum í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?“ er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 21:10 annað kvöld, sunnudag. Þar er rætt við tvær konur sem stóðu ungar í þeim sporum að barnsfeður þeirra sviptu sig lífi og þær sátu einar eftir með börnin og reiðina og sorgina. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinnTalaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.isEða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is
Bíó og sjónvarp Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög