Kirkja og ríki hafi hag af aðskilnaði Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. september 2019 06:30 Tillagan gerir ráð fyrir fullum aðskilnaði fyrir árið 2034. Fréttablaðið/Ernir „Ég tel tímabært að hefja vinnu að því að skilja að fullu og öllu milli og ríkis og kirkju. Það er ljóst að kirkjan nýtur mikillar sérstöðu í samskiptum sínum við ríkið og fær stuðning langt umfram önnur trúar- og lífsskoðunarfélög,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Jón Steindór er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju og nýja heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Auk alls þingflokks Viðreisnar flytja málið tveir þingmenn frá hverjum flokki, Vinstri grænum, Pírötum og Samfylkingunni.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Tillagan gerir ráð fyrir að frumvörp verði unnin af forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðherra og lögð fram eigi síðar en 2021 og kveði þau á um aðskilnað eigi síðar en árið 2034. „Þannig er gefinn mjög rúmur tími til að hnýta alla hnúta og ráðrúm fyrir kirkjuna að laga sig að breyttum aðstæðum. Ég geri ráð fyrir að kirkjan, ekki síður en ríkið, hefði hag af lagalegum og fjárhagslegum aðskilnaði,“ segir Jón Steindór. Hann segir jafnframt að ríki og kirkja eigi sér auðvitað langa og samofna sögu. Kirkjan hafi í senn haft trúarlegt, menningarlegt og samfélagslegt hlutverk sem beri að virða og viðurkenna. Það breyti því hins vegar ekki að miklar breytingar hafi orðið á síðustu áratugum á viðhorfi til trúar og hlutverks hennar í samfélaginu. „Það á ekki síst við um tengslin við ríkisvaldið og jafnræði milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og þeirra sem kjósa að standa utan slíkra félaga. Þá blasir við að mjög stór og vaxandi hluti landsmanna kýs að standa utan kirkjunnar.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Ég tel tímabært að hefja vinnu að því að skilja að fullu og öllu milli og ríkis og kirkju. Það er ljóst að kirkjan nýtur mikillar sérstöðu í samskiptum sínum við ríkið og fær stuðning langt umfram önnur trúar- og lífsskoðunarfélög,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. Jón Steindór er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju og nýja heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga. Auk alls þingflokks Viðreisnar flytja málið tveir þingmenn frá hverjum flokki, Vinstri grænum, Pírötum og Samfylkingunni.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Tillagan gerir ráð fyrir að frumvörp verði unnin af forsætis-, fjármála- og dómsmálaráðherra og lögð fram eigi síðar en 2021 og kveði þau á um aðskilnað eigi síðar en árið 2034. „Þannig er gefinn mjög rúmur tími til að hnýta alla hnúta og ráðrúm fyrir kirkjuna að laga sig að breyttum aðstæðum. Ég geri ráð fyrir að kirkjan, ekki síður en ríkið, hefði hag af lagalegum og fjárhagslegum aðskilnaði,“ segir Jón Steindór. Hann segir jafnframt að ríki og kirkja eigi sér auðvitað langa og samofna sögu. Kirkjan hafi í senn haft trúarlegt, menningarlegt og samfélagslegt hlutverk sem beri að virða og viðurkenna. Það breyti því hins vegar ekki að miklar breytingar hafi orðið á síðustu áratugum á viðhorfi til trúar og hlutverks hennar í samfélaginu. „Það á ekki síst við um tengslin við ríkisvaldið og jafnræði milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og þeirra sem kjósa að standa utan slíkra félaga. Þá blasir við að mjög stór og vaxandi hluti landsmanna kýs að standa utan kirkjunnar.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira