Myndbirtingar af börnum úr hófi fram Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. janúar 2019 19:00 Forstjóri Persónuverndar segir að myndbirtingar íslenskra foreldra af börnum sínum á samfélagsmiðlum séu komnar úr hófi fram. Þetta sé mikið áhyggjuefni enda geti myndbirtingar haft mikil áhrif á barnið í framtíðinni. Víða um heim keppast samfélagsmiðlastjörnur við að setja myndir og upplýsingar af ólögráða börnum sínum á samfélagsmiðla. Óhætt er að segja að það sama eigi við um íslenska foreldra sem sumir deila myndunum meðal fárra vina og kunningja á meðan aðrir deila þeim með tugþúsundum fylgjenda. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM„Þá er komin ákveðin miðlun á uppýsingum og aðgengi annarra og við erum að opna fyrir þann möguleika að margir sjái myndir af ungum börnum við allskyns aðstæður. Jafnvel fáklædd eða að gera þarfir sínar á klósettinu eða hvað sem það nú er,“ segir Helga. Það sem birtist á netinu geti farið mjög víða og megi finna síðar. Þar að auki séu foreldrar að veita stórfyrirtækjum úti í heimi aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum um börn sín. Þá geti birtingar af þessu tagi haft áhrif á líf barnsins með ýmsum ófyrirséðum hætti. „Það sem sett er inn á netið er jafnvel farið að hafa áhrif á það hvort börnin okkar komist í þá háskóla sem þau vilja í framtíðinni eða hvort þau fái þau störf sem þau vilja. Þetta hefur verið að gerast, meira úti í heimi en á Íslandi, að það er farið að skoða bakrunn einstaklinga miklu meira,“ segir Helga en nýlega gaf Persónuvernd út bækling með upplýsingum til foreldra og forráðamanna. Þar kemur fram að börn þurfi að samþykkja að birtar séu myndir eða upplýsingar um þau á netinu. Eðli málsins samkvæmt er þó ekki hægt að fá samþykki mjög ungra barna. Það er ekkert í lögum sem beinlínis bannar þessar myndbirtingar en Helga segir að foreldrar verði að nota heilbrigða skynsemi. „Starfandi hjá persónuvernd þá er nokkuð ljóst að mikil og óhófleg birting margra í samfélaginu veldur manni miklum áhyggjum,“ segir Helga. Enda sé ekki víst að barnið verið sátt við birtingu slíkra upplýsinga þegar það sjálft verður fullorðið.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Fréttablaðið/GVATekur undir með forstjóra Persónuverndar „Ég tek heils hugar undir með forstjóra Persónuverndar,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sem ræddi málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. „Mitt embætti tók þátt í því ásamt fleirum að setja upp leiðbeiningar eða viðmið til foreldra sem voru birtar í fyrra. Þar erum við að brýna fyrir fólki að staldra við og hugsa aðeins áður en það birtir myndir af börnunum sínum eða alls kyns upplýsingar. Það er auðvitað verið að birta mjög mikið um börn og þetta fær oft mjög mikla dreifingu. Jafnvel þó að þetta sé krúttlegt í dag og fái litla dreifingu í dag þá getur það gert það á morgun eða síðar og haft miklar afleiðingar fyrir börnin.“Hvar liggja mörkin? Hverju viltu beina til foreldra? „Það er auðvitað erfitt að setja einhver mörk og segja alveg nákvæmlega hvað fólk eigi að gera. Þessi tækni er líka í mikilli þróun og eitthvað sem við sjáum ekki í dag getur haft miklar afleiðingar seinna. Þannig að ég held að fólk þurfi fyrst að hugsa málið áður en það deilir myndum eða upplýsingum. Er þetta viðkvæmt? Getur þetta orðið skaðlegt í náinni framtíð eða í langri framtíð?“ sagði Salvör Nordal en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir að myndbirtingar íslenskra foreldra af börnum sínum á samfélagsmiðlum séu komnar úr hófi fram. Þetta sé mikið áhyggjuefni enda geti myndbirtingar haft mikil áhrif á barnið í framtíðinni. Víða um heim keppast samfélagsmiðlastjörnur við að setja myndir og upplýsingar af ólögráða börnum sínum á samfélagsmiðla. Óhætt er að segja að það sama eigi við um íslenska foreldra sem sumir deila myndunum meðal fárra vina og kunningja á meðan aðrir deila þeim með tugþúsundum fylgjenda. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM„Þá er komin ákveðin miðlun á uppýsingum og aðgengi annarra og við erum að opna fyrir þann möguleika að margir sjái myndir af ungum börnum við allskyns aðstæður. Jafnvel fáklædd eða að gera þarfir sínar á klósettinu eða hvað sem það nú er,“ segir Helga. Það sem birtist á netinu geti farið mjög víða og megi finna síðar. Þar að auki séu foreldrar að veita stórfyrirtækjum úti í heimi aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum um börn sín. Þá geti birtingar af þessu tagi haft áhrif á líf barnsins með ýmsum ófyrirséðum hætti. „Það sem sett er inn á netið er jafnvel farið að hafa áhrif á það hvort börnin okkar komist í þá háskóla sem þau vilja í framtíðinni eða hvort þau fái þau störf sem þau vilja. Þetta hefur verið að gerast, meira úti í heimi en á Íslandi, að það er farið að skoða bakrunn einstaklinga miklu meira,“ segir Helga en nýlega gaf Persónuvernd út bækling með upplýsingum til foreldra og forráðamanna. Þar kemur fram að börn þurfi að samþykkja að birtar séu myndir eða upplýsingar um þau á netinu. Eðli málsins samkvæmt er þó ekki hægt að fá samþykki mjög ungra barna. Það er ekkert í lögum sem beinlínis bannar þessar myndbirtingar en Helga segir að foreldrar verði að nota heilbrigða skynsemi. „Starfandi hjá persónuvernd þá er nokkuð ljóst að mikil og óhófleg birting margra í samfélaginu veldur manni miklum áhyggjum,“ segir Helga. Enda sé ekki víst að barnið verið sátt við birtingu slíkra upplýsinga þegar það sjálft verður fullorðið.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Fréttablaðið/GVATekur undir með forstjóra Persónuverndar „Ég tek heils hugar undir með forstjóra Persónuverndar,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sem ræddi málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. „Mitt embætti tók þátt í því ásamt fleirum að setja upp leiðbeiningar eða viðmið til foreldra sem voru birtar í fyrra. Þar erum við að brýna fyrir fólki að staldra við og hugsa aðeins áður en það birtir myndir af börnunum sínum eða alls kyns upplýsingar. Það er auðvitað verið að birta mjög mikið um börn og þetta fær oft mjög mikla dreifingu. Jafnvel þó að þetta sé krúttlegt í dag og fái litla dreifingu í dag þá getur það gert það á morgun eða síðar og haft miklar afleiðingar fyrir börnin.“Hvar liggja mörkin? Hverju viltu beina til foreldra? „Það er auðvitað erfitt að setja einhver mörk og segja alveg nákvæmlega hvað fólk eigi að gera. Þessi tækni er líka í mikilli þróun og eitthvað sem við sjáum ekki í dag getur haft miklar afleiðingar seinna. Þannig að ég held að fólk þurfi fyrst að hugsa málið áður en það deilir myndum eða upplýsingum. Er þetta viðkvæmt? Getur þetta orðið skaðlegt í náinni framtíð eða í langri framtíð?“ sagði Salvör Nordal en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira