Danir þurftu að sætta sig við jafntefli gegn Írum á heimavelli í undankeppni EM 2020 og eru án sigurs eftir tvo leiki.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom varamaðurinn Pierre-Emile Hojberg Dönum yfir aðeins fjórum mínútum eftir að hann kom inn á völlinn.
Danir virtust ætla að ná mikilvægum þremur stigum en Shane Duffy jafnaði með skalla upp úr aukaspyrnu á 85. mínútu og lauk leik með 1-1 jafntefli.
Í sama riðli átti Georgía ekki í vandræðum með Gíbraltar á sínum heimavelli og vann 3-0 sigur. Írar sitja ósigraðir á toppi riðilsins með sjö stig en þeir hafa spilað þrjá leiki.
Úkraínumenn eru í góðum málum í B-riðli eftir 5-0 stórsigur á Serbum. Viktor Tsygankov og Evgen Konoplyanka gerðu tvö mörk hvor og Roman Yaremchuk skoraði eitt.
Þeir eru á toppi riðilsins með sjö stig eftir sjö leiki en Serbar eru á botninum með eitt stig eftir tvo leiki.
Litháen og Lúxemborg gerðu 1-1 jafntefli í B-riðlinum þar sem Litháar náðu jafnteflinu þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn.
Gerson Rodrigues kom Lúxemborg yfir á 21. mínútu og voru gestirnir komnir í vænlega stöðu þegar Saulius Mikoliunas fékk sitt seinna gula spjald á 42. mínútu og var sendur snemma í sturtu.
Þrátt fyrir liðsmuninn skorað Litháen á 74. mínútu leiksins og náði að hanga á jafnteflinu. Undir lokin urðu heimamenn níu á vellinum þegar Modestas Vorobjovas fékk sitt seinna gula spjald í uppbótartíma.
Úrslit kvöldsins í undankeppni EM 2020:
A-riðill:
Svartfjallaland-Kósóvó 1-1
Tékkland-Búlgaría 2-1
B-riðill:
Úkraína-Serbía 5-0
Litháen-Lúxemborg 1-1
D-riðill:
Georgía-Gíbraltar 3-0
Danmörk-Írland 1-1
F-riðill:
Noregur-Rúmenía 2-2
Færeyjar-Spánn 1-4
Svíþjóð-Malta 3-0
G-riðill:
Lettland-Ísrael 0-3
Norður-Makedónía-Pólland 0-1
Austurríki-Slóvenía 1-0
