Fékk blóðtappa og ákvað eftir það að láta drauminn rætast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2019 08:00 Katrín fékk blóðtappa í heila þegar hún var í jólafríi með fjölskyldunni sinni úti á Balí fyrir ári síðan. stöð 2 Hún átti sér alltaf draum um að opna sína eigin verslun en það gerðist ekki. Tíminn þaut áfram og dagarnir snerust um að koma fjölskyldunni út úr húsi á morgnana, fara í vinnuna, versla í matinn, elda og sjá til þess að krakkarnir lærðu eins og flestir þekkja. Blóðtappi sem hún fékk á Balí varð þó til þess að Katrín Þóra Albertsdóttir gerði sér grein fyrir að tími hennar hér á jörðinni yrði ekki endalaus og mikilvægt væri að sjá ekki eftir neinu. „Dóttir okkar var í námi þar og okkur langaði að prófa að eyða jólunum annars staðar. Svo erum við komin til Balí og það er rosalega gaman og það kemur balískur strákur að sækja okkur út á völl í íslensku landsliðstreyjunni með íslenska fánann.“ Fjölskyldan ferðaðist um Balí og þá varð Katrín hugfangin að balískri hönnun.stöð 2 Fjölskyldan ferðaðist um Balí með balíska leiðsögumanninum Pandi og varði hátíðunum saman en á gamlárskvöld fann Katrín að ekki væri allt með felldu. „Ég finn að það kemur eins og hvellur á andlitið á mér og ég bara harka þetta af mér og finn að ég er hætt að heyra almennilega með öðru eyranu,“ segir Katrín. Fjölskyldan fór snemma heim í hús vegna þess hve slöpp Katrín var orðin. Daginn eftir var hún orðin enn þá verri. Á leið í morgunmatinn treysti hún sér ekki að ganga óstudd og þurfti að styðja sig við barnakerru. Hana svimaði mikið og hún ákvað að fara aftur inn og leggja sig. „Það var svolítið skrítið að ég gleymi símanum frammi.“ Þegar hún var komin inn kastaði hún upp og hún áttaði sig á því að síminn hefði gleymst frammi. Hún var þó svo orkulítil að hún lagði ekki í það að fara aftur fram að sækja símann. Krakkarnir hennar komu að henni nokkru síðar og var þá hringt á lækni. Katrín fór stuttu eftir heimkomu aftur til Balí til að skoða og kaupa balískar vörur.stöð 2 Læknirinn taldi að Katrínu vantaði vökva en fjölskyldan hafði það á tilfinningunni að þetta væri eitthvað alvarlegra og tóku á það ráð að hringja í vinkonu fjölskyldunnar sem býr á Balí og hún sendi Katrínu á einkasjúkrahús þegar í stað. „Ég greinist þar með blóðtappa í heila og er meðhöndluð svoleiðis úti á Balí. Ég er í tíu daga uppi á spítala og fæ ekki að fara heim strax þannig að fólkið mitt þarf að fara heim á þriðja í nýja árinu og við vorum lengur ásamt dóttur minni sem var búin að vera þarna úti,“ segir Katrín. Eftir sjúkrahúsdvölina var Katrínu og manninum hennar komið fyrir á hóteli í nokkra daga þar sem læknar voru ekki tilbúnir að hleypa henni í eins langt ferðalag og förin heim er. Þegar Katrín var komin heim gekk allt vel en hún gat ekki hætt að hugsa um balíska tísku og vörur. Hún og dóttir hennar ákváðu því að snúa aftur til Balí. Þær mæðgur flugu út og fóru að skoða vörur á Balí og Katrín lét gamlan draum rætast og opnaði búð þegar hún sneri aftur til Íslands. Horfa má á myndbandið í heild sinni hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fermingardagurinn er stór dagur Lífið samstarf Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Hún átti sér alltaf draum um að opna sína eigin verslun en það gerðist ekki. Tíminn þaut áfram og dagarnir snerust um að koma fjölskyldunni út úr húsi á morgnana, fara í vinnuna, versla í matinn, elda og sjá til þess að krakkarnir lærðu eins og flestir þekkja. Blóðtappi sem hún fékk á Balí varð þó til þess að Katrín Þóra Albertsdóttir gerði sér grein fyrir að tími hennar hér á jörðinni yrði ekki endalaus og mikilvægt væri að sjá ekki eftir neinu. „Dóttir okkar var í námi þar og okkur langaði að prófa að eyða jólunum annars staðar. Svo erum við komin til Balí og það er rosalega gaman og það kemur balískur strákur að sækja okkur út á völl í íslensku landsliðstreyjunni með íslenska fánann.“ Fjölskyldan ferðaðist um Balí og þá varð Katrín hugfangin að balískri hönnun.stöð 2 Fjölskyldan ferðaðist um Balí með balíska leiðsögumanninum Pandi og varði hátíðunum saman en á gamlárskvöld fann Katrín að ekki væri allt með felldu. „Ég finn að það kemur eins og hvellur á andlitið á mér og ég bara harka þetta af mér og finn að ég er hætt að heyra almennilega með öðru eyranu,“ segir Katrín. Fjölskyldan fór snemma heim í hús vegna þess hve slöpp Katrín var orðin. Daginn eftir var hún orðin enn þá verri. Á leið í morgunmatinn treysti hún sér ekki að ganga óstudd og þurfti að styðja sig við barnakerru. Hana svimaði mikið og hún ákvað að fara aftur inn og leggja sig. „Það var svolítið skrítið að ég gleymi símanum frammi.“ Þegar hún var komin inn kastaði hún upp og hún áttaði sig á því að síminn hefði gleymst frammi. Hún var þó svo orkulítil að hún lagði ekki í það að fara aftur fram að sækja símann. Krakkarnir hennar komu að henni nokkru síðar og var þá hringt á lækni. Katrín fór stuttu eftir heimkomu aftur til Balí til að skoða og kaupa balískar vörur.stöð 2 Læknirinn taldi að Katrínu vantaði vökva en fjölskyldan hafði það á tilfinningunni að þetta væri eitthvað alvarlegra og tóku á það ráð að hringja í vinkonu fjölskyldunnar sem býr á Balí og hún sendi Katrínu á einkasjúkrahús þegar í stað. „Ég greinist þar með blóðtappa í heila og er meðhöndluð svoleiðis úti á Balí. Ég er í tíu daga uppi á spítala og fæ ekki að fara heim strax þannig að fólkið mitt þarf að fara heim á þriðja í nýja árinu og við vorum lengur ásamt dóttur minni sem var búin að vera þarna úti,“ segir Katrín. Eftir sjúkrahúsdvölina var Katrínu og manninum hennar komið fyrir á hóteli í nokkra daga þar sem læknar voru ekki tilbúnir að hleypa henni í eins langt ferðalag og förin heim er. Þegar Katrín var komin heim gekk allt vel en hún gat ekki hætt að hugsa um balíska tísku og vörur. Hún og dóttir hennar ákváðu því að snúa aftur til Balí. Þær mæðgur flugu út og fóru að skoða vörur á Balí og Katrín lét gamlan draum rætast og opnaði búð þegar hún sneri aftur til Íslands. Horfa má á myndbandið í heild sinni hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fermingardagurinn er stór dagur Lífið samstarf Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“