Fékk blóðtappa og ákvað eftir það að láta drauminn rætast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2019 08:00 Katrín fékk blóðtappa í heila þegar hún var í jólafríi með fjölskyldunni sinni úti á Balí fyrir ári síðan. stöð 2 Hún átti sér alltaf draum um að opna sína eigin verslun en það gerðist ekki. Tíminn þaut áfram og dagarnir snerust um að koma fjölskyldunni út úr húsi á morgnana, fara í vinnuna, versla í matinn, elda og sjá til þess að krakkarnir lærðu eins og flestir þekkja. Blóðtappi sem hún fékk á Balí varð þó til þess að Katrín Þóra Albertsdóttir gerði sér grein fyrir að tími hennar hér á jörðinni yrði ekki endalaus og mikilvægt væri að sjá ekki eftir neinu. „Dóttir okkar var í námi þar og okkur langaði að prófa að eyða jólunum annars staðar. Svo erum við komin til Balí og það er rosalega gaman og það kemur balískur strákur að sækja okkur út á völl í íslensku landsliðstreyjunni með íslenska fánann.“ Fjölskyldan ferðaðist um Balí og þá varð Katrín hugfangin að balískri hönnun.stöð 2 Fjölskyldan ferðaðist um Balí með balíska leiðsögumanninum Pandi og varði hátíðunum saman en á gamlárskvöld fann Katrín að ekki væri allt með felldu. „Ég finn að það kemur eins og hvellur á andlitið á mér og ég bara harka þetta af mér og finn að ég er hætt að heyra almennilega með öðru eyranu,“ segir Katrín. Fjölskyldan fór snemma heim í hús vegna þess hve slöpp Katrín var orðin. Daginn eftir var hún orðin enn þá verri. Á leið í morgunmatinn treysti hún sér ekki að ganga óstudd og þurfti að styðja sig við barnakerru. Hana svimaði mikið og hún ákvað að fara aftur inn og leggja sig. „Það var svolítið skrítið að ég gleymi símanum frammi.“ Þegar hún var komin inn kastaði hún upp og hún áttaði sig á því að síminn hefði gleymst frammi. Hún var þó svo orkulítil að hún lagði ekki í það að fara aftur fram að sækja símann. Krakkarnir hennar komu að henni nokkru síðar og var þá hringt á lækni. Katrín fór stuttu eftir heimkomu aftur til Balí til að skoða og kaupa balískar vörur.stöð 2 Læknirinn taldi að Katrínu vantaði vökva en fjölskyldan hafði það á tilfinningunni að þetta væri eitthvað alvarlegra og tóku á það ráð að hringja í vinkonu fjölskyldunnar sem býr á Balí og hún sendi Katrínu á einkasjúkrahús þegar í stað. „Ég greinist þar með blóðtappa í heila og er meðhöndluð svoleiðis úti á Balí. Ég er í tíu daga uppi á spítala og fæ ekki að fara heim strax þannig að fólkið mitt þarf að fara heim á þriðja í nýja árinu og við vorum lengur ásamt dóttur minni sem var búin að vera þarna úti,“ segir Katrín. Eftir sjúkrahúsdvölina var Katrínu og manninum hennar komið fyrir á hóteli í nokkra daga þar sem læknar voru ekki tilbúnir að hleypa henni í eins langt ferðalag og förin heim er. Þegar Katrín var komin heim gekk allt vel en hún gat ekki hætt að hugsa um balíska tísku og vörur. Hún og dóttir hennar ákváðu því að snúa aftur til Balí. Þær mæðgur flugu út og fóru að skoða vörur á Balí og Katrín lét gamlan draum rætast og opnaði búð þegar hún sneri aftur til Íslands. Horfa má á myndbandið í heild sinni hér að neðan. Ísland í dag Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Hún átti sér alltaf draum um að opna sína eigin verslun en það gerðist ekki. Tíminn þaut áfram og dagarnir snerust um að koma fjölskyldunni út úr húsi á morgnana, fara í vinnuna, versla í matinn, elda og sjá til þess að krakkarnir lærðu eins og flestir þekkja. Blóðtappi sem hún fékk á Balí varð þó til þess að Katrín Þóra Albertsdóttir gerði sér grein fyrir að tími hennar hér á jörðinni yrði ekki endalaus og mikilvægt væri að sjá ekki eftir neinu. „Dóttir okkar var í námi þar og okkur langaði að prófa að eyða jólunum annars staðar. Svo erum við komin til Balí og það er rosalega gaman og það kemur balískur strákur að sækja okkur út á völl í íslensku landsliðstreyjunni með íslenska fánann.“ Fjölskyldan ferðaðist um Balí og þá varð Katrín hugfangin að balískri hönnun.stöð 2 Fjölskyldan ferðaðist um Balí með balíska leiðsögumanninum Pandi og varði hátíðunum saman en á gamlárskvöld fann Katrín að ekki væri allt með felldu. „Ég finn að það kemur eins og hvellur á andlitið á mér og ég bara harka þetta af mér og finn að ég er hætt að heyra almennilega með öðru eyranu,“ segir Katrín. Fjölskyldan fór snemma heim í hús vegna þess hve slöpp Katrín var orðin. Daginn eftir var hún orðin enn þá verri. Á leið í morgunmatinn treysti hún sér ekki að ganga óstudd og þurfti að styðja sig við barnakerru. Hana svimaði mikið og hún ákvað að fara aftur inn og leggja sig. „Það var svolítið skrítið að ég gleymi símanum frammi.“ Þegar hún var komin inn kastaði hún upp og hún áttaði sig á því að síminn hefði gleymst frammi. Hún var þó svo orkulítil að hún lagði ekki í það að fara aftur fram að sækja símann. Krakkarnir hennar komu að henni nokkru síðar og var þá hringt á lækni. Katrín fór stuttu eftir heimkomu aftur til Balí til að skoða og kaupa balískar vörur.stöð 2 Læknirinn taldi að Katrínu vantaði vökva en fjölskyldan hafði það á tilfinningunni að þetta væri eitthvað alvarlegra og tóku á það ráð að hringja í vinkonu fjölskyldunnar sem býr á Balí og hún sendi Katrínu á einkasjúkrahús þegar í stað. „Ég greinist þar með blóðtappa í heila og er meðhöndluð svoleiðis úti á Balí. Ég er í tíu daga uppi á spítala og fæ ekki að fara heim strax þannig að fólkið mitt þarf að fara heim á þriðja í nýja árinu og við vorum lengur ásamt dóttur minni sem var búin að vera þarna úti,“ segir Katrín. Eftir sjúkrahúsdvölina var Katrínu og manninum hennar komið fyrir á hóteli í nokkra daga þar sem læknar voru ekki tilbúnir að hleypa henni í eins langt ferðalag og förin heim er. Þegar Katrín var komin heim gekk allt vel en hún gat ekki hætt að hugsa um balíska tísku og vörur. Hún og dóttir hennar ákváðu því að snúa aftur til Balí. Þær mæðgur flugu út og fóru að skoða vörur á Balí og Katrín lét gamlan draum rætast og opnaði búð þegar hún sneri aftur til Íslands. Horfa má á myndbandið í heild sinni hér að neðan.
Ísland í dag Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira