Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. mars 2019 19:15 Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. Í fréttum okkar í gær var fjallað um ört vaxandi hóp þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð en hátt í 300 manns með þennan vanda komu á sjúkrahúsið Vog í fyrra. Þá á fjölgunin einnig við um ungmenni á aldrinum 18-20 ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig. Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, segir þróunina því miður vera eins hjá þeim sem eru yngri en átján ára. Síðustu ár hafi verið að meðaltali um 10 til 15 börn sem hafi sprautað vímuefnum í æð í barnaverndarkerfinu. „Þessi tala hækkaði töluvert svo í fyrra og fór upp í 24 einstaklinga undir átján ára,“ sagði Heiða. Þetta þýði ekki að fleiri séu í vímuefnavanda heldur að neyslan sé orðin harðari, „Auðvitað höfum við áhyggjur þegar börn eru komin í svo þunga og harða neyslu og sprautuneyslan getur verið lífshættuleg“ segir Heiða. Ungmennin þurfi meiri stuðning Börnin 24 voru öll send í fíknimeðferð á vegum Barnaverndarstofu en barnaverndarnefndir hafa heimild til að þvinga þau í meðferð til átján ára aldurs. „Vandinn hverfur ekki við það að verða 18 ára. Þau fara þá bara inn í almenna kerfið sem fólk sem glímir við neysluvanda fer í.“ Flestir haldi áfram í neyslu og hefur Heiða áhyggjur af hópnum. Það þurfi að bregðast við þyngri neyslu. Ungmennin sem komi úr meðferðarkerfi barnaverndar þurfi meiri stuðning. „Að það séu auknar skyldur hins opinbera gagnvart þessum einstaklingum eftir 18 ára aldur og kannski fram yfir tvítugt,“ segir Heiða. Heiða segir að nú virðist þó vera að draga aðeins úr nýliðun í sprautunotkun hjá börnunum. Önnur efni séu að koma sterkt inn. „Eins og til dæmis Xanax. Til eru róandi efni sem eru í pilluformi og líka ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri neyslu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. Í fréttum okkar í gær var fjallað um ört vaxandi hóp þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð en hátt í 300 manns með þennan vanda komu á sjúkrahúsið Vog í fyrra. Þá á fjölgunin einnig við um ungmenni á aldrinum 18-20 ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig. Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, segir þróunina því miður vera eins hjá þeim sem eru yngri en átján ára. Síðustu ár hafi verið að meðaltali um 10 til 15 börn sem hafi sprautað vímuefnum í æð í barnaverndarkerfinu. „Þessi tala hækkaði töluvert svo í fyrra og fór upp í 24 einstaklinga undir átján ára,“ sagði Heiða. Þetta þýði ekki að fleiri séu í vímuefnavanda heldur að neyslan sé orðin harðari, „Auðvitað höfum við áhyggjur þegar börn eru komin í svo þunga og harða neyslu og sprautuneyslan getur verið lífshættuleg“ segir Heiða. Ungmennin þurfi meiri stuðning Börnin 24 voru öll send í fíknimeðferð á vegum Barnaverndarstofu en barnaverndarnefndir hafa heimild til að þvinga þau í meðferð til átján ára aldurs. „Vandinn hverfur ekki við það að verða 18 ára. Þau fara þá bara inn í almenna kerfið sem fólk sem glímir við neysluvanda fer í.“ Flestir haldi áfram í neyslu og hefur Heiða áhyggjur af hópnum. Það þurfi að bregðast við þyngri neyslu. Ungmennin sem komi úr meðferðarkerfi barnaverndar þurfi meiri stuðning. „Að það séu auknar skyldur hins opinbera gagnvart þessum einstaklingum eftir 18 ára aldur og kannski fram yfir tvítugt,“ segir Heiða. Heiða segir að nú virðist þó vera að draga aðeins úr nýliðun í sprautunotkun hjá börnunum. Önnur efni séu að koma sterkt inn. „Eins og til dæmis Xanax. Til eru róandi efni sem eru í pilluformi og líka ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri neyslu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira