Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2019 10:40 Samfélagsmiðlar hafa verið harðlega gagnrýndir í kjölfar árásarinnar. Vísir/AP Starfsmenn Facebook hafa eytt einni og hálfri milljón myndbanda af hryðjuverkaárásinni í Christchurch. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Mia Garlick, talskona Facebook, á Nýja-Sjálandi, segir að myndbandið hafi verið fjarlægt fljótt, þó deila megi um það, og á einum sólarhring í kjölfar árásarinnar hafi notendur ítrekað reynt að birta myndbandið á nýjan leik, þrátt fyrir að yfirvöld og aðrir hafi beðið um að það yrði ekki gert. Það hafi alls verið gert í um 1,5 milljónir skipta. Í meirihluta tilvika komust myndböndin þó aldrei í birtingu. Um 300 þúsund sinnum mun myndbandið hafa komist fram hjá sjálfvirkum búnaði Facbook. Ekki er vitað hve margir horfðu á myndbandið en því var einnig dreift á öðrum miðlum. Garlick segir starfsmenn Facebook vinna hörðum höndum að því að stöðva birtingu efnis eins og þessa myndbands. Til þess beiti fyrirtækið jafnt sjálfvirkum búnaði og eftirliti starfsmanna. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir yfirvöld þar gera það sem þau geta til að koma í veg fyrir birtingu myndbandsins og mynda frá því. Ábyrgðin sé þó hjá samfélagsmiðlafyrirtækum eins og Facebook.Íhuga að hætta að auglýsa Tvö regnhlífarsamtök auglýsenda á Nýja-Sjálandi hafa hvatt meðlimi sína til að hætta að birta auglýsingar á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Þannig væri hægt að beita fyrirtækin þrýstingi til að taka á dreifingu boðskapar haturs á samfélagsmiðlum þeirra. Lotto NZ hefur þegar tekið þá ákvörðun og samkvæmt Reuters eru ýmis fyrirtæki að skoða það. Forsvarsmenn ASB Bank, eins stærsta banka landsins, eru til að mynda að íhuga að hætta auglýsingum á samfélagsmiðlum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook Live er notað til að birta ódæðisverk í beinni útsendingu. Til að mynda má benda á atvik þar sem Steve Stevens gekk upp að eldri manni í Cleveland í Bandaríkjunum og skaut hann til bana árið 2017. Þá myrti taílenskur maður ellefu mánaða dóttur sína í beinni á Facebook sama ár.Um tuttugu þúsund manns vinna við að fara yfir kvartanir sem Facebook berst vegna efnis á Facebook og Instagram. Gagnrýnendur segja það þó ekki nóg og þrýstingur á Facebook og önnur samfélagsmiðlafyrirtæki er sífellt að aukast. Yfirvöld víða um heim hafa rætt að grípa til eigin aðgerða gegn samfélagsmiðlafyrirtækjunum. Að þessu sinni snýr gagnrýnin þó ekki eingöngu að samfélagsmiðlum heldur einnig fjölmiðlum. Netmiðlar nokkurra breskra fjölmiðla birtu hluta úr myndbandinu af árásinni. Þar á meðal var Mirror en myndbandið var fjarlægt og hafa forsvarsmenn miðilsins beðist afsökunar. Þá hafa yfirvöld í Ástralíu opnað rannsókn á því hvort að fjölmiðlar þar í landi hafi brotið lög með birtingu hluta myndbandsins. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Starfsmenn Facebook hafa eytt einni og hálfri milljón myndbanda af hryðjuverkaárásinni í Christchurch. Árásarmaðurinn birti myndbandið í beinni útsendingu á Facebook með myndavél sem hann var með á höfði sínu á meðan hann skaut minnst 50 manns til bana í tveimur moskum í Christchurch. Mia Garlick, talskona Facebook, á Nýja-Sjálandi, segir að myndbandið hafi verið fjarlægt fljótt, þó deila megi um það, og á einum sólarhring í kjölfar árásarinnar hafi notendur ítrekað reynt að birta myndbandið á nýjan leik, þrátt fyrir að yfirvöld og aðrir hafi beðið um að það yrði ekki gert. Það hafi alls verið gert í um 1,5 milljónir skipta. Í meirihluta tilvika komust myndböndin þó aldrei í birtingu. Um 300 þúsund sinnum mun myndbandið hafa komist fram hjá sjálfvirkum búnaði Facbook. Ekki er vitað hve margir horfðu á myndbandið en því var einnig dreift á öðrum miðlum. Garlick segir starfsmenn Facebook vinna hörðum höndum að því að stöðva birtingu efnis eins og þessa myndbands. Til þess beiti fyrirtækið jafnt sjálfvirkum búnaði og eftirliti starfsmanna. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir yfirvöld þar gera það sem þau geta til að koma í veg fyrir birtingu myndbandsins og mynda frá því. Ábyrgðin sé þó hjá samfélagsmiðlafyrirtækum eins og Facebook.Íhuga að hætta að auglýsa Tvö regnhlífarsamtök auglýsenda á Nýja-Sjálandi hafa hvatt meðlimi sína til að hætta að birta auglýsingar á samfélagsmiðlum í kjölfar árásarinnar. Þannig væri hægt að beita fyrirtækin þrýstingi til að taka á dreifingu boðskapar haturs á samfélagsmiðlum þeirra. Lotto NZ hefur þegar tekið þá ákvörðun og samkvæmt Reuters eru ýmis fyrirtæki að skoða það. Forsvarsmenn ASB Bank, eins stærsta banka landsins, eru til að mynda að íhuga að hætta auglýsingum á samfélagsmiðlum.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Facebook Live er notað til að birta ódæðisverk í beinni útsendingu. Til að mynda má benda á atvik þar sem Steve Stevens gekk upp að eldri manni í Cleveland í Bandaríkjunum og skaut hann til bana árið 2017. Þá myrti taílenskur maður ellefu mánaða dóttur sína í beinni á Facebook sama ár.Um tuttugu þúsund manns vinna við að fara yfir kvartanir sem Facebook berst vegna efnis á Facebook og Instagram. Gagnrýnendur segja það þó ekki nóg og þrýstingur á Facebook og önnur samfélagsmiðlafyrirtæki er sífellt að aukast. Yfirvöld víða um heim hafa rætt að grípa til eigin aðgerða gegn samfélagsmiðlafyrirtækjunum. Að þessu sinni snýr gagnrýnin þó ekki eingöngu að samfélagsmiðlum heldur einnig fjölmiðlum. Netmiðlar nokkurra breskra fjölmiðla birtu hluta úr myndbandinu af árásinni. Þar á meðal var Mirror en myndbandið var fjarlægt og hafa forsvarsmenn miðilsins beðist afsökunar. Þá hafa yfirvöld í Ástralíu opnað rannsókn á því hvort að fjölmiðlar þar í landi hafi brotið lög með birtingu hluta myndbandsins.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54
Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00